Leita upplýsinga og sjónarmiða frá RÚV

Ríkisútvarpið við Efstaleiti.
Ríkisútvarpið við Efstaleiti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem keppinautar á auglýsingamarkaði kvarta yfir þátttöku RÚV á markaðnum. Það er búið að fjalla um það af hálfu stjórnvalda áður,“ segir Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins.

Títtnefnd staða RÚV á auglýsingamarkaði hefur verið gagnrýnd af öðrum fjölmiðlum að undanförnu, sér í lagi í aðdraganda HM þar sem aðrir miðlar segja að RÚV hafi í valdi stöðu sinnar sópað til sín auglýsingamarkaðnum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Að sögn Páls Gunnars hefur Samkeppniseftirlitinu borist formleg kvörtun frá Símanum á markaðnum ásamt óformlegum ábendingum frá öðrum aðilum. „Við leitum nú upplýsinga og sjónarmiða frá RÚV, og á þessu stigi er verið að skoða hvort forsendur séu til staðar til að hefja formlega rannsókn vegna málsins á grundvelli samkeppnislaga. Það liggur ekki fyrir sem stendur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert