Meirihluti leyfisskyldrar útleigu leyfislaus

Ólafur Heiðar Helgason greindi frá niðurstöðum greiningar Íbúðalánasjóðs á skammtímaleigu
Ólafur Heiðar Helgason greindi frá niðurstöðum greiningar Íbúðalánasjóðs á skammtímaleigu Ljósmynd/Íbúðalánasjóður

Meirihluti leyfisskyldrar útleigu til skamms tíma virðist leyfislaus samkvæmt greiningu hagdeildar Íbúðarlánasjóðs. Þá hægir verulega á vexti framboðs húsnæðis til skammtímaleigu og vöxtur tekna af skammtímaleigu í gegnum Airbnb hefur verið mun minni fyrstu mánuði þessa árs en undanfarin ár.

Þetta kom fram á hádegisfundi Íbúðalánasjóðs sem haldinn var í dag. Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs, kynnti niðurstöður nýrrar greiningar á áhrifum skammtímaleigu á húsnæði.

Niðurstöðurnar sýna að þrátt fyrir að Airbnb-útleiga sé mest áberandi í 101 Reykjavík, hefur hlutfall landsbyggðarinnar farið vaxandi. Þriðjungur Airbnb íbúða er utan höfuðborgarsvæðisins, en var 10% árið 2016.

Leigusalar græða meira á skammtímaleigu

Um 1.500 íbúðir eða herbergi eru í það mikilli skammtímaleigu að það nýtist ekki sem íbúðahúsnæði. Skammtímaleiga er mest áberandi innan póstnúmersins 101 og eru þar 5% íbúða sem ekki er nýtt sem íbúðahúsnæði vegna umfangsmikillar skammtímaleigu.

Greining hagdeildarinnar segir að um 5-6% hækkun meðalfermetraverðs megi rekja til aukinnar skammtímaleigu, en jafnframt að orsakasamhengið sé erfitt að rekja.

Samkvæmt niðurstöðum greiningarinnar gefa þinglýstir leigusamningar um 200 þúsund krónur í tekjur (ekki er tekið tillit til skatta og annars kostnaðar) fyrir leigusala á mánuði innan 101 og 107 Reykjavík. Skammtímaleiga á sama svæði  gefur um 600 þúsund í tekjur á mánuði að undanskildum sköttum og öðrum kostnaði.

Skráning gistirýma ábótavant

Samkvæmt reglugerð sem tók gildi á síðasta ári ber að skrá allt leiguhúsnæði. Húsnæði sem leigt er út til skamms tíma í 90 daga á ári eða færri og gefur af sér 2 milljónir króna eða minna á ári ber að skrá hjá sýslumanni. Ekki er mikil fyrirhöfn að framkvæma slíka skráningu að sögn Ólafs Heiðars, sem flokkast undir heimagistingu.

Sé skammtímaleiga umfram fyrrnefnd mörk telst það leyfisskyld gististarfsemi og er krafist rekstrarleyfis.

Vísbendingar eru um að veruleg frávik eru í skráningum rýma í skammtímaleigu. Um sex þúsund virkar skráningar eru á Airbnb, þar af eru um 4.700 skráningar í íbúðarhúsnæði. Hinsvegar eru aðeins um 13 hundruð skráðar heimagistingar hjá sýslumanni og um 12 hundruð skráningar skammtímaleigu í atvinnuskyni. Innan við helmingur íbúðarhúsnæðis í skammtímaleigu er því skráð með tilskyldum hætti.

Leggur til umbætur

Ólafur Heiðar sagði á fundinum að þörf væri á að bæta upplýsingaflæði til þess að ná tökum á skammtímaleigu íbúða, til að mynda með samkomulagi við Airbnb um upplýsingamiðlun. Hann nefndi að fleiri hvatar þurfa að vera til staðar fyrir leigusala svo að reglum um umfangsmikla skammtímaleigu sé fylgt. Einnig lagði Ólafur Heiðar áherslu á að eftirlit yrði eflt og að samhæfing eftirlitsaðila yrði bætt.

Hagfræðingurinn velti í lok fundar upp spurningum um hvernig væri hægt að framfylgja takmörkunum á skammtímaleigu. Í máli hans kom fram að hægt væri að setja takmarkanir með erfiðum, en hann nefndi þó nokkrar útfærslur takmarkana. Hægt væri að setja einhvern hámarksfjölda íbúða eða hámarksfjölda eigna á vegum leigusala í skammtímaleigu. Jafnframt nefndi hann mögulegt gjald á íbúðir þar sem enginn hefur skráð lögheimili.

mbl.is

Innlent »

Láðist að kynna sér reglur um fiskveiðar

18:39 Um kl. 23 í gærkvöldi urðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þess varir að norska línuskipið Fiskenes var búið að leggja línu inn fyrir mörk hryggningastoppsvæðisins sem er í gildi um þessar mundir samkvæmt reglugerð Samkvæmt henni eru allar veiðar bannaðar frá 12. apríl til og með 21. apríl. Meira »

Bjóða heimilislausum í páskamat

18:20 „Sonur minn, sem bjó á götunni, lést 15. október síðastliðinn. Ég hafði hitt hann tíu dögum áður og þá töluðum við að ég ætlaði að fara að snúa mér að því að vinna fyrir fólkið á götunni og nú er ég að því,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schram, móðir Þorbjörns Hauks Liljarssonar. Meira »

Spá versnandi færð fyrir austan

18:03 Það gengur í norðanátt með talsverðri rigningu á Austfjörðum annað kvöld, en snjóar á fjallvegum og því versnandi færð þar, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Búið að slökkva eldinn

17:50 Tekist hefur að ráða niðurlögum eldsins í Dalshrauni, sem kviknaði í íbúðarhúsnæði á efri hæð fyrr í dag. Fjórum var komið til bjargar á staðnum. Meira »

Eldsvoði í Dalshrauni

16:10 Allt tiltækt slökkvið hefur verið kallað út vegna elds sem logar í íbúð í Dalshrauni í Hafnarfirði. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðsins var töluverður eldur þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn. Meira »

Klofningur innan SA „fjarstæðukenndur“

15:16 „Þetta er algerlega fjarstæðukennd túlkun. Björn er grandvar maður og ef rétt er haft eftir honum þá þykja mér þessi ummæli einkennileg,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um ummæli Björns Snæbjörnssonar, formanns Starfsgreinasambandsins. Meira »

Gæðabakstur hækkar verð um 6,2%

15:04 Verð á öllum vörum Gæðabaksturs, Ömmubaksturs og Kristjánsbakarís hækka um 6,2% frá og með 1. maí. Í tilkynningu frá framleiðendunum kemur fram að hækkunin sé meðal annars til komin vegna verðhækkunar á hráefnum, svo sem um 30% á hveiti vegna uppskerubrests. Meira »

Stjórnsýslan þurfi að vera fljótari

13:15 Skilvirkara ferli þarf fyrir leyfisveitingar til fiskeldis á Íslandi. Þetta segir Gunnar Davíðsson, sjávarútvegsfræðingur og deildarstjóri atvinnuþróunardeildar Troms-fylkis í Noregi. Löngu ferli fylgi mikill kostnaður, fyrir fyrirtæki en einnig fyrir stjórnsýsluna. Meira »

Framsetning verðhækkana „ósmekkleg“

13:15 „Mér finnst ósmekklegt að setja þetta fram með þessum hætti. Þegar ríki og sveitarfélög setja inn í samninga að þau ætli að halda aftur af sér í verðhækkunum er skrýtið að fyrirtæki á almenna markaðnum ætli að vaða á undan,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Meira »

Segja heimildir og fordæmi til staðar

12:31 Isavia telur sig hafa fullnægjandi lagaheimildir til kyrrsetningar á flugvél Air Lease Corporation vegna skuldar umráðaaðilans WOW air og segir dómafordæmi í málinu. Þetta kemur fram í svari upplýsingafulltrúa Isavia við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Opnað að Dettifossi

10:39 Búið er að opna á ný fyrir umferð að Dettifossi, en svæðinu var upphaflega lokað seinniparinn á mánudaginn vegna asahláku.  Meira »

Vorfæri á skíðasvæðum landsins í dag

09:32 Vel viðrar til skíðaiðkunar víða um land á þessum laugardegi fyrir páskadag. Veður og færð eru ágæt víðast hvar, en höfuðborgarbúar sitja þó eftir þar sem skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli hefur verið lokað þennan veturinn. Meira »

Jóhann framkvæmdastjóri Keilis

09:06 Jóhann Friðrik Friðriksson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Keilis – miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, í stað Hjálmars Árnasonar sem lætur af störfum í sumar eftir 12 ára starf. Meira »

Bókanir í útsýnisflugi sumarsins líta vel út

08:18 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hjá Circle Air á Akureyri, sem býður upp á útsýnisflug og leiguflug um land allt á flugvélum og þyrlum, segir að bókanir í ár líti vel út, þrátt fyrir áberandi tal um samdrátt í ferðaþjónustu. Meira »

Breytt áform ógni enn friðhelgi Saltfiskmóans

07:57 Byggðar verða 50-60 íbúðir við Sjómannaskólann segir í lóðarvilyrði sem borgarstjóri Reykjavíkur undirritaði síðasta mánudag við félagið Vaxtarhús ehf. Þar kemur fram að íbúðirnar á svæðinu skuli flokkast sem „hagkvæmt húsnæði“, sem ungt fólk og fyrstu kaupendur hafa forgang að kaupum á. Meira »

Birgir og Þorsteinn eru hnífjafnir

07:37 Alþingi kemur saman að nýju 29. apríl næstkomandi að loknu 17 daga páskahléi. Samkvæmt starfsáætlun þingsins verður síðasti þingfundur fyrir sumarhlé miðvikudaginn 5. júní. Meira »

Báru fyrir sig hnífa í átökum

07:33 Tveir menn voru handteknir í miðborginni laust eftir klukkan fjögur í nótt en þeir höfðu borið fyrir sig hnífa í átökum. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslum í þágu rannsóknar málsins. Meira »

Víða skúrir á landinu

07:10 Í dag er spáð suðvestan 8 til 15 metrum á sekúndu og víða skúrum en bjart verður að mestu norðaustan- og austantil.  Meira »

Hefði átt að vega þyngra

05:30 Niðurstaðan úr mati hæfnisnefndar um umsækjendur um Landsrétt kom sumum nefndarmanna nokkuð á óvart þegar hún lá fyrir.  Meira »
til sölu volvo
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station. Árg. 2000. Mjög góður bíll. Vel viðhald...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
Skúffa / skófla á traktor
Skófla á þrítengi 140cm. Bakhlið fylgir sem gerir hana að fyrirtaks skúffu. Þe...
Greinakurlarar
Eigum til 15 hp greinakurlara með bensínmótor fyrir allt að 100mm greinar. Öflu...