Virðir Gylfa fyrir að stíga til hliðar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. mbl.is/Árni Sæberg

„Fyrstu viðbrögð eru bara þau að það er gott að þetta sé komið á hreint,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, inntur eftir viðbrögðum við þeirri ákvörðun Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, að bjóða sig ekki fram til endurkjörs á þingi Alþýðusambandsins í október.

„Ég held það sé gott fyrir hreyfinguna að þurfa ekki að fara í uppgjör í haust og ég virði Gylfa fyrir að stíga fram nú. Það gefur okkur tíma til að endurskipuleggja okkur og vinna saman fram að næsta þingi,“ segir Ragnar. 

Gylfi hefur verið forseti Alþýðusambandsins frá árinu 2008 en hann hefur starfað hjá ASÍ frá árinu 1989.

Aðspurður segist hann ekki líta svo á að hann hafi átt þátt í að flæma Gylfa úr starfi. „Ég held að menn geri sér grein fyrir því að þegar þú nýtur ekki stuðnings stærstu félaganna þá hljóti menn að hugsa sinn gang.“ Nýr forseti þurfi að hlusta á félögin og þær kröfur um breytingar sem hafa verið í samfélaginu. Gylfa hafi ekki tekist að vinna með þær breytingar sem orðið hafa í stjórn stéttarfélaganna á undanförnum árum.

Þá segir Ragnar að gríðarlegar áskoranir standi frammi fyrir verkalýðshreyfingunni. Úrskurðir kjararáðs og launaskrið efsta lagsins í samfélaginu geri það að verkum að fram undan séu erfiðustu kjarasamningar verkalýðshreyfingarinnar fyrr og síðar.

Gylfi og Ragnar, fyrir miðju, á fundi í vor þar ...
Gylfi og Ragnar, fyrir miðju, á fundi í vor þar sem tilkynnt var að karasamningum ASÍ og SA yrði ekki sagt upp. Hanna Andrésdóttir

Ragnar segist líta á það sem hlutverk sitt að koma að því að finna arftaka Gylfa. „Það er mín draumasýn að það komi einstaklingur sem hlusti á félagsmenn og hina nýju orðræðu en geti líka sameinað þá sem hafa verið fylgjandi forsetanum. Svo verður bara að sjá hvort það tekst.“

Nafn Drífu Snædal, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, hefur jafnan borið á góma þegar rætt er um mögulegan arftaka Gylfa Arnbjörnssonar í formannsstól Alþýðusambandsins. Þrátt fyrir tal um utanaðkomandi formannsframboð segir Ragnar aðspurður að Drífa gæti orðið sterkur kandídat. Það sé þó ótímabært að ræða nöfn eins og staðan er nú.

Á þingi Alþýðusambandsins í október verður nýr formaður kjörinn en auk þess eru kosnir tveir varaforsetar sambandsins. Hefð er fyrir að formenn aðildarfélaga ASÍ gegni þeim embættum, en Ólafía B. Rafnsdóttir, fyrrverandi formaður VR, var til að mynda fyrsti varaforseti sambandsins. Hún sagði af sér sem slíkur eftir að hafa beðið lægri hlut gegn Ragnari í formannskosningu VR árið 2013.

Ragnar segir koma til greina að bjóða sig fram í það embætti. Það velti þó á hverjir verða í framboði. „Ef formaður ASÍ verður karl tel ég til dæmis rétt að fyrsti varaforseti verði kona.“

mbl.is

Innlent »

Vill loka íslenskum sendiráðum

18:05 „Sendiráð hafa vafalaust verið nauðsynleg fyrr á öldum og fram eftir 20. öldinni. En nú eru samgöngur á milli landa svo tíðar og auðveldar og fjarfundabúnaðir svo fullkomnir að það er ástæðulaust fyrir örþjóð eins og okkur að hafa slík útibú í öðrum löndum. Þeir sem þar starfa hafa í flestum tilvikum ekkert að gera.“ Meira »

Harmar tilhæfulausar ásakanir ljósmóður

17:30 Samninganefnd ríkisins harmar að fulltrúi ljósmæðra kjósi að setja fram tilhæfulausar aðdróttanir í frétt sem birtist á mbl.is. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Gunnar Björnsson, formaður nefndarinnar, sendir mbl.is. Meira »

Þingvallavegur opnaður á ný eftir slys

16:21 Umferðarslys varð á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, laust fyrir klukkan 16 i dag. Þrír hafa verið fluttir á slysadeild, þar af einn alvarlega slasaður. Meira »

Gjaldið verst fyrir minni fyrirtæki

16:15 „Þetta hefur miklu alvarlegri áhrif á rekstur smárra fyrirtækja, þessi aðgangseyrir. Þetta skekkir mjög alla eðlilega og heiðarlega samkeppni,“ segir eigandi ferðaþjónustunnar Steinferðir ehf. en hann þurfti að hætta ferðum upp á Leifs­stöð eft­ir að Isa­via lagði gjald á af­not af fjarstæðum. Meira »

Slá skjaldborg um fæðingardeildina

14:49 Boðað hefur verið til samstöðufundar með ljósmæðrum við fæðingardeild Landspítalans klukkan tólf á hádegi á morgun. Að fundinum stendur stuðningshópur ljósmæðrasem hefur þegar staðið fyrir á annan tug mótmælafunda. Meira »

Í gæsluvarðhald til mánudags

14:35 Karlmaður sem handtekinn var á Svalbarðseyri í gærmorgun var um hádegi í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til mánudags.  Meira »

Áhrifin vart merkjanleg

13:30 Mælingar Umhverfisstofnunar sýna að áhrif útblásturs af völdum skemmtiferðaskipa í miðbæ Akureyrar voru mjög lítil og vart merkjanleg, utan við örfáa toppa sem voru þó allir vel undir heilsuverndarmörkum. Meira »

Ró yfir fæðingardeildum

12:44 Aðeins hefur ein beiðni um undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra borist síðasta sólarhringinn. Þetta segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, sem situr í undanþágunefndinni fyrir hönd ljósmæðra. Meira »

Lögregluaðgerð í Grafarholti

12:17 Lögregluaðgerð var í gangi við Þórðarsveig í Grafarholti um hádegi í dag. Fjöldi lögreglubíla og sjúkrabíll var á vettvangi. Slökkviliðið getur ekki gefið upplýsingar um málið aðrar en þær að einn hafi verið fluttur á sjúkrahús með minni háttar meiðsl. Meira »

Jafnan veitt án nærveru forseta

11:54 Forseti Íslands veitir hina íslensku fálkaorðu en við opinberar heimsóknir ytra er hún að jafnaði afhent orðuhafa án þess að forseti sé nærri. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá embætti forseta Íslands. Meira »

Hafmeyjan kemst ekki á stallinn fyrir bleytutíð

10:59 „Það voru meiri skemmdir á henni en við bjuggumst við, hún hafði lent á grjóti og húðin, sem er á svona bronsstyttum, rispaðist á sporðinum að framanverðu. Búið er að gera við hana og hún hefur verið tilbúin síðan í febrúar,“ segir Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur. Meira »

Hrókurinn fagnar 15 árum

10:30 Hrókurinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, bjóða í opið hús í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn, í dag. Meira »

Fjórtán sóttu um – þrír hættu við

10:05 Fjórtán sóttu um stöðu sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar en þrír umsækjendur drógu umsókn sína til baka.  Meira »

Koma þingforsetans rædd fyrir ári

09:48 Enginn þeirra þingmanna sem sitja í forsætisnefnd Alþingis telja að þeir hefðu gert athugasemd við aðkomu Piu Kjærsgaard að fullveldisafmælinu, lítandi til baka, nema Jón Þór Ólafsson. „Aldrei dottið það í hug. Ég er ekki að fá einstaklinginn, ég er að fá forseta þingsins,“ segir Brynjar Níelsson. Meira »

Kirkjugarður fannst á Utanverðunesi í Skagafirði

09:00 Forn kirkjugarður fannst á Utanverðunesi í Skagafirði við fornleifauppgröft í sumar. Gröfturinn er hluti Skagfirsku kirkju- og byggðasögurannsóknanna í Hegranesi, sem fara nú fram fjórða árið í röð. Meira »

Svæðið á hreyfingu fyrir skriðu

08:16 Fyrstu athuganir gefa til kynna að um sjö milljónir rúmmetra „vanti“ í hlíðar Fagraskógarfjalls ofan skriðtungunnar og dalbotnsins. Útbúið hefur verið landlíkan af skriðunni byggt á ljósmyndum sem teknar voru úr þyrlu, GPS mælingum og mælingum með TLS-leysitæki. Meira »

Ljósmæður á hlaupum um allt land

07:45 „Við reynum bara að taka á þessu eins og við getum,“ sagði Anna Björnsdóttir, deildarstjóri á kvennadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi, um ástandið vegna kjaradeilu ríkisins og ljósmæðra. Meira »

Meðalhitinn í júlí 9,9 stig

07:39 Meðalhiti í Reykjavík fyrstu tuttugu daga júlímánaðar er 9,9 stig. Það er 0,6 stigum neðan meðaltals áranna 1961-1990, og 2,0 neðan meðaltals sömu daga síðustu tíu ára. Meira »

Kólnar heldur næstu daga

07:12 Það kólnar heldur næstu daga en síðan fer hlýnandi aftur um miðja næstu viku, segir veðurfræðingur Veðurstofu Íslands.   Meira »
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
VW Fox ágerð 2007
Til sölu vel með farinn VW Fox árg. 2007 ekinn ca. 110.þús Allur nýyfirfarinn og...