Meirihluti leyfisskyldrar útleigu leyfislaus

Ólafur Heiðar Helgason greindi frá niðurstöðum greiningar Íbúðalánasjóðs á skammtímaleigu
Ólafur Heiðar Helgason greindi frá niðurstöðum greiningar Íbúðalánasjóðs á skammtímaleigu Ljósmynd/Íbúðalánasjóður

Meirihluti leyfisskyldrar útleigu til skamms tíma virðist leyfislaus samkvæmt greiningu hagdeildar Íbúðarlánasjóðs. Þá hægir verulega á vexti framboðs húsnæðis til skammtímaleigu og vöxtur tekna af skammtímaleigu í gegnum Airbnb hefur verið mun minni fyrstu mánuði þessa árs en undanfarin ár.

Þetta kom fram á hádegisfundi Íbúðalánasjóðs sem haldinn var í dag. Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs, kynnti niðurstöður nýrrar greiningar á áhrifum skammtímaleigu á húsnæði.

Niðurstöðurnar sýna að þrátt fyrir að Airbnb-útleiga sé mest áberandi í 101 Reykjavík, hefur hlutfall landsbyggðarinnar farið vaxandi. Þriðjungur Airbnb íbúða er utan höfuðborgarsvæðisins, en var 10% árið 2016.

Leigusalar græða meira á skammtímaleigu

Um 1.500 íbúðir eða herbergi eru í það mikilli skammtímaleigu að það nýtist ekki sem íbúðahúsnæði. Skammtímaleiga er mest áberandi innan póstnúmersins 101 og eru þar 5% íbúða sem ekki er nýtt sem íbúðahúsnæði vegna umfangsmikillar skammtímaleigu.

Greining hagdeildarinnar segir að um 5-6% hækkun meðalfermetraverðs megi rekja til aukinnar skammtímaleigu, en jafnframt að orsakasamhengið sé erfitt að rekja.

Samkvæmt niðurstöðum greiningarinnar gefa þinglýstir leigusamningar um 200 þúsund krónur í tekjur (ekki er tekið tillit til skatta og annars kostnaðar) fyrir leigusala á mánuði innan 101 og 107 Reykjavík. Skammtímaleiga á sama svæði  gefur um 600 þúsund í tekjur á mánuði að undanskildum sköttum og öðrum kostnaði.

Skráning gistirýma ábótavant

Samkvæmt reglugerð sem tók gildi á síðasta ári ber að skrá allt leiguhúsnæði. Húsnæði sem leigt er út til skamms tíma í 90 daga á ári eða færri og gefur af sér 2 milljónir króna eða minna á ári ber að skrá hjá sýslumanni. Ekki er mikil fyrirhöfn að framkvæma slíka skráningu að sögn Ólafs Heiðars, sem flokkast undir heimagistingu.

Sé skammtímaleiga umfram fyrrnefnd mörk telst það leyfisskyld gististarfsemi og er krafist rekstrarleyfis.

Vísbendingar eru um að veruleg frávik eru í skráningum rýma í skammtímaleigu. Um sex þúsund virkar skráningar eru á Airbnb, þar af eru um 4.700 skráningar í íbúðarhúsnæði. Hinsvegar eru aðeins um 13 hundruð skráðar heimagistingar hjá sýslumanni og um 12 hundruð skráningar skammtímaleigu í atvinnuskyni. Innan við helmingur íbúðarhúsnæðis í skammtímaleigu er því skráð með tilskyldum hætti.

Leggur til umbætur

Ólafur Heiðar sagði á fundinum að þörf væri á að bæta upplýsingaflæði til þess að ná tökum á skammtímaleigu íbúða, til að mynda með samkomulagi við Airbnb um upplýsingamiðlun. Hann nefndi að fleiri hvatar þurfa að vera til staðar fyrir leigusala svo að reglum um umfangsmikla skammtímaleigu sé fylgt. Einnig lagði Ólafur Heiðar áherslu á að eftirlit yrði eflt og að samhæfing eftirlitsaðila yrði bætt.

Hagfræðingurinn velti í lok fundar upp spurningum um hvernig væri hægt að framfylgja takmörkunum á skammtímaleigu. Í máli hans kom fram að hægt væri að setja takmarkanir með erfiðum, en hann nefndi þó nokkrar útfærslur takmarkana. Hægt væri að setja einhvern hámarksfjölda íbúða eða hámarksfjölda eigna á vegum leigusala í skammtímaleigu. Jafnframt nefndi hann mögulegt gjald á íbúðir þar sem enginn hefur skráð lögheimili.

mbl.is

Innlent »

Ljósmæður á hlaupum um allt land

07:45 „Við reynum bara að taka á þessu eins og við getum,“ sagði Anna Björnsdóttir, deildarstjóri á kvennadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi, um ástandið vegna kjaradeilu ríkisins og ljósmæðra. Meira »

Meðalhitinn í júlí 9,9 stig

07:39 Meðalhiti í Reykjavík fyrstu tuttugu daga júlímánaðar er 9,9 stig. Það er -0,6 stigum neðan meðallags áranna 1961-1990, og -2,0 neðan meðallags sömu daga síðustu tíu ára. Meira »

Kólnar heldur næstu daga

07:12 Það kólnar heldur næstu daga en síðan fer hlýnandi aftur um miðja næstu viku, segir veðurfræðingur Veðurstofu Íslands.   Meira »

Íslenskir bændur aflögufærir

06:10 „Bændur hugsa til kollega sinna á Norðurlöndunum. Það hafa verið erfiðleikar í öllum Norðurlandaríkjunum, í suðurhluta Finnlands, Svíþjóðar og Noregs og eiginlega í allri Danmörku, svo að bændur fara kannski ekkert að smyrja neitt á verðið með tilliti til þess,“ segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna. Meira »

Eiga um 40 jarðir á Íslandi

05:57 Breski auðmaðurinn James Ratcliffe og viðskiptafélagar hans eiga nú hátt í 40 jarðir á Íslandi. Um 30 þessara jarða eru í Vopnafirði. Þá eiga þeir aðild að á þriðja tug félaga. Meira »

Dagur með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm

05:51 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur greinst með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm sem skerðir hreyfigetu og getur lagst á líffæri eins og augun og hjartalokur. Hann hefur hafið sterka lyfjameðferð. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við hann í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Segir málið „storm í vatnsglasi“

Í gær, 23:18 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur beðist velvirðingar á því ef orðaskipti á fundi borgarstjórnar 19. júní hafi vakið upp særindi hjá embættismönnum, einum eða fleiri. Það gerir hún í bréfi sem hún sendi forsætisnefnd borgarstjórnar í dag. Meira »

Afbóka ferðir vegna blendingshvalsins

Í gær, 21:28 „Þegar það koma upp svona mál fer alveg svakalega neikvæð umræða af stað um Ísland sem hefur slæm áhrif. Við missum trúverðugleikann á að við séum að umgangast náttúruna af virðingu,“ segir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Margir hafa afbókað ferðir sínar í kjölfar veiða á blendingshval. Meira »

Skilar fálkaorðunni vegna Kjærsgaard

Í gær, 21:14 Kvikmyndagerðarkonan Elísabet Ronaldsdóttir greinir frá því á Facebook-síðu sinni að hún ætli að skila fálkaorðu sem hún var sæmd 1. janúar árið 2016. Elísabet segist ekki geta verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara. Meira »

Leita allra leiða vegna skorts

Í gær, 21:00 „Leitað er allra leiða til þess að takast á við fóðurskortinn í Noregi,“ segir Kåre Oskar Larsen, deildarstjóri fagdeildar ráðgjafarmiðstöðvar norsks landbúnaðar, í samtali við blaðamann mbl.is. Hann segir verið sé að samræma aðgerðir til þess að draga úr neikvæðum áhrifum þurrkana. Meira »

Afskipti ríkisins af ljósmæðrum óeðlileg

Í gær, 20:34 „Afskipti samninganefndar ríkisins af störfum undanþágunefndarinnar hafa verið mjög mikil og óeðlileg,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, fulltrúi ljósmæðra í undanþágunefnd sem afgreiðir umsóknir sem berast um undanþágur frá yfirvinnubanni ljósmæðra. Meira »

Í hátíðarskapi í vikulokin

Í gær, 19:21 Regína Ósk er nýja „K100 röddin“. Hún kíkti í föstudagsspjall með nýbökuðum föður, Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Regína Ósk sagði okkur frá nýju Abba myndinni og Ásgeir viðurkenndi að fyrsta spurning til ljósmóður eftir fæðingu dóttur hans hafi verið sérstök. Meira »

Svíi datt í lukkupottinn

Í gær, 19:17 Svíi hafði heppnina með sér í EuroJackpot-útdrætti kvöldsins en hann var með allar tölurnar réttar og fær fyrir það 2,8 milljarðar íslenskra króna í sinn hlut. Meira »

Móttaka hjartveikra gengið vonum framar

Í gær, 19:08 Móttaka bráðveikra hjartasjúklinga á bráðamóttökunni í Fossvogi hefur gengið vonum framar. Þá gengur samrekstur við aðrar þjónustur að mestu vel, að því er fram kemur í forstjórapistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Meira »

Alþingi greiddi hótel fyrir boðsgesti

Í gær, 18:22 Alþingi greiddi hótelkostnað fyrir tvær nætur fyrir hvern boðsgest sem boðinn var á hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum sem fór fram í vikunni. Ekki var greitt fyrir annað en hótel og ekkert var greitt fyrir fylgdarlið boðsgesta samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis. Meira »

Hlaupa maraþon í kjólum

Í gær, 17:51 „Jæja gott fólk það er sturluð staðreynd að íslenskar ömmur hlaupa heilt maraþon. Við erum svo heppin að hafa eina í okkar liði...“ segir í stöðuuppfærslu Péturs Ívarssonar í Boss búðinni sem mætti í Magasínið ásamt Bjarka Diego. Saman hlupu þeir maraþon í fyrra í jakkafötum ásamt hlaupafélögunum. Meira »

Ógnaði tveimur með byssu

Í gær, 17:02 Maður, sem var handtekinn og færður í fangageymslu eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann á Svalbarðseyri í nótt, ógnaði a.m.k. tveimur mönnum með pinnabyssu, sem er skammbyssa notuð til að aflífa stórgripi. Meira »

Komin á nýtt og alvarlegra stig

Í gær, 16:33 Mönnun á meðgöngu- og sængurlegudeild náði ekki upp í verkfallsneyðarlista áður en yfirvinnuverkfall skall á aðfaranótt miðvikudags, og nú hafa bæst við auknir erfiðleikar við að kalla inn ljósmæður til yfirvinnu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í forstjórapistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Meira »

Metmánuður í fíkniefnaakstri

Í gær, 16:12 163 brot vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í júní, en aldrei hafa slík brot verið fleiri í einum mánuði frá því að samræmdar mælingar hófust árið 1999. Meira »
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
Til sölu á Jótlandi, íbúð + iðnaður
Mikið pláss 1268 m/2 á 3000 m/2 lóð, m.a. 300 m/2 íbúð, stórt rafmagnsinntak. Ým...
Toyota LandCruiser 90 VX 1998
Sjálfskiptur, 3,4 lítra V6 bensínvél. Vel viðhaldið, skoðaður 2019. Ekinn 231 þú...