Málið á milli ríkisins og ganganna

Valgeir Bergmann og Vaðlaheiðargöng.
Valgeir Bergmann og Vaðlaheiðargöng. mbl.is/Sigurður Bogi

„Í þessu tilviki er um að ræða málefni Vaðlaheiðarganga og íslenska ríkisins og það tengist okkur ekki.“ Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, spurður út í meinta skuld fyrirtækisins við Vaðlaheiðargöng hf.

Eins og Rúv greindi frá á mánudag hafa Vaðlaheiðargöng ehf. ekki fengið greiddar um 50 milljónir króna vegna flutninga á jarðefni úr göngunum í nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli. Málið teygir sig aftur til upphafs framkvæmda við Vaðlaheiðargöng en í upphaflegri kostnaðaráætlun við gerð ganganna var gert ráð fyrir flutningi umframefnis til hins nýja flughlaðs.

Þetta segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf., en framkvæmdir við flughlaðið hafa gengið hægt þrátt fyrir að efni hafi fengist gefins frá Vaðlaheiðargöngum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert