Leitin að arftaka komin á skrið

Ragnar Þór Ingólfsson (t.h.) ætlar ekki að bjóða sig fram …
Ragnar Þór Ingólfsson (t.h.) ætlar ekki að bjóða sig fram til forseta ASÍ. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

„Ég virði það við Gylfa að koma fram núna og tilkynna þetta. Það hefði verið erfitt að fara inn í sumarið í óvissu fram á haust,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), lýsti því yfir á miðstjórnarfundi sambandsins í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs á 43. þingi ASÍ í október.

Átök hafa verið í verkalýðshreyfingunni milli tveggja fylkinga; annars vegar sitjandi afla undir forystu Gylfa og hins vegar fylkingar undir forystu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, sem hafa gagnrýnt stefnu Gylfa í forsetatíð hans. Hvorugt þeirra mun bjóða sig fram til forseta.

Sverrir Albertsson, miðstjórnarmaður í ASÍ, tilkynnti á fundinum í gær að hann undirbyggi framboð til forseta, en hann er framkvæmdastjóri AFLs – starfsgreinafélags, sem u.þ.b. 5-6.000 launþegar tilheyra. Félagið á aðild að ASÍ gegnum Starfsgreinasambandið. Í Morgunblaðinnu í dag kveðst hann staðsetja sig utan fylkinganna tveggja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert