Ekkert erindi vegna dýrareglugerðarinnar

Ætli þennan hvutta langi á kaffihús? Leyfa má dýr í ...
Ætli þennan hvutta langi á kaffihús? Leyfa má dýr í sama rými og kælir eru með pökkuðum matvæli og tilreiða má tilbúin matvæli bak við afgreiðsluborð. AFP

Engin veitingastaður eða kaffihús í Reykjavík hefur tilkynnt heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að þeir hyggist heimila hunda eða ketti í sínum húsakynnum frá því að Matvælastofnun gaf út leiðbeiningar með reglugerð sem heimilar dýr á veitinga- og kaffihúsum. Þetta segir Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Eitt af síðustu embættisverkum Bjartar Ólafsdóttur í embætti umhverfisráðherra var að leyfa dýrahald á kaffihúsum. Þeir eigendur kaffihúsa í Reykjavík sem hugðust í kjölfarið heimila gæludýr gagnrýndu hins vegar fljótt að illmögulegt væri að uppfylla skilyrði heilbrigðiseftirlitsins. Heilbrigðiseftirlitið taldi lögin hins vegar óskýr og óskaði eftir leiðbeiningum frá Matvælastofnun um túlkun reglugerðarinnar, sem stofnunin sendi frá sér í síðasta mánuði.

„Með þessum leiðbeiningum sem að við kölluðum eftir þá er búið að liðka þetta til,“ segir Óskar. „Við höfum þó ekki fengið neitt erindi eftir að leiðbeiningarnar komu.“

Ekki kókflaska í kæli leyfileg

Nokkrir kaffihúsaeigendur sem mbl.is ræddi við töldu nýju leiðbeiningarnar óskýrar. Björn Hauks­son, eig­anda Kaffi Lauga­lækj­ar, sem ætlaði að heim­ila hunda á kaffi­húsi sínu í vetur sagði í samtali við mbl.is að hann hefði lesið yfir leiðbeiningarnar og fannst þær jákvæðar. Bjarni kvaðst þó ekki vera komin á stað á nýjan leik, heldur ætlaði hann að sjá til hvort að leiðbeiningarnar breyttu einhverju.

Óskar segir leiðbeiningarnar skýra reglugerðina og liðka. „Eins og þetta var skilið eftir í reglugerðunum þá mátti ekki einu sinni vera kókflaska í kæli,“ segir hann. Leiðbeiningarnar segi hins vegar að heimilt sé að vera með pökkuð matvæli í kæliborði í veitingasalnum. Eins megi meðhöndlun matvæla nú eiga sér stað bak við afgreiðsluborð samkvæmt leiðbeiningunum.  

„Þetta var þannig eins og orðanna hljóðan var í reglugerðinni og matvælareglugerðinni að ekki mætti vera dýr í sama rými og verið væri að geyma matvæli, jafnvel þó að þau væru í lokuðum umbúðum. Það er búið að rýmka þetta allt saman,“ segir Óskar.

Má meðhöndla matvæli bak við afgreiðsluborð

Dýrin mega ekki komast bak við afgreiðsluborðið, en meðhöndlun matvæla má nú eiga sér þar stað þó að dýr fái að í veitingasalnum. „Það er búið að opna fyrir það,“ segir hann. Er í leiðbeiningunum tilgreint að með meðhöndlun sé átt við samsetningu tilbúinna matvæla s.s. samloku, salats, hitun tilbúinna matvæla sem ekki er verið að elda frá grunni, skömmtun á kökum, brauðmeti og öðrum réttum. Óskar bendir þó á að ekki megi vera galopið inn í eldhús.

Bjór á dælu, kaffibaunir og te má hins vegar geyma og afgreiða í sama rými og dýrin hafa aðgang að.

Þeir staðir sem bjóða upp á sjálfsafgreiðslu á matvælum, t.d. með því að hafa hlaðborð eða salatbar, mega ekki heimila dýr í þeim hluta staðarins. „Þetta þýðir að það má ekki hafa salatbar frammi sem að dýrin geta hlaupið í kringum og annað því um líkt,“ útskýrir Óskar.

Rekstraraðili ber sömuleiðis ábyrgð á að matvælin séu tryggð fyrir mengun af völdum dýranna og þurfi að vera sýnilegar reglur sem þar um. „Það þurfa að vera skilgreind viðbrögð við því hvað eigi að gera ef dýr komast í snertingu við matvæli og slíkt ber að skrá, þannig að þetta er smá umhirða fyrir rekstraraðila.

Þá er líka núna heimilt að brynna dýrum úr ílátum sem eigandi hefur með sér, eða sem rekstraraðili leggur til,“ segir Óskar, en kveður þvott þeirra íláta þó verða að vera aðskilinn þvotti á matarílátum.

mbl.is

Innlent »

Amber enn föst á strandstað

07:22 Ekki tekst að losa hollenska flutningaskipið Amber, sem strandaði á sandrifi í innsiglingu Hornafjarðarhafnar í gærmorgun, á háflóðinu nú í morgun. Þetta staðfesti Vignir Júlíusson, forstöðumaður Hornafjarðarhafnar, í samtali við mbl.is. Meira »

Lá ofurölvi á gangstétt við bar

06:15 Lögregla hafði í nótt afskipti af ofurölvaðri konu þar sem hún lá á gangstétt við bar í Bústaða- og Háaleitishverfi, en nokkur slík atvik þar sem lögregla þurfti að hafa afskipti af ofurölvuðu fólki voru skráð í dagbók lögreglu eftir þessa nóttina. Meira »

Um 80% eru prentuð erlendis

05:30 Um 80% allra þeirra 614 bóka sem getið er í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2018 eru prentuð erlendis.   Meira »

Tvöfalt meira af svefnlyfjum

05:30 34 þúsund einstaklingar fengu ávísuð svefnlyf á Íslandi á síðustu tólf mánuðum. Notkun svefnlyfja er hlutfallslega miklu meiri hér en í flestum öðrum löndum, samkvæmt upplýsingum á vef landlæknis. Meira »

Gera þarf ítarlegri kröfur

05:30 Gera þarf ítarlegri kröfur um áhrif bygginga á vind hér á landi, einnig vantar frekari eftirfylgni með núverandi kröfum, að mati Harðar Páls Steinarssonar verkfræðings. Meira »

Götur, sléttur og básar

05:30 Götunafnanefnd Reykjavíkur hefur gert tillögur að nýjum götuheitum á Landspítalalóð, í Gufunesi og á Esjumelum.  Meira »

Andlát: Kristrún Eymundsdóttir

05:30 Kristrún Eymundsdóttir, fyrrverandi framhaldsskólakennari, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 8. desember. Hún var 82 ára að aldri. Meira »

Hreinar hendur bjarga

05:30 Meira en fjórir sjúklingar sýkjast á Landspítalanum á hverjum einasta degi ársins. Þótt markvisst hafi verið unnið að úrbótum, meðal annars með því að minna heilbrigðisstarfsfólk á að hreinsa hendurnar á sér rétt og vel, eru spítalasýkingar hlutfallslega algengari en nágrannalöndum. Meira »

Veiking krónu örvar ferðaþjónustuna

05:30 Útlit er fyrir að næsta ár verði gott í ferðaþjónustunni. Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofu segir að bókunartímabilið fyrir árið 2019 fari betur af stað en það gerði fyrir árið 2018. Meira »

Lýsa áhyggjum af vegstikum

05:30 „Drullan, tjaran og saltið slettist upp á stikurnar og þær verða mjög skítugar á þessum árstíma,“ segir Jóhann Bjarni Skúlason, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni. Meira »

Skipið náðist ekki á flot

Í gær, 22:00 Tilraun til þess að ná hollenska flutningaskipinu Amber á flot á flóðinu í kvöld heppnuðust ekki en skipið tók niðri á sandrifi í innsiglingunni til Hafnar í Hornafirði í morgun. Meira »

Hyggst sitja áfram í velferðarnefnd

Í gær, 21:07 Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, hyggst sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis. Sérfræðingar sem starfa við rannsóknarsetur Háskóla Íslands í fötlunarfræðum hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að vinna með nefndinni á meðan Anna Kolbrún á þar sæti. Meira »

„Maður er að gera eitthvað af sér“

Í gær, 19:20 „Maður er að gera eitthvað af sér,“ segir Helga Kolbrún Magnúsdóttir um íþróttina axarkast sem hún stundar af miklum móð. „Innri víkingur“ fólks brjótist fram þegar öxum er hent þéttingsfast í tréfleka svo hún festist. Stefnan hefur verið sett á að setja á fót deildarkeppni í axarkasti hérlendis. Meira »

Heiðra minningu Stefáns Karls

Í gær, 19:10 Á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í fyrra sungu þeir Stefán Karl saman lagið „Aleinn um jólin”. Lagið hefur nú verið gefið út og munu allar tekjur af laginu renna til barna Stefáns Karls. Máni Svavarsson, höfundur lagsins, og Björgvin Halldórsson rifjuðu upp söguna á bak við lagið. Meira »

Hljóp 115 kílómetra á innan við sólarhring

Í gær, 18:40 „Þetta kennir manni hvað maður getur náð langt, hvað líkaminn er magnað fyrirbæri,“ segir Sigurjón sem hafnaði í þriðja sæti og varð jafnframt efsti Íslendingurinn í hindrunarhlaupinu Iceland Spartan Ultra World Championship, sem lauk í dag í Hveragerði. Meira »

Tóku ekki þátt í tali þingmannanna

Í gær, 18:04 „Það er ekki í frásögu færandi að kollegar fara á bar til að spjalla um daginn og veginn og hitta þar fyrir aðra kollega. Á Klaustri heilsaði ég líka öðrum sem ég þekki – eins og maður gerir,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, í Reykjavík í kjölfar fullyrðingar vefjarins Viljinn.is um að stjórnmálamennirnir sem hist hafi á barnum Klaustri í síðasta mánuði hafi ekki verið sex heldur átta. Meira »

Slösuð kona sótt í Reykjadal

Í gær, 17:31 Hjálparsveit skáta í Hveragerði var í dag kölluð út vegna konu sem tilkynnt var um að hefði slasast í Reykjadal ofan Hveragerðis. Meira »

Varað við kröftugum vindhviðum

Í gær, 15:40 Varasöm akstursskilyrði munu skapast sunnan- og vestanlands síðdegis á morgun samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, en þá gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm og jafnvel staðbundið rok með rigningu á láglendi en sjókomu á heiðum og fjallvegum. Meira »

Bílvelta við Hof á Akureyri

Í gær, 15:34 Bifreið valt á Glerárgötu við menningarhúsið Hof á Akureyri nú rétt fyrir kl. 15 í dag. Ekki er vitað hversu margir voru í bílnum en samkvæmt heimildum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra urðu engin meiðsli á fólki. Meira »
Málarameistari
Málarameistari getur bætt við sig vinnu sími6603830...
íbúð með sérinngangi eða sérbýli óskast.
Ábyrg og snyrtileg fjögurra manna fjölsk. óskar eftir húsnæði í Reykjavik og nág...
Bókalind - antikbókabúð
Höfum á boðstólnum fjölbreytta flóru af bókum. Við erum með t.d. orðabækur, matr...
Togbekkur fyrir bakið á 44.000 .
Togbekkur sem kemur bakinu þínu í lag Togbekkur fyrir hryggjaliðina og bakverki...