Super Puma umdeildar í Noregi

Super Puma. Von er á tveimur yngri leiguþyrlum í flota ...
Super Puma. Von er á tveimur yngri leiguþyrlum í flota LHG. Gerðar voru endurbætur á gírkassa eftir slys. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Teknisk Ukeblad (TU) í Noregi greindi frá því 15. júní að nota ætti þyrlur sem enginn vildi fljúga með í Noregi til björgunarstarfa á Íslandi. Um er að ræða tvær Airbus H225 Super Puma-þyrlur sem verða afhentar Landhelgisgæslunni (LHG) í lok ársins eða byrjun næsta árs.

TU hefur fjallað talsvert mikið um H225 Super Puma eftir að ein slík hrapaði við Turøy í Noregi 29. apríl 2016. Með henni fórust 13 manns. Aðal spaðabúnaðurinn losnaði af þyrlunni á flugi og þeyttist áfram á meðan hinn hluti þyrlunnar féll til jarðar. Allar þyrlur af þessari gerð voru kyrrsettar eftir slysið.

Norski olíu- og gasiðnaðurinn undan ströndum (e. offshore) hætti að nota þessa tilteknu þyrlutegund. Svipaða sögu er að segja af breska olíuiðnaðinum undan ströndum og fleirum. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að olíuboranafélag banni starfsmönnum sínum að fljúga með SuperPuma. Komi slík þyrla á borpall eða borskip til að sækja starfsmenn neita þeir að fara um borð og bíða á yfirvinnukaupi eftir þyrlu sem viðurkennd er af félaginu.

Flugbanninu var aflétt

Flugmálayfirvöld í Noregi og Stóra-Bretlandi afléttu flugbanni á H225/AS332L2 Super Puma í júlí í fyrra. Bannið hafði þá staðið í 14 mánuði. Að sögn TU telur norski olíuiðnaðurinn ekki tímabært að taka þyrlurnar í notkun fyrr en norsk rannsóknarnefnd samgönguslysa (SHT) hefur lokið rannsókn á Turøy-slysinu og frumorsök þess er fundin.

Talið er að slysið við Turøy og fleiri slys Super Puma-þyrlna megi rekja til bilunar í gírkassa. TU nefnir í því sambandi slys sem varð úti fyrir ströndum Skotlands sjö árum fyrir Turøy-slysið og að tvær EC225-þyrlur hafi nauðlent á Norðursjó með bilaða gírkassa.

 Leigusalinn bauð yngri þyrlur

Morgunblaðið sendi LHG fyrirspurn vegna málsins og fékk svar frá Ásgeiri Erlendssyni upplýsingafulltrúa. Þar kemur m.a. fram að í kjölfar slyssins í Noregi hafi framleiðandi þyrlanna, Airbus, ráðist í umfangsmiklar endurbætur á þeim. Auk þess hafi viðhaldskröfur tengdar gírkassanum verið hertar verulega. Þyrlurnar uppfylli strangar kröfur sem gerðar eru af hálfu Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og Flugmálastjórnar Bandaríkjanna. Báðar þessar stofnanir hafi staðfest öryggi vélanna.

„Landhelgisgæsla Íslands hefur því enga ástæðu til annars en að trúa því að þessar vélar séu í hópi þeirra öruggustu í heiminum í dag. Það leikur enginn vafi á að Airbus H225 er ein fullkomnasta leitar- og björgunarþyrla sem völ er á í heiminum en alls eru 270 slíkar þyrlur í notkun í 30 löndum. Þegar vélarnar verða teknar í notkun hjá Landhelgisgæslunni verður stigið stórt og mikilvægt skref til framtíðar sem er bæði stofnuninni og þjóðinni allri til heilla,“ segir í svari LHG.

LHG hefur til umráða þrjár Super Puma-þyrlur af gerðinni AS332L1. LHG á TF-LIF og leigir TF-GNA og TF-SYN af Knut Axel Ugland Holding AS. Leiguþyrlurnar voru smíðaðar 1992 og 2002. Leigusalinn bauð LHG að skipta gömlu leiguþyrlunum út fyrir nýrri Airbus H225-þyrlur frá 2010. Skrifað var undir samning þess efnis í byrjun mánaðarins. Leiguverð og leigutími breytist ekki, þrátt fyrir nýrri þyrlur. „Með nýju þyrlunum nær Landhelgisgæslan að færa sig að mestu leyti til nútímarekstrar, bæði í viðhaldi og í flugi, sér í lagi hvað varðar nýjar reglur um hæfnibundna leiðsögu (Performance Based Navigation), blindflug og samhæfingu,“ segir í svari LHG.

Innlent »

Verklagi fylgt í máli sykursjúks drengs

18:16 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að embætti héraðssaksóknara hafi í maí síðastliðnum ákveðið að hætta að rannsaka mál sem varðar meint ófagleg vinnubrögð lögreglu eftir að 17 ára piltur var færður á lögreglustöð eftir skóladansleik. Meira »

Skaðabætur eftir að skápur féll á hana

17:47 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Tryggingamiðstöðina til að greiða konu á fertugsaldri rúmar 18 milljónir króna eftir að hún slasaðist í vinnuslysi árið 2014. Meira »

Reynir Íslandsmeistari í skrafli

17:08 Reynir Hjálmarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmótinu í skrafli sem fór fram í sjötta sinn um helgina. Gísli Ásgeirsson varð í öðru sæti og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir í því þriðja. Meira »

Farið talsvert nærri stjórnarskránni

16:49 „Sífellt fleirum líður eins og að Evrópusambandið beri ekki þá virðingu fyrir tveggja stoða kerfinu og okkur finnst það eiga að gera. Það eru fleiri mál þar sem gengið hefur verið ansi langt gangvart framsalsheimildum okkar miðað við stjórnarskrá okkar.“ Meira »

Hjón fengu 4 milljóna skaðabætur

16:44 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða hjónum samtals fjórar milljónir króna í skaðabætur. Þau voru úrskurðuð fyrir tveimur árum í gæsluvarðahald grunuð um aðild að íkveikju á húðflúrsstofunni Immortal Art í Hafnarfirði. Meira »

Kampi fjárfestir í búnaði Skagans 3X

16:30 Rækjuverksmiðjan Kampi ehf. á Ísafirði hefur skrifað undir samning um kaup á karakerfi frá Skaganum 3X. „Reksturinn hjá Kampa ehf. hefur gengið vel undanfarna mánuði og góður stígandi hefur verið í vinnslunni.“ Meira »

Ekki búið að tilkynna fundinn

16:13 Hvorki utanríkisráðuneytinu né embætti ríkislögreglustjóra hefur borist formlegt erindi varðandi fund á líkum íslensku fjallgöngugarpanna, þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, sem fundust nýlega á fjallinu Pumori í Nepal. Meira »

Katrín fundar með Merkel í Berlín

15:40 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um efnahagsmál á vegum Süddeutsche Zeitung í Berlín á morgun. Forsætisráðherra mun einnig eiga tvíhliða fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands í Berlín. Meira »

Utanvegaakstur alvarlegt mál

15:29 Lögreglan á Suðurlandi tekur utanvegaakstur alvarlega og er að reyna að auka eftirlit og sýnileika í samvinnu við landverði og Umhverfisstofnun. Aðalvarðstjóri lögreglunnar á Höfn segir að mál manns sem spændi upp mosa í september sé væntanlegt á borð lögreglu. Meira »

Framlengja farbann í skútumáli

14:29 Héraðsdómur Vestfjarða féllst á kröfu lögreglunnar á Ísafirði um að framlengja farbann yfir manninum sem ákærður hefur verið fyrir að stela skútu úr höfninni á Ísafirði í síðasta mánuði og sigla henni í burtu. Meira »

Íslensk fyrirtæki á stærstu sýningu Asíu

13:01 Sex fyrirtæki frá Íslandi kynntu íslenskar sjávar- og eldisafurðir á sjávarútvegssýningunni í Qingdao í Kína, sem haldin var í lok síðustu viku. „Þetta er í 23. sinn sem sýningin er haldin. Fjöldi sýnenda og gesta hefur meira en tvöfaldast á undanförnum árum og er sýningin stærsta sinnar tegundar í Asíu með yfir 29.000 gesti og um 1.500 sýnendur,“ segir Berglind Steindórsdóttir, sýningarstjóri hjá Íslandsstofu. Meira »

Sæbraut opin fyrir umferð á ný

12:59 Búið er að opna á ný umferð um Sæ­braut í vesturátt frá Kringlu­mýr­ar­braut, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Götunni var lokað um tíma nú í hádeginu í kjölfar al­var­legs um­ferðarslyss. Meira »

Vinnudagurinn styttri en talið var?

12:51 Miðað við nýbirt gögn frá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) má draga þá ályktun að Ísland sé í hópi þeirra ríkja heimsins þar sem unninn er hvað stystur vinnudagur en ekki lengstur eins og gjarnan hefur verið gengið út frá hér á landi. Meira »

Förin sjáanleg í marga áratugi

12:49 „Þetta er viðvarandi vandamál,“ segir Andrés Arnalds, verkefnastjóri hjá Landgræðslu ríkisins. Úkraínskur ferðamaður spólaði um og spændi upp mosa á smájeppa sem hann leigði þegar hann var hér á landi í september. Meira »

Alvarlegt slys á Sæbraut

11:59 Búið er að loka Sæbraut í vesturátt frá Kringlumýrarbraut vegna alvarlegs umferðarslyss sem varð um kl. 11:30. Ekið var á gangandi vegfaranda. Meira »

Kvöddumst í íbúðinni okkar í London

11:56 „Þeir voru alveg óskaplega skemmtilegir félagar. Það var gaman að vera með þeim. Það var enginn heragi í kringum þessa menn, en þeir voru líka feikilega góðir fjallamenn,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur í samtali við mbl.is um þá Kristin Rúnarsson og Þorstein Guðjónsson. Meira »

Vill að lögregla breyti verklagsreglum

11:08 „Ég er ekki að eltast við peninga, ég er að eltast við réttlæti,“ segir Bergljót Davíðsdóttir blaðamaður. Hún telur mikilvægt að lögregla breyti verklagsreglum sínum. Fyrir ári síðan var 17 ára dóttursonur hennar handtekinn þegar hann sprautaði sig með insúlíni á skólaballi. Meira »

Banaslys á Borgarfjarðarbraut

11:05 Ökumaður bifreiðar sem valt á Borgarfjarðarbraut í gærkvöldi rétt norðan við Flókadalsá var úrskurðaður látinn skömmu eftir komu á slysadeild. Meira »

Spillivagninn ekur um borgina

11:04 Í síðustu viku byrjaði Spillivagninn að aka um götur borgarinnar og safna raftækjum og spilliefnum. Talið er að um 150 tonnum af spilliefnum og raftækjum hafi verið hent í ruslið með blönduðum úrgangi í fyrra og er verið að bregðast við því. Meira »
Hljómsveit A Kröyer
Hljómsveit A. KRÖYER Duett, trío, fyrir dansleiki, árshátíðir,þorrablót einkasam...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...