Super Puma umdeildar í Noregi

Super Puma. Von er á tveimur yngri leiguþyrlum í flota ...
Super Puma. Von er á tveimur yngri leiguþyrlum í flota LHG. Gerðar voru endurbætur á gírkassa eftir slys. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Teknisk Ukeblad (TU) í Noregi greindi frá því 15. júní að nota ætti þyrlur sem enginn vildi fljúga með í Noregi til björgunarstarfa á Íslandi. Um er að ræða tvær Airbus H225 Super Puma-þyrlur sem verða afhentar Landhelgisgæslunni (LHG) í lok ársins eða byrjun næsta árs.

TU hefur fjallað talsvert mikið um H225 Super Puma eftir að ein slík hrapaði við Turøy í Noregi 29. apríl 2016. Með henni fórust 13 manns. Aðal spaðabúnaðurinn losnaði af þyrlunni á flugi og þeyttist áfram á meðan hinn hluti þyrlunnar féll til jarðar. Allar þyrlur af þessari gerð voru kyrrsettar eftir slysið.

Norski olíu- og gasiðnaðurinn undan ströndum (e. offshore) hætti að nota þessa tilteknu þyrlutegund. Svipaða sögu er að segja af breska olíuiðnaðinum undan ströndum og fleirum. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að olíuboranafélag banni starfsmönnum sínum að fljúga með SuperPuma. Komi slík þyrla á borpall eða borskip til að sækja starfsmenn neita þeir að fara um borð og bíða á yfirvinnukaupi eftir þyrlu sem viðurkennd er af félaginu.

Flugbanninu var aflétt

Flugmálayfirvöld í Noregi og Stóra-Bretlandi afléttu flugbanni á H225/AS332L2 Super Puma í júlí í fyrra. Bannið hafði þá staðið í 14 mánuði. Að sögn TU telur norski olíuiðnaðurinn ekki tímabært að taka þyrlurnar í notkun fyrr en norsk rannsóknarnefnd samgönguslysa (SHT) hefur lokið rannsókn á Turøy-slysinu og frumorsök þess er fundin.

Talið er að slysið við Turøy og fleiri slys Super Puma-þyrlna megi rekja til bilunar í gírkassa. TU nefnir í því sambandi slys sem varð úti fyrir ströndum Skotlands sjö árum fyrir Turøy-slysið og að tvær EC225-þyrlur hafi nauðlent á Norðursjó með bilaða gírkassa.

 Leigusalinn bauð yngri þyrlur

Morgunblaðið sendi LHG fyrirspurn vegna málsins og fékk svar frá Ásgeiri Erlendssyni upplýsingafulltrúa. Þar kemur m.a. fram að í kjölfar slyssins í Noregi hafi framleiðandi þyrlanna, Airbus, ráðist í umfangsmiklar endurbætur á þeim. Auk þess hafi viðhaldskröfur tengdar gírkassanum verið hertar verulega. Þyrlurnar uppfylli strangar kröfur sem gerðar eru af hálfu Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og Flugmálastjórnar Bandaríkjanna. Báðar þessar stofnanir hafi staðfest öryggi vélanna.

„Landhelgisgæsla Íslands hefur því enga ástæðu til annars en að trúa því að þessar vélar séu í hópi þeirra öruggustu í heiminum í dag. Það leikur enginn vafi á að Airbus H225 er ein fullkomnasta leitar- og björgunarþyrla sem völ er á í heiminum en alls eru 270 slíkar þyrlur í notkun í 30 löndum. Þegar vélarnar verða teknar í notkun hjá Landhelgisgæslunni verður stigið stórt og mikilvægt skref til framtíðar sem er bæði stofnuninni og þjóðinni allri til heilla,“ segir í svari LHG.

LHG hefur til umráða þrjár Super Puma-þyrlur af gerðinni AS332L1. LHG á TF-LIF og leigir TF-GNA og TF-SYN af Knut Axel Ugland Holding AS. Leiguþyrlurnar voru smíðaðar 1992 og 2002. Leigusalinn bauð LHG að skipta gömlu leiguþyrlunum út fyrir nýrri Airbus H225-þyrlur frá 2010. Skrifað var undir samning þess efnis í byrjun mánaðarins. Leiguverð og leigutími breytist ekki, þrátt fyrir nýrri þyrlur. „Með nýju þyrlunum nær Landhelgisgæslan að færa sig að mestu leyti til nútímarekstrar, bæði í viðhaldi og í flugi, sér í lagi hvað varðar nýjar reglur um hæfnibundna leiðsögu (Performance Based Navigation), blindflug og samhæfingu,“ segir í svari LHG.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Krefst viðbótargreiðslu vegna Herjólfs

12:55 Skipasmíðastöðin Crist S.A. sem hefur nánast lokið smíði nýs Herjólfs, gerir kröfu um viðbótargreiðslur sem ekki eru í samræmi við samninginn um smíðina. Kröfunni hefur verið hafnað af Vegagerðinni. Meira »

47 þúsund Íslendingar búa erlendis

12:46 Rúmlega 47 þúsund Íslendingar eru búsettir erlendis og 44 þúsund erlendir ríkisborgarar eru búsettir hér á landi, að því er fram kemur í yfirliti Þjóðskrár yfir skráningu einstaklinga. Þá var fjöldi einstaklinga sem búsettir voru á Íslandi 356.789 þann 1. desember 2018. Meira »

Bátnum náð af strandstað

12:24 Búið er að ná bátnum sem var strandaður á Jökulfjörðum af strandstað. Björgunarskipið Gunnar Friðriksson er með hann í togi á leið til Ísafjarðar og björgunarbáturinn Gísli Hjalta fylgir þeim. Meira »

„Allt annað hljóð í mönnum“

11:20 „Ef það kemur til þess að ástandið haldi áfram, þá verða verkföll fimmtudaginn næsta og þá hefur þetta verið upphitun fyrir það sem koma skal,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is. „Að sjálfsögðu vonast ég til þess að við förum að ná saman við okkar viðsemjendur.“ Meira »

Semja um stofnun nemendagarða

10:58 Ísafjarðarbær og Lýðháskólinn á Flateyri hafa undirritað samkomulag um stofnun sjálfseignarstofnunar til reksturs nemendagarða Lýðháskólans. Meira »

Neyðarkall frá báti í Jökulfjörðum

10:05 Björgunarskip og bátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Ísafirði og Bolungarvík hafa verið ræst út vegna báts sem sendi út neyðarkall í Jökulfjörðum. Meira »

Brestur í loðnu og blikur á lofti

10:00 Brestur í loðnuveiðum og blikur á lofti eru orð sem oft hafa verið notuð að undanförnu. Loðnan hefur breytt hegðan sinni síðustu ár og mörgum spurningum er ósvarað um umhverfisþætti, útbreiðslu, þróun stofnsins og göngur loðnunnar til hrygningar, sem að stærstum hluta hefur verið í Faxaflóa og Breiðafirði. Meira »

„Amma kenndi mér allt“

09:50 Blóðberg, birkitré, reynitré, rifsber, rófur, furutré og Rauði krossinn. Þekking hinnar ellefu ára Þuríðar Yngvadóttur vakti athygli þeirra sem horfðu á fræðsluþáttinn Hvað höfum við gert? sem sýndur var síðasta sunnudag. Þar fór hún létt með að bera kennsl á myndir af öllu þessu og ýmsu öðru til. Meira »

Gæti dregist saman um 2,7%

09:43 Ef WOW air hverfur af flugmarkaði gæti það leitt til þess að landsframleiðsla myndi dragast saman um 0,9 til 2,7 prósent á einu ári. Meira »

Bótadómur ógiltur vegna meðdómenda

09:06 Landsréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem tryggingafélaginu Verði var gert að greiða manni rúmar 66 milljónir króna í skaðabætur. Meira »

Styttist í útboð byggingar hjúkrunarheimilis

07:57 Selfyssingar, og raunar Sunnlendingar allir eru orðnir nokkuð langeygir eftir nýju hjúkrunarheimili sem fyrirhugað er á bökkum Ölfusár, austan við sjúkrahúsið á Selfossi. Meira »

Dyraverðir áttu í vök að verjast

07:55 Dyraverðir á skemmtistað í miðborginni óskuðu eftir aðstoð lögreglunnar um hálffjögurleytið í nótt, en þá voru þeir með einstakling í tökum. Hann er grunaður um að hafa ráðist á dyraverði og reynt að slá og sparka í lögreglumenn. Í Breiðholtinu var reynt að kýla dyravörð. Meira »

Tugir útkalla vegna veðursins

07:37 Nokkuð bar á því að björgunarsveitir væru kallaðar út vegna óveðursins sem geisaði víða um landið í gær, einkum á Norður- og Austurlandi. Þá skall snarpur bylur á höfuðborgarsvæðinu um eftirmiðdaginn, en minna varð úr en spáð hafði verið. Meira »

Slydda eða snjókoma með köflum

07:11 Spáð er sunnan og suðvestan 5 til 13 metrum á sekúndu á landinu í dag með morgninum og slyddu eða snjókomu með köflum en bjartviðri um landið norðaustanvert síðdegis. Meira »

Aukin áhersla á eldvarnir hjá SHS

05:30 „Stórbrunar sem við lentum í við Miðhraun í Garðabæ og Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í fyrra ýttu rækilega við okkur varðandi eldvarnir. Þessir eldsvoðar voru af þeirri stærðargráðu að við réðum hreinlega ekki við þá. Ég var orðinn hræddur um öryggi minna manna og það er ískyggilegt.“ Meira »

Þorskur merktur á nýjan leik

05:30 Nú í marsmánuði hóf Hafrannsóknastofnun merkingar á þorski á ný eftir nokkurt hlé. Merktir voru 1800 þorskar fyrir vestan og norðan land um borð í rannsóknaskipunum þegar skipin voru í stofnmælingu botnfiska. Meira »

Tjónið þegar töluvert

05:30 Um 2.300 manns tóku þátt í sólarhringsverkfalli Eflingar og VR sem lauk eina mínútu í miðnætti í gærkvöldi. Verkfallið beindist að hótelum og rútubílstjórum og tóku verkalýðsfélögin sér kröfustöður meðal annars fyrir utan Hús atvinnulífsins og ýmis hótel á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Flugfélögin ræðast við um helgina

05:30 Viðræður um mögulega aðkomu Icelandair að rekstri WOW hófust formlega í gær. Félögin hafa gefið sér fram yfir helgina til að ljúka viðræðunum, en á mánudaginn þarf WOW air að standa skil á 150 milljóna króna vaxtagreiðslu vegna skuldabréfa sem félagið gaf út í september síðastliðnum. Meira »

Hælisleitendum fjölgar verulega

05:30 Útlendingastofnun hefur ritað sveitarfélögum víða um land bréf til að kanna áhuga þeirra á að gera þjónustusamning við stofnunina um húsaskjól og félagslega þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Meira »
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...
Skrifstofuhúsnæði til leigu.
Óskað er eftir leigjendum fyrir skrifstofuhúsnæði að Hverfisgötu 76, 101 Reykja...
Skattframtalsgerð einstaklingar/minni fé
Tek að mér gerð skattframtala fyrir einstaklinga og minni félög. Almennt bókhal...