Hátt raforkuverð neyðir bónda til að hætta ræktun

Garðyrkjustöðin Brúnalaug mun hætta ræktun á veturna.
Garðyrkjustöðin Brúnalaug mun hætta ræktun á veturna. Ljó´smynd/Sigurður

„Það borgar sig að loka fremur en að vera með opið á veturna,“ segir Gísli Hallgrímsson, eigandi garðyrkjustöðvarinnar Brúnulaugar í Eyjafirði, sem mun í haust hætta ræktun paprika á veturna.

Að sögn Gísla veldur hátt raforkuverð því að lítill sem enginn hagnaður skapast af starfseminni. Þá geri reglur Rariks, sem er með einkaleyfi á dreifingu raforku á svæðinu, garðyrkjustöðinni afar erfitt fyrir.

„Gjaldskráin hefur hækkað mikið undanfarin ár. Auk þess eru reglurnar þannig að þar sem íbúar eru færri en 50 talsins er verðið talsvert hærra en á stöðum þar sem íbúarnir eru fleiri. Það er að mínu mati mjög undarleg skýring og ég veit ekki hvað liggur þar að baki,“ segir Gísli í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert