Super Puma umdeildar í Noregi

Super Puma. Von er á tveimur yngri leiguþyrlum í flota ...
Super Puma. Von er á tveimur yngri leiguþyrlum í flota LHG. Gerðar voru endurbætur á gírkassa eftir slys. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Teknisk Ukeblad (TU) í Noregi greindi frá því 15. júní að nota ætti þyrlur sem enginn vildi fljúga með í Noregi til björgunarstarfa á Íslandi. Um er að ræða tvær Airbus H225 Super Puma-þyrlur sem verða afhentar Landhelgisgæslunni (LHG) í lok ársins eða byrjun næsta árs.

TU hefur fjallað talsvert mikið um H225 Super Puma eftir að ein slík hrapaði við Turøy í Noregi 29. apríl 2016. Með henni fórust 13 manns. Aðal spaðabúnaðurinn losnaði af þyrlunni á flugi og þeyttist áfram á meðan hinn hluti þyrlunnar féll til jarðar. Allar þyrlur af þessari gerð voru kyrrsettar eftir slysið.

Norski olíu- og gasiðnaðurinn undan ströndum (e. offshore) hætti að nota þessa tilteknu þyrlutegund. Svipaða sögu er að segja af breska olíuiðnaðinum undan ströndum og fleirum. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að olíuboranafélag banni starfsmönnum sínum að fljúga með SuperPuma. Komi slík þyrla á borpall eða borskip til að sækja starfsmenn neita þeir að fara um borð og bíða á yfirvinnukaupi eftir þyrlu sem viðurkennd er af félaginu.

Flugbanninu var aflétt

Flugmálayfirvöld í Noregi og Stóra-Bretlandi afléttu flugbanni á H225/AS332L2 Super Puma í júlí í fyrra. Bannið hafði þá staðið í 14 mánuði. Að sögn TU telur norski olíuiðnaðurinn ekki tímabært að taka þyrlurnar í notkun fyrr en norsk rannsóknarnefnd samgönguslysa (SHT) hefur lokið rannsókn á Turøy-slysinu og frumorsök þess er fundin.

Talið er að slysið við Turøy og fleiri slys Super Puma-þyrlna megi rekja til bilunar í gírkassa. TU nefnir í því sambandi slys sem varð úti fyrir ströndum Skotlands sjö árum fyrir Turøy-slysið og að tvær EC225-þyrlur hafi nauðlent á Norðursjó með bilaða gírkassa.

 Leigusalinn bauð yngri þyrlur

Morgunblaðið sendi LHG fyrirspurn vegna málsins og fékk svar frá Ásgeiri Erlendssyni upplýsingafulltrúa. Þar kemur m.a. fram að í kjölfar slyssins í Noregi hafi framleiðandi þyrlanna, Airbus, ráðist í umfangsmiklar endurbætur á þeim. Auk þess hafi viðhaldskröfur tengdar gírkassanum verið hertar verulega. Þyrlurnar uppfylli strangar kröfur sem gerðar eru af hálfu Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og Flugmálastjórnar Bandaríkjanna. Báðar þessar stofnanir hafi staðfest öryggi vélanna.

„Landhelgisgæsla Íslands hefur því enga ástæðu til annars en að trúa því að þessar vélar séu í hópi þeirra öruggustu í heiminum í dag. Það leikur enginn vafi á að Airbus H225 er ein fullkomnasta leitar- og björgunarþyrla sem völ er á í heiminum en alls eru 270 slíkar þyrlur í notkun í 30 löndum. Þegar vélarnar verða teknar í notkun hjá Landhelgisgæslunni verður stigið stórt og mikilvægt skref til framtíðar sem er bæði stofnuninni og þjóðinni allri til heilla,“ segir í svari LHG.

LHG hefur til umráða þrjár Super Puma-þyrlur af gerðinni AS332L1. LHG á TF-LIF og leigir TF-GNA og TF-SYN af Knut Axel Ugland Holding AS. Leiguþyrlurnar voru smíðaðar 1992 og 2002. Leigusalinn bauð LHG að skipta gömlu leiguþyrlunum út fyrir nýrri Airbus H225-þyrlur frá 2010. Skrifað var undir samning þess efnis í byrjun mánaðarins. Leiguverð og leigutími breytist ekki, þrátt fyrir nýrri þyrlur. „Með nýju þyrlunum nær Landhelgisgæslan að færa sig að mestu leyti til nútímarekstrar, bæði í viðhaldi og í flugi, sér í lagi hvað varðar nýjar reglur um hæfnibundna leiðsögu (Performance Based Navigation), blindflug og samhæfingu,“ segir í svari LHG.

Innlent »

Greiddu sektina og báðust afsökunar

13:53 Er­lendu ferðamennirnir sem gerðust sekir um ólöglegan utanvegaakstur í gærkvöldi mættu á lögreglustöðina á Selfossi nú fyrir stuttu og greiddu sekt sem þeim var gerð vegna þeirra náttúruspjalla sem aksturinn olli. Hvor ökumaður þurfti að greiða 200 þúsund krónur. Meira »

Samfylkingin leitar að framkvæmdastjóra

13:07 Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands, hefur auglýst eftir umsækjendum um starf framkvæmdastjóra flokksins. Í auglýsingunni kemur fram að framkvæmdastjórinn beri ábyrgð á daglegum rekstri flokksins og fjárreiðum auk þess að efla aðildarfélög og grasrót félagsins. Meira »

Leyfilegt magn áfengis í blóði lækkað

12:40 Leyfilegt hámarksmagn vínanda í blóði ökumanns verður lækkað úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill samkvæmt nýju frumvarpi til umferðarlaga og er kveðið á um bann við að afhenda eða selja ökumanni eldsneyti sé hann undir áhrifum áfengis eða ávana- eða fíkniefna. Meira »

Lög á yfirvinnubann kæmu ekki á óvart

11:42 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segist ekki hafa áhyggjur af því að lög verði sett á yfirvinnubann ljósmæðra, sem taka á gildi aðfaranótt miðvikudags. Slíkt kæmi þó ekki á óvart með hliðsjón af sögunni. Meira »

Býðst að ljúka málinu með sektargreiðslu

11:15 Erlendu ferðalöngunum sem festu bíla sína í drullu eftir utanvegaakstur í gær býðst nú að ljúka málinu með greiðslu sektar, segir Elís Kjartansson lögreglufulltrúi í samtali við mbl.is. Meira »

Kópavogur með kynningu í New York

10:10 „Það er ný nálgun hjá okkur að mæla árangur þar sem ekki er unnið út frá efnahagslegum forsendum heldur félagslegum þáttum. Teknir eru út þættir sem við viljum mæla og varða líðan íbúa,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, sem kynnti notkun á vísitölu félagslegra framfara í New York. Meira »

Drápu tugi dýra með sveðjum og kylfum

09:51 Æstur múgur í Indónesíu vopnaður kylfum og sveðjum slátraði tæplega 300 krókódílum í hefndaraðgerð eftir að maður hafði verið drepinn af krókódíl. Þetta staðfesta yfirvöld á staðnum. Meira »

Óskuðu eftir duglegri og hressri stúlku

09:45 „Það má í raun segja að þetta hafi verið algjört hugsunarleysi hjá okkur,“ segir Einar Sigfússon, eigandi veiðihússins við Haffjarðará, um atvinnuauglýsingu sem fyrirtækið birti fyrir helgi. Meira »

Búist er við allt að 5.000 gestum

09:30 „Viðmið okkar um væntanlegan fjölda gesta eru hófleg,“ segir Einar Á. E. Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Alþingismenn koma saman til fundar á Lögbergi nú á miðvikudaginn og er það í tilefni af fullveldisafmælinu. Meira »

Skilorðsbundinn dómur vegna tafa

09:05 Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun í Hafnarfirði. Rannsókn málsins hófst vorið 2014 og voru tveir grunaðir um aðild að málinu, Jan Andrzej Morsztyn og Kristján Haukur Einarsson. Þeir sögðust báðir hafa staðið einir að ræktuninni og hinn hefði ekki vitað af henni. Meira »

Lýstu eftir bæjarfulltrúa

08:10 Lýst var eftir Karen Elísabetu Halldórsdóttur, bæjarfulltrúa í Kópavogi, í Vídeó-markaðnum í Kópavogi fyrir helgi.  Meira »

Ríkisstjórnin fundar í Snæfellsbæ

07:28 Ríkisstjórnarfundur verður haldinn að Langaholti í Snæfellsbæ í dag, mánudaginn 16. júlí. Að loknum ríkisstjórnarfundi mun ríkisstjórnin funda með fulltrúum sveitarstjórna á Vesturlandi. Meira »

„Blessuð sólin tekur að skína“

06:55 Á morgun er spáð ágætisveðri með talsverðu sólskini á landi víðast hvar. Hiti verður með ágætum, segir veðurfræðingur. Ólíklegt er að þessi blíða standi lengi yfir. Meira »

Fleiri karlar vilja verða bæjarstjórar

05:46 Karlar eru tveir af hverjum þremur umsækjendum um þær bæjar- og sveitarstjórnarstöður sem auglýstar hafa verið vítt og breitt um landið frá sveitarstjórnarkosningunum 26. maí síðastliðinn. Meira »

Göngufólk varð strand á Ströndum

05:39 Neyðarkall barst frá átján manna gönguhópi í gærkvöldi eftir að hann hafði lent í hrakningum á leið í Meyjardal á Ströndum. Mjög hafði vaxið í Meyjará sem fólkið hugðist fara yfir og komst það ekki leiðar sinnar. Meira »

Matvælaframleiðsla verði áfram tryggð

05:30 Ríkið þarf að móta stefnu varðandi eignarhald á jörðum og til greina kemur að sveitarfélög ákvarði með aðal- og deiliskipulagi að taka frá svæði til matvælaframleiðslu. Þetta segir Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »

Mæður veikra barna sendar heim

05:30 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að það kæmi sér ekki á óvart yrðu lög sett á yfirvinnubann ljósmæðra sem boðað hefur verið á miðvikudaginn. Meira »

Handtóku óvelkominn mann

05:15 Íbúi í austurhluta Reykjavíkur óskaði aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi vegna manna sem væru óvelkomnir í húsinu hans. Meira »

Með fleiri hæðarmetra í farteskinu nú

Í gær, 22:45 „Ég er búin að vera að hlaupa markvisst í um 20 ár og keppa aðallega í götuhlaupum. Ég hef alltaf aðeins tekið utanvegahlaup með en hef verið að gera meira af því undanfarin tvö til fjögur ár,“ segir Rannveig Oddsdóttir. Hún náði besta tíma íslenskrar konu frá upphafi í Laugavegshlaupinu í gær. Meira »
Husqvarna 401 Svartpilen árg. 2018
Eigum á lagert til afgreiðslu strax Husqvarna 401 Svartpilen. A2 réttindi, 45hp....
Einstaklingsíbúð í Garðabæ til leigu
Fyrir reyklausan reglusaman einstakling. Gæludýr ekki leyfð Áhugasamir sendi ...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...