Sýnt beint frá Samgönguþingi

Rætt verður um skattlagningu ökutækja og eldsneytis ásamt umferðaröryggi á …
Rætt verður um skattlagningu ökutækja og eldsneytis ásamt umferðaröryggi á samgönguþingi í dag. mbl.is/Ómar

Samgönguþing hefst klukkan eitt í dag og stendur til klukkan fimm. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, setur þingið sem haldið er á Hótel Sögu og fer yfir stöðu samgönguáætlunnar. Þingstjóri verður Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri.

Þá verða meðal annars umræður um framkvæmdir, skattstofna ökutækja og eldsneytis, almenningssamgöngur, umferðaröryggi og fjórða iðnbyltingin.

Hægt er að fylgjast með þinginu í beinni, en streymt verður frá fundinum. Dagskráin í heild sinni er á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert