Ekkert erindi vegna dýrareglugerðarinnar

Ætli þennan hvutta langi á kaffihús? Leyfa má dýr í ...
Ætli þennan hvutta langi á kaffihús? Leyfa má dýr í sama rými og kælir eru með pökkuðum matvæli og tilreiða má tilbúin matvæli bak við afgreiðsluborð. AFP

Engin veitingastaður eða kaffihús í Reykjavík hefur tilkynnt heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að þeir hyggist heimila hunda eða ketti í sínum húsakynnum frá því að Matvælastofnun gaf út leiðbeiningar með reglugerð sem heimilar dýr á veitinga- og kaffihúsum. Þetta segir Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Eitt af síðustu embættisverkum Bjartar Ólafsdóttur í embætti umhverfisráðherra var að leyfa dýrahald á kaffihúsum. Þeir eigendur kaffihúsa í Reykjavík sem hugðust í kjölfarið heimila gæludýr gagnrýndu hins vegar fljótt að illmögulegt væri að uppfylla skilyrði heilbrigðiseftirlitsins. Heilbrigðiseftirlitið taldi lögin hins vegar óskýr og óskaði eftir leiðbeiningum frá Matvælastofnun um túlkun reglugerðarinnar, sem stofnunin sendi frá sér í síðasta mánuði.

„Með þessum leiðbeiningum sem að við kölluðum eftir þá er búið að liðka þetta til,“ segir Óskar. „Við höfum þó ekki fengið neitt erindi eftir að leiðbeiningarnar komu.“

Ekki kókflaska í kæli leyfileg

Nokkrir kaffihúsaeigendur sem mbl.is ræddi við töldu nýju leiðbeiningarnar óskýrar. Björn Hauks­son, eig­anda Kaffi Lauga­lækj­ar, sem ætlaði að heim­ila hunda á kaffi­húsi sínu í vetur sagði í samtali við mbl.is að hann hefði lesið yfir leiðbeiningarnar og fannst þær jákvæðar. Bjarni kvaðst þó ekki vera komin á stað á nýjan leik, heldur ætlaði hann að sjá til hvort að leiðbeiningarnar breyttu einhverju.

Óskar segir leiðbeiningarnar skýra reglugerðina og liðka. „Eins og þetta var skilið eftir í reglugerðunum þá mátti ekki einu sinni vera kókflaska í kæli,“ segir hann. Leiðbeiningarnar segi hins vegar að heimilt sé að vera með pökkuð matvæli í kæliborði í veitingasalnum. Eins megi meðhöndlun matvæla nú eiga sér stað bak við afgreiðsluborð samkvæmt leiðbeiningunum.  

„Þetta var þannig eins og orðanna hljóðan var í reglugerðinni og matvælareglugerðinni að ekki mætti vera dýr í sama rými og verið væri að geyma matvæli, jafnvel þó að þau væru í lokuðum umbúðum. Það er búið að rýmka þetta allt saman,“ segir Óskar.

Má meðhöndla matvæli bak við afgreiðsluborð

Dýrin mega ekki komast bak við afgreiðsluborðið, en meðhöndlun matvæla má nú eiga sér þar stað þó að dýr fái að í veitingasalnum. „Það er búið að opna fyrir það,“ segir hann. Er í leiðbeiningunum tilgreint að með meðhöndlun sé átt við samsetningu tilbúinna matvæla s.s. samloku, salats, hitun tilbúinna matvæla sem ekki er verið að elda frá grunni, skömmtun á kökum, brauðmeti og öðrum réttum. Óskar bendir þó á að ekki megi vera galopið inn í eldhús.

Bjór á dælu, kaffibaunir og te má hins vegar geyma og afgreiða í sama rými og dýrin hafa aðgang að.

Þeir staðir sem bjóða upp á sjálfsafgreiðslu á matvælum, t.d. með því að hafa hlaðborð eða salatbar, mega ekki heimila dýr í þeim hluta staðarins. „Þetta þýðir að það má ekki hafa salatbar frammi sem að dýrin geta hlaupið í kringum og annað því um líkt,“ útskýrir Óskar.

Rekstraraðili ber sömuleiðis ábyrgð á að matvælin séu tryggð fyrir mengun af völdum dýranna og þurfi að vera sýnilegar reglur sem þar um. „Það þurfa að vera skilgreind viðbrögð við því hvað eigi að gera ef dýr komast í snertingu við matvæli og slíkt ber að skrá, þannig að þetta er smá umhirða fyrir rekstraraðila.

Þá er líka núna heimilt að brynna dýrum úr ílátum sem eigandi hefur með sér, eða sem rekstraraðili leggur til,“ segir Óskar, en kveður þvott þeirra íláta þó verða að vera aðskilinn þvotti á matarílátum.

mbl.is

Innlent »

Greiddu sektina og báðust afsökunar

13:53 Er­lendu ferðamennirnir sem gerðust sekir um ólöglegan utanvegaakstur í gærkvöldi mættu á lögreglustöðina á Selfossi nú fyrir stuttu og greiddu sekt sem þeim var gerð vegna þeirra náttúruspjalla sem aksturinn olli. Hvor ökumaður þurfti að greiða 200 þúsund krónur. Meira »

Samfylkingin leitar að framkvæmdastjóra

13:07 Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands, hefur auglýst eftir umsækjendum um starf framkvæmdastjóra flokksins. Í auglýsingunni kemur fram að framkvæmdastjórinn beri ábyrgð á daglegum rekstri flokksins og fjárreiðum auk þess að efla aðildarfélög og grasrót félagsins. Meira »

Leyfilegt magn áfengis í blóði lækkað

12:40 Leyfilegt hámarksmagn vínanda í blóði ökumanns verður lækkað úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill samkvæmt nýju frumvarpi til umferðarlaga og er kveðið á um bann við að afhenda eða selja ökumanni eldsneyti sé hann undir áhrifum áfengis eða ávana- eða fíkniefna. Meira »

Lög á yfirvinnubann kæmu ekki á óvart

11:42 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segist ekki hafa áhyggjur af því að lög verði sett á yfirvinnubann ljósmæðra, sem taka á gildi aðfaranótt miðvikudags. Slíkt kæmi þó ekki á óvart með hliðsjón af sögunni. Meira »

Býðst að ljúka málinu með sektargreiðslu

11:15 Erlendu ferðalöngunum sem festu bíla sína í drullu eftir utanvegaakstur í gær býðst nú að ljúka málinu með greiðslu sektar, segir Elís Kjartansson lögreglufulltrúi í samtali við mbl.is. Meira »

Kópavogur með kynningu í New York

10:10 „Það er ný nálgun hjá okkur að mæla árangur þar sem ekki er unnið út frá efnahagslegum forsendum heldur félagslegum þáttum. Teknir eru út þættir sem við viljum mæla og varða líðan íbúa,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, sem kynnti notkun á vísitölu félagslegra framfara í New York. Meira »

Drápu tugi dýra með sveðjum og kylfum

09:51 Æstur múgur í Indónesíu vopnaður kylfum og sveðjum slátraði tæplega 300 krókódílum í hefndaraðgerð eftir að maður hafði verið drepinn af krókódíl. Þetta staðfesta yfirvöld á staðnum. Meira »

Óskuðu eftir duglegri og hressri stúlku

09:45 „Það má í raun segja að þetta hafi verið algjört hugsunarleysi hjá okkur,“ segir Einar Sigfússon, eigandi veiðihússins við Haffjarðará, um atvinnuauglýsingu sem fyrirtækið birti fyrir helgi. Meira »

Búist er við allt að 5.000 gestum

09:30 „Viðmið okkar um væntanlegan fjölda gesta eru hófleg,“ segir Einar Á. E. Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Alþingismenn koma saman til fundar á Lögbergi nú á miðvikudaginn og er það í tilefni af fullveldisafmælinu. Meira »

Skilorðsbundinn dómur vegna tafa

09:05 Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun í Hafnarfirði. Rannsókn málsins hófst vorið 2014 og voru tveir grunaðir um aðild að málinu, Jan Andrzej Morsztyn og Kristján Haukur Einarsson. Þeir sögðust báðir hafa staðið einir að ræktuninni og hinn hefði ekki vitað af henni. Meira »

Lýstu eftir bæjarfulltrúa

08:10 Lýst var eftir Karen Elísabetu Halldórsdóttur, bæjarfulltrúa í Kópavogi, í Vídeó-markaðnum í Kópavogi fyrir helgi.  Meira »

Ríkisstjórnin fundar í Snæfellsbæ

07:28 Ríkisstjórnarfundur verður haldinn að Langaholti í Snæfellsbæ í dag, mánudaginn 16. júlí. Að loknum ríkisstjórnarfundi mun ríkisstjórnin funda með fulltrúum sveitarstjórna á Vesturlandi. Meira »

„Blessuð sólin tekur að skína“

06:55 Á morgun er spáð ágætisveðri með talsverðu sólskini á landi víðast hvar. Hiti verður með ágætum, segir veðurfræðingur. Ólíklegt er að þessi blíða standi lengi yfir. Meira »

Fleiri karlar vilja verða bæjarstjórar

05:46 Karlar eru tveir af hverjum þremur umsækjendum um þær bæjar- og sveitarstjórnarstöður sem auglýstar hafa verið vítt og breitt um landið frá sveitarstjórnarkosningunum 26. maí síðastliðinn. Meira »

Göngufólk varð strand á Ströndum

05:39 Neyðarkall barst frá átján manna gönguhópi í gærkvöldi eftir að hann hafði lent í hrakningum á leið í Meyjardal á Ströndum. Mjög hafði vaxið í Meyjará sem fólkið hugðist fara yfir og komst það ekki leiðar sinnar. Meira »

Matvælaframleiðsla verði áfram tryggð

05:30 Ríkið þarf að móta stefnu varðandi eignarhald á jörðum og til greina kemur að sveitarfélög ákvarði með aðal- og deiliskipulagi að taka frá svæði til matvælaframleiðslu. Þetta segir Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »

Mæður veikra barna sendar heim

05:30 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að það kæmi sér ekki á óvart yrðu lög sett á yfirvinnubann ljósmæðra sem boðað hefur verið á miðvikudaginn. Meira »

Handtóku óvelkominn mann

05:15 Íbúi í austurhluta Reykjavíkur óskaði aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi vegna manna sem væru óvelkomnir í húsinu hans. Meira »

Með fleiri hæðarmetra í farteskinu nú

Í gær, 22:45 „Ég er búin að vera að hlaupa markvisst í um 20 ár og keppa aðallega í götuhlaupum. Ég hef alltaf aðeins tekið utanvegahlaup með en hef verið að gera meira af því undanfarin tvö til fjögur ár,“ segir Rannveig Oddsdóttir. Hún náði besta tíma íslenskrar konu frá upphafi í Laugavegshlaupinu í gær. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Vinningar upp í 6 milljónir!!!
Nú eru komnir skafmiðar með vinningum upp í 6 milljónir!!! Farðu á * www.superl...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
SÆT ÍBÚÐ T. LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Til leigu vel búnin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvalla...