Svik og vanefndir tíðir fylgifiskar

Útflutningsfyrirtæki lenda í ýmiss konar svikum og vanefndum sem oftast …
Útflutningsfyrirtæki lenda í ýmiss konar svikum og vanefndum sem oftast tengjast gjaldþrotum mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Í niðurstöðum nýlegrar skýrslu Íslandsstofu um tjón útflytjenda í viðskiptum sínum við erlenda aðila kemur fram að meira en helmingur útflutningsfyrirtækja hefur lent í einhvers konar svikum eða vanefndum í starfsemi sinni.

Yfirleitt hefur það verið sökum gjaldþrota viðskiptavina erlendis en í einhverjum tilvikum vegna svika, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Í sömu skýrslu Íslandsstofu er bent á að engar stofnanir hérlendis greiðslutryggi útflytjendur. Til samanburðar séu í öðrum norrænum löndum stórar ríkisstyrktar stofnanir sem starfi eingöngu við það að greiðslufallstryggja útflutningsfyrirtæki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert