Staða kynjanna að jafnast

Mikil stemning var í miðborg Reykjavíkur er konur á öllum …
Mikil stemning var í miðborg Reykjavíkur er konur á öllum aldri fjölmenntu til að halda upp á kvennafrídaginn hálfum fjórða áratug eftir að sá fyrsti olli straumhvörfum í jafnréttisbaráttunni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Kynjahlutfall í nefndum á vegum ráðuneytanna hefur aldrei verið jafnara, bæði hvað varðar hlutfall í nefndum skipuðum á starfsárinu 2017 og í öðrum starfandi nefndum árið 2017.

Kemur það fram í skýrslu Jafnréttisstofu sem kom út í gær, en þetta er í sjötta sinn sem Jafnréttisstofa gefur út skýrslu um stöðu kynjanna í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ráðuneytanna. Samtals störfuðu 3.270 manns í nefndum ráðuneytanna árið 2017, 1.558 konur og 1.712 karlar. Er hlutur kvenna því 48% á móti 52% hlut karla.

Nokkur munur er á hlutföllum milli ráðuneyta en öll ná þó 40% viðmiðunarmarkinu. Mestur er munurinn hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, eða 59% hlutfall karla á móti 41% kvenna. Á hinn bóginn er hlutfallið jafnast hjá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, 51% konur og 49% karlar, að því er fram kemur í umfjöllun um skýrsluna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert