Sjúkum sinnt í Templarahöll

Eiríksgata 5. Íslenskir bindindismenn reistu húsið árið 1968 og Landspítali …
Eiríksgata 5. Íslenskir bindindismenn reistu húsið árið 1968 og Landspítali hefur leigt það frá 1999. Byggt hefur verið við húsið og því breytt í áranna rás. Ljósmynd/Landpítalinn

Landspítalinn hefur ákveðið að skrifstofum spítalans við Eiríksgötu 5 verði breytt í þá veru að þar verði í framtíðinni þjónusta við sjúklinga.

„Við viljum búa betur að göngudeildarstarfsemi og skapa svigrúm fyrir ýmis klínísk verkefni sem er vaxandi þörf fyrir, m.a. brjóstamiðstöð, erfðaráðgjöf og sameiginlega innskriftarmiðstöð svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Páll Matthíasson framkvæmdastjóri í forstjórapistli.

Eiríksgata 5 er um 3.400 fermetrar að stærð og fær Landspítalinn því gott viðbótarrými til að sinna sjúklingum. Húsnæði verður tekið á leigu fyrir skrifstofur spítalans. Húsið á sér merka sögu. Það var byggt af Stórstúku Íslands og tekið í notkun 1. febrúar 1968.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert