Meirihluti leyfisskyldrar útleigu leyfislaus

Ólafur Heiðar Helgason greindi frá niðurstöðum greiningar Íbúðalánasjóðs á skammtímaleigu
Ólafur Heiðar Helgason greindi frá niðurstöðum greiningar Íbúðalánasjóðs á skammtímaleigu Ljósmynd/Íbúðalánasjóður

Meirihluti leyfisskyldrar útleigu til skamms tíma virðist leyfislaus samkvæmt greiningu hagdeildar Íbúðarlánasjóðs. Þá hægir verulega á vexti framboðs húsnæðis til skammtímaleigu og vöxtur tekna af skammtímaleigu í gegnum Airbnb hefur verið mun minni fyrstu mánuði þessa árs en undanfarin ár.

Þetta kom fram á hádegisfundi Íbúðalánasjóðs sem haldinn var í dag. Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs, kynnti niðurstöður nýrrar greiningar á áhrifum skammtímaleigu á húsnæði.

Niðurstöðurnar sýna að þrátt fyrir að Airbnb-útleiga sé mest áberandi í 101 Reykjavík, hefur hlutfall landsbyggðarinnar farið vaxandi. Þriðjungur Airbnb íbúða er utan höfuðborgarsvæðisins, en var 10% árið 2016.

Leigusalar græða meira á skammtímaleigu

Um 1.500 íbúðir eða herbergi eru í það mikilli skammtímaleigu að það nýtist ekki sem íbúðahúsnæði. Skammtímaleiga er mest áberandi innan póstnúmersins 101 og eru þar 5% íbúða sem ekki er nýtt sem íbúðahúsnæði vegna umfangsmikillar skammtímaleigu.

Greining hagdeildarinnar segir að um 5-6% hækkun meðalfermetraverðs megi rekja til aukinnar skammtímaleigu, en jafnframt að orsakasamhengið sé erfitt að rekja.

Samkvæmt niðurstöðum greiningarinnar gefa þinglýstir leigusamningar um 200 þúsund krónur í tekjur (ekki er tekið tillit til skatta og annars kostnaðar) fyrir leigusala á mánuði innan 101 og 107 Reykjavík. Skammtímaleiga á sama svæði  gefur um 600 þúsund í tekjur á mánuði að undanskildum sköttum og öðrum kostnaði.

Skráning gistirýma ábótavant

Samkvæmt reglugerð sem tók gildi á síðasta ári ber að skrá allt leiguhúsnæði. Húsnæði sem leigt er út til skamms tíma í 90 daga á ári eða færri og gefur af sér 2 milljónir króna eða minna á ári ber að skrá hjá sýslumanni. Ekki er mikil fyrirhöfn að framkvæma slíka skráningu að sögn Ólafs Heiðars, sem flokkast undir heimagistingu.

Sé skammtímaleiga umfram fyrrnefnd mörk telst það leyfisskyld gististarfsemi og er krafist rekstrarleyfis.

Vísbendingar eru um að veruleg frávik eru í skráningum rýma í skammtímaleigu. Um sex þúsund virkar skráningar eru á Airbnb, þar af eru um 4.700 skráningar í íbúðarhúsnæði. Hinsvegar eru aðeins um 13 hundruð skráðar heimagistingar hjá sýslumanni og um 12 hundruð skráningar skammtímaleigu í atvinnuskyni. Innan við helmingur íbúðarhúsnæðis í skammtímaleigu er því skráð með tilskyldum hætti.

Leggur til umbætur

Ólafur Heiðar sagði á fundinum að þörf væri á að bæta upplýsingaflæði til þess að ná tökum á skammtímaleigu íbúða, til að mynda með samkomulagi við Airbnb um upplýsingamiðlun. Hann nefndi að fleiri hvatar þurfa að vera til staðar fyrir leigusala svo að reglum um umfangsmikla skammtímaleigu sé fylgt. Einnig lagði Ólafur Heiðar áherslu á að eftirlit yrði eflt og að samhæfing eftirlitsaðila yrði bætt.

Hagfræðingurinn velti í lok fundar upp spurningum um hvernig væri hægt að framfylgja takmörkunum á skammtímaleigu. Í máli hans kom fram að hægt væri að setja takmarkanir með erfiðum, en hann nefndi þó nokkrar útfærslur takmarkana. Hægt væri að setja einhvern hámarksfjölda íbúða eða hámarksfjölda eigna á vegum leigusala í skammtímaleigu. Jafnframt nefndi hann mögulegt gjald á íbúðir þar sem enginn hefur skráð lögheimili.

mbl.is

Innlent »

Fimm nýir leikskólar og 750 fleiri pláss

14:08 Stefnt er að því að fjölga leikskólarýmum í Reykjavík um 700-750 á næstu fjórum til fimm árum og tryggja þannig öllum börnum 12 mánaða og eldri leikskólavist í borginni fyrir lok árs 2023. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu stýrihóps um að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Meira »

Aftanákeyrsla á Akureyri

13:56 Ökumaður fólksbíls var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri eftir að hann ók aftan á bíl ferðaþjónustu fatlaðra á Hlíðarbraut á Akureyri á öðrum tímanum í dag. Meira »

Krefst þess að Stundin biðjist afsökunar

13:34 Sendiherra Póllands á Íslandi segir frétt Stundarinnar, um að leiðtogar Póllands hafi marsérað um götur Varsjár í fjölmenngri göngu ásamt nýfasistum, sé móðgandi fyrir pólsku þjóðina. Meira »

500 þúsund vörur á Já.is

13:15 Allt vöruúrval íslenskra vefverslana er nú orðið aðgengilegt á nýjum vef Já.is sem settur var í loftið í dag. Þar má skoða yfir 500 þúsund vörur frá yfir 300 íslenskum vefverslunum og er markmiðið að auðvelda Íslendingum að gera góð kaup á netinu hjá íslenskum kaupmönnum. Meira »

Róðurinn í innanlandsfluginu þungur

13:01 Ásókn millilandaflugfélaganna í starfsfólk, gengi krónunnar og hækkandi olíuverð hefur komið niður á rekstri Flugfélagsins Ernis. Frá þessu er greint á ferðavefnum Túrista, sem segir farþegum í innanlandsflugi hafa farið fækkandi í ár. Meira »

Eldur um borð í báti í Hafnarfirði

12:56 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fyrir skömmu vegna elds um borð í báti í Hafnarfjarðarhöfn. Tveir menn voru um borð þegar eldurinn kom upp. Meira »

Sagafilm hlýtur Hvatningaverðlaun jafnréttismála 2018

12:25 Ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra veitti Sagafilm Hvatningarverðlaun jafnréttismála árið 2018 á fundi um Jafnréttismál sem haldinn var í Háskóla Íslands í morgun. Meira »

Liðkar fyrir flugi til Asíu

11:55 Ákvörðun rússneskra stjórnvalda um að gera ekki lengur kröfu um að íslenskir flugrekendur sem vilja nota Síberíuflug­leiðina haldi jafn­framt uppi beinu áætl­un­ar­flugi til áfangastaðar í Rússlandi breytir engum áætlunum hjá Icelandair. Þetta segir upplýsingafulltrúi Icelandair. Ákvörðunin liðkar hins vegar fyrir áætlunarflugi til Asíu í nánustu framtíð. Meira »

Blaðamannafundur vegna OR-málsins

11:54 Orkuveita Reykjavíkur hefur boðað til blaðamannafundar í dag kl. 15:00 þar sem niðurstaða úttektar innri endurskoðunar á vinnustaðarmenningu og tilteknum starfsmannamálum verður kynnt. Meira »

Mánudags-Margeir gagnrýnir samfélagið

11:41 „Nú fyrir helgi var gefin út viðvörun til íslenskra foreldra í jólabókaflóðinu að þar leyndist stórhættulegur áróðurspési. Hann er skrifaður af konu sem áður var sveitaballadrottning. Í bókinni „Lára fer til læknis” er reynt að telja börnum undir grunnskólaaldri trú um að karlar séu læknar og konur séu hjúkrunarfræðingar.“ Meira »

Andri settur ríkislögmaður í bótanefndinni

11:32 Andri Árnason lögmaður hefur verið skipaður settur ríkislögmaður í bótamálum þeirra sem sýknaðir voru nú haust um aðild að hvarfi Guðmundar og Geirfinns Einarssona. Frá þessi er greint í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Skjánotkun barna er að verða vandamál

11:26 Skjánotkun barna er vaxandi vandamál í hinum vestræna heimi. Við höfum tilhneigingu til að vera alltaf með síma eða tölvur við hendina. Fólk horfir frekar á heiminn í gegnum skjái heldur en að eiga bein samskipti þar sem það horfist í augu og nú er svo komið að mörg börn geta ekki sest að matarborðinu án þess að hafa síma eða tölvu við hendina. Meira »

„Mælirinn er fullur“

11:25 Heiðveig María Einarsdóttir laug blygðunarlaust upp á Sjómannafélag Íslands, veitti félaginu högg neðan beltis og vó að heiðri og sæmd sjómanna. Þetta segir Jón Hafsteinn Ragnarsson, félagsmaður í Sjómannafélaginu og einn þeirra sem skipa trúnaðarmannaráðið sem vék Heiðveigu úr félaginu. Meira »

Niðurstöðurnar kynntar í dag

10:23 Niðurstöður innri endurskoðunar vegna úttektar á vinnustaðamenningu og einstökum starfsmannamálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur verða kynntar stjórum OR og Orku náttúrunnar í dag. Þær verða síðan gerðar opinberar. Meira »

Rannsókn hafin á upptökum eldsins

10:21 „Menn eru núna að gera sig klára til að fara í þessa vettvangsvinnu,“ segir Skúli Jónsson stöðvarstjóri á lögreglustöðinni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Rannsóknardeild lögreglunnar í Hafnarfirði og tæknideild lögreglu hefja núna í birtingu rannsókn á upptökum eldsins á Hvaleyrarbraut. Meira »

Hlutur kirkjunnar fer minnkandi

10:17 Samkvæmt Þjóðskrá Íslands stofnuðu 162 einstaklingar til hjúskapar í október en 85 einstaklingar skildu. Hlutur Þjóðkirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi síðari ár. Meira »

Ungbörn fjórðungur þeirra í garðinum

08:28 Fyrir um 200 árum dó um fjórðungur allra barna hér á landi áður en þau náðu eins árs aldri. Með nokkrum veigamiklum breytingum þegar kemur að hreinlæti og næringu breyttist þetta hins vegar mikið. Þessi mikli ungbarnadauði kemur vel í ljós þegar listi yfir látna í Víkurgarði er skoðaður. Meira »

Er ekki afsal á forræði auðlindarinnar

08:19 Ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar segir fjarstæðukennt að halda því fram að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér að Íslendingar verði neyddir til þess að samþykkja sæstreng. Meira »

Dreifðu límmiðum á höfuðborgarsvæðinu

08:05 Ungir jafnaðarmenn fóru um höfuðborgarsvæðið í gær og dreifðu límmiðum með jákvæðum skilaboðum í garð flóttafólks og hælisleitenda sem vilja setjast að hér á landi. Er þessi gjörningur andspyrna við öfl sem hafa upp á síðkastið dreift hatursáróðri gegn þessum viðkvæmu hópum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið, segir í tilkynningu. Meira »
Gullsmári Kópavogi
Til leigu er mjög góð 2 herb.reyklaus þjónustuíbúð fyrir 60 ára og eldri á 7. hæ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
íbúð með sérinngangi eða sérbýli óskast.
Ábyrg og snyrtileg fjögurra manna fjölsk. óskar eftir húsnæði í Reykjavik og nág...