Ekkert erindi vegna dýrareglugerðarinnar

Ætli þennan hvutta langi á kaffihús? Leyfa má dýr í ...
Ætli þennan hvutta langi á kaffihús? Leyfa má dýr í sama rými og kælir eru með pökkuðum matvæli og tilreiða má tilbúin matvæli bak við afgreiðsluborð. AFP

Engin veitingastaður eða kaffihús í Reykjavík hefur tilkynnt heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að þeir hyggist heimila hunda eða ketti í sínum húsakynnum frá því að Matvælastofnun gaf út leiðbeiningar með reglugerð sem heimilar dýr á veitinga- og kaffihúsum. Þetta segir Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Eitt af síðustu embættisverkum Bjartar Ólafsdóttur í embætti umhverfisráðherra var að leyfa dýrahald á kaffihúsum. Þeir eigendur kaffihúsa í Reykjavík sem hugðust í kjölfarið heimila gæludýr gagnrýndu hins vegar fljótt að illmögulegt væri að uppfylla skilyrði heilbrigðiseftirlitsins. Heilbrigðiseftirlitið taldi lögin hins vegar óskýr og óskaði eftir leiðbeiningum frá Matvælastofnun um túlkun reglugerðarinnar, sem stofnunin sendi frá sér í síðasta mánuði.

„Með þessum leiðbeiningum sem að við kölluðum eftir þá er búið að liðka þetta til,“ segir Óskar. „Við höfum þó ekki fengið neitt erindi eftir að leiðbeiningarnar komu.“

Ekki kókflaska í kæli leyfileg

Nokkrir kaffihúsaeigendur sem mbl.is ræddi við töldu nýju leiðbeiningarnar óskýrar. Björn Hauks­son, eig­anda Kaffi Lauga­lækj­ar, sem ætlaði að heim­ila hunda á kaffi­húsi sínu í vetur sagði í samtali við mbl.is að hann hefði lesið yfir leiðbeiningarnar og fannst þær jákvæðar. Bjarni kvaðst þó ekki vera komin á stað á nýjan leik, heldur ætlaði hann að sjá til hvort að leiðbeiningarnar breyttu einhverju.

Óskar segir leiðbeiningarnar skýra reglugerðina og liðka. „Eins og þetta var skilið eftir í reglugerðunum þá mátti ekki einu sinni vera kókflaska í kæli,“ segir hann. Leiðbeiningarnar segi hins vegar að heimilt sé að vera með pökkuð matvæli í kæliborði í veitingasalnum. Eins megi meðhöndlun matvæla nú eiga sér stað bak við afgreiðsluborð samkvæmt leiðbeiningunum.  

„Þetta var þannig eins og orðanna hljóðan var í reglugerðinni og matvælareglugerðinni að ekki mætti vera dýr í sama rými og verið væri að geyma matvæli, jafnvel þó að þau væru í lokuðum umbúðum. Það er búið að rýmka þetta allt saman,“ segir Óskar.

Má meðhöndla matvæli bak við afgreiðsluborð

Dýrin mega ekki komast bak við afgreiðsluborðið, en meðhöndlun matvæla má nú eiga sér þar stað þó að dýr fái að í veitingasalnum. „Það er búið að opna fyrir það,“ segir hann. Er í leiðbeiningunum tilgreint að með meðhöndlun sé átt við samsetningu tilbúinna matvæla s.s. samloku, salats, hitun tilbúinna matvæla sem ekki er verið að elda frá grunni, skömmtun á kökum, brauðmeti og öðrum réttum. Óskar bendir þó á að ekki megi vera galopið inn í eldhús.

Bjór á dælu, kaffibaunir og te má hins vegar geyma og afgreiða í sama rými og dýrin hafa aðgang að.

Þeir staðir sem bjóða upp á sjálfsafgreiðslu á matvælum, t.d. með því að hafa hlaðborð eða salatbar, mega ekki heimila dýr í þeim hluta staðarins. „Þetta þýðir að það má ekki hafa salatbar frammi sem að dýrin geta hlaupið í kringum og annað því um líkt,“ útskýrir Óskar.

Rekstraraðili ber sömuleiðis ábyrgð á að matvælin séu tryggð fyrir mengun af völdum dýranna og þurfi að vera sýnilegar reglur sem þar um. „Það þurfa að vera skilgreind viðbrögð við því hvað eigi að gera ef dýr komast í snertingu við matvæli og slíkt ber að skrá, þannig að þetta er smá umhirða fyrir rekstraraðila.

Þá er líka núna heimilt að brynna dýrum úr ílátum sem eigandi hefur með sér, eða sem rekstraraðili leggur til,“ segir Óskar, en kveður þvott þeirra íláta þó verða að vera aðskilinn þvotti á matarílátum.

mbl.is

Innlent »

Einn á slysadeild eftir umferðarslys

11:33 Einn var fluttur á slysadeild eftir umferðaróhapp á ellefta tímanum á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar í Reykjavík þegar tveir bílar lentu saman. Meira »

Fagna því að fá göngin í ríkiseigu

11:33 Bæjarstjórn Akraness fagnar þeim áfanga sem verður í lok þessa mánaðar, þegar Spölur skilar Hvalfjarðargöngum fullfjármögnuðum til ríkisins tuttugu árum eftir að göngin voru opnuð til umferðar þann 11. júlí 1998. Meira »

Endurvekja þarf traust OR

11:04 Bæjarstjórn Akraness harmar þá stöðu sem upp er komin í starfsmannamálum Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og leggur áherslu á að nýhafin rannsókn á vinnustaðamenningu innan fyrirtækisins verði til lykta leidd með fagmannlegum hætti og úrbætur gerðar. Meira »

Dæmdur fyrir hótanir gegn dýralæknum

11:01 Karlmaður á fimmtugsaldri var í gær dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir grófar og heiftúðugar hótanir gegn starfsfólki á dýralæknastöð eftir að hann fór með hund í skoðun þar. Þá var hann einnig fundinn sekur um að hafa flutt inn til landsins tvo brúsa af piparúða og stera. Meira »

Missum ungt fólk af vinnumarkaði

10:55 „Við erum að missa ungt fólk af vinnumarkaði og svipta það tækifærum í lífinu,“ segir blaðakonan Guðrún Hálfdánardóttir um stöðu geðheilbrigðismála sem hún hefur fjallað ítarlega um að undanförnu. Þetta sé hægt að koma í veg fyrir ef fólk fær svigrúm, stuðning og rétta aðstoð tímanlega. Meira »

13% heimila í vanskilum

10:52 Heimilum sem eru í vanskilum hefur fækkað mikið en ríflega þriðjungur heimila átti erfitt með að ná endum saman árið 2016 sem er mikil fækkun frá 2011 þegar um helmingur heimila átti erfitt með að ná endum saman. Meira »

Fái gjafsókn vegna kynferðisbrota

10:44 Lagt hefur verið fram nýtt þingmál sem veitir þolendum í heimilisofbeldis- og kynferðisbrotamálum rétt til gjafsóknar. Fyrsti flutningsmaður er Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Meira »

Skýrsla Hannesar um hrunið komin á netið

10:32 Skýrsla Hann­esar Hólm­steins Giss­ur­ar­sonar, pró­fess­ors í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands um er­lenda áhrifaþætti banka­hruns­ins er komin á netið. Hannes af­henti fjár­málaráðherra skýrsluna í gær eftir um fjög­ur ára vinnu. Meira »

Felldi þrjú dýr á mínútu

10:30 Skytturnar og veiðiklærnar Harpa Þórðardóttir og Bára Einarsdóttir, sem keppti nýlega á heimsmeistaramótinu fyrir Íslands hönd í liggjandi riffli, komu í síðdegisþátt K100 til að segja frá veiðiævintýrum sínum út um allan heim og veiðiklúbbnum sínum T&T International. Meira »

Keppa í iðngreinum á Euroskills

10:24 Átta ungir Íslendingar hófu keppni á Euroskills í Búdapest í dag. Þar er keppt í fjölbreyttum iðngreinum, en Íslendingarnir keppa í rafvirkjun, rafeindavirkjun, málmsuðu, trésmíði, grafískri hönnun, bakstri, framleiðslu og matreiðslu. Meira »

Lofar safaríkum sögum frá Íslandi

09:47 Bruce Dickinson, söngvari hins goðsögulega málmbands Iron Maiden og flugstjóri með meiru, mun troða upp í Hörpu sunnudaginn 16. desember næstkomandi. Ekki er um tónleika að ræða, heldur einskonar eins manns leikhúsgjörning eða spjallsýningu undir yfirskriftinni, Hið talaða orð (Spoken Word). Meira »

Kærð fyrir að rannsaka ekki kynferðisbrot

09:30 Lögmaður hefur lagt fram kæru til ríkissaksóknara og héraðssaksóknara vegna málsmeðferðar lögreglu eftir tilkynningar barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar um möguleg kynferðisbrot föður stúlknanna. Telur lögmaður málsmeðferðina hafa verið óeðlilega og tilkynningar um brot ekki rannsökuð. Meira »

Innkalla loftljós

09:19 IKEA er að innkalla CALYPSO-loftljós með ákveðna dagsetningarstimpla vegna hættu á að glerkúpullinn losni.  Meira »

Tafir á umferð vegna sjúkraflutninga

08:54 Tafir eru á umferð inn til Reykjavíkur og að Landspítalanum vegna sjúkraflutnings af landsbyggðinni.   Meira »

Hálka í Borgarfirði

08:52 Á Vesturlandi eru hálkublettir nokkuð víða eins og til dæmis á Þjóðvegi 1 frá Borgarnesi í Baulu, á Mýrum, Bröttubrekku og við Hvanneyri. Meira »

Afar dræm kosningaþátttaka 20-24 ára

08:39 Kosningaþátttaka var heldur meiri í sveitarstjórnarkosningunum í vor heldur en 2014 en kjörsóknin var mest í Árneshreppi en minnst í Reykjanesbæ. Aðeins 48% fólks á aldrinum 20-24 ára nýtti sér kosningaréttinn. Meira »

Sér ýmislegt jákvætt við frumvarpið

08:38 Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir ýmsa jákvæða þætti í frumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ti laga um veiðigjald, sem lagt var fram í gær. Meira »

Hálkublettir á Mýrum

08:25 Hálkublettir eru á Mýrum og Bröttubrekku, eins eru hálkublettir í Mývatnssveit, Mývatns- og Möðrudalsöræfum, á Dettifossvegi, Fjarðarheiði og Vopnafjarðarheiði. Meira »

Kringlan leiðandi í stafrænni verslun

08:18 „Kringlan ætlar að verða leiðandi í stafrænni verslun. Næstu tólf mánuði munum við kynna til sögunnar þætti sem lúta að stafrænni þjónustu hér í húsinu og eins á netinu,“ sagði Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. „Takmarkið er að fólk geti verið með Kringluna á netinu og skoðað vöruúrvalið sem boðið er upp á í húsinu.“ Meira »
Málarar
Málarar. Faglærðir málar geta bætt við sig verkefnum. Öll almenn málningarþjónus...
MOSÓ - Ódýr geymsla fyrir Tjaldvagna
GEYMSLA aðeins fyrir Tjaldvagna SEP til MAÍ Við erum í Mosfellsbær Vinsamle...
Álfelgur 18x7 Lexus og Toyota
Ný polyhúðaðar. Fínar fyrir vetrardekkin. Upplýsingar í síma 896 3589 eða á hadd...
Folöld til sölu
Folöld undan Aðalsteini frá Íbíshóli til sölu í Húsey í Skagafirði. Aðalsteinn f...