Tóku sólinni opnum örmum

Ferðamenn við Gullfoss í blíðskaparveðri.
Ferðamenn við Gullfoss í blíðskaparveðri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þar kom að því að allir landsmenn fengu að njóta sólarinnar. Sú gula lét sjá sig um allt land í dag og þótt ekki hafi verið mjög hlýtt þar sem vind­ur stend­ur af hafi komst hiti á nokkrum stöðum yfir 20 gráður. Mesti hiti á landinu í dag mældist í Árnesi, 20,7 gráður. 

Ljósmyndari mbl.is var á ferðinni um Suðurlandið sem skartaði sínu fegursta í sumarblíðunni. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, nýttu tækifærið og skoðuðu Gullfoss og snorkluðu í Silfru, svo fátt eitt sé nefnt. 

Það var kannski eins gott að gera sem mesta úr deginum þar sem útlit er fyrir heldur leiðinlegt veður, að minnsta kosti sunnan- og vestanlands, næstu daga. Búast má við vaxandi sunnanátt í nótt, 8-15 metrum á sekúndu og rigningu um landið vestanvert. 

Þá segir í athugasemd veðurfræðings að varasamt verði fyrir létt farartæki og tengivagna sem taka á sig vind að vera á ferðinni á morgun á norðanverðu Snæfellsnesi og á Vestfjarðakjálkanum, einkum annað kvöld. 

Íbúar á Austurlandi og Norðausturlandi mega hins vega áfram búast við bjartviðri og hlýindum, allt að 18 stigum. 

Silfra skartaði sínu fegursta í sólinni í dag.
Silfra skartaði sínu fegursta í sólinni í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
Göngustígurinn að Gullfossi var þétt skipaður stóran hluta dags.
Göngustígurinn að Gullfossi var þétt skipaður stóran hluta dags. mbl.is/Kristinn Magnússon
Á góðviðrisdögum er óhætt að fara sem næst fossinum.
Á góðviðrisdögum er óhætt að fara sem næst fossinum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Við Gullfoss.
Við Gullfoss. mbl.is/Kristinn Magnússon
Snorklað í Silfru í sólinni.
Snorklað í Silfru í sólinni. mbl.is/Kristinn Magnússon
Útsýnið var svo sannarlega fagurt á þar til gerðum palli.
Útsýnið var svo sannarlega fagurt á þar til gerðum palli. mbl.is/Kristinn Magnússon
Höfuðborgarbúar nutu dagsins, meðal annars í Hljómskálagarðinum.
Höfuðborgarbúar nutu dagsins, meðal annars í Hljómskálagarðinum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Tveir litlir vinir, misloðnir þó, nutu veðurblíðunnar í dag.
Tveir litlir vinir, misloðnir þó, nutu veðurblíðunnar í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert