„Þurftu bara nánast ekkert að sminka mig“

Guðmundur í hlutverki Pútíns í HM-auglýsingu Icelandair.
Guðmundur í hlutverki Pútíns í HM-auglýsingu Icelandair. Ljósmynd/Aðsend

Guðmundur Kr. Ragnarsson, matreiðslumaður í Reykjavík, þykir keimlíkur Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann lék Pútín í HM-auglýsingu Icelandair og var valinn í það verkefni fram yfir mann sem hefur það að aðalstarfi að bregða sér í gervi Pútíns. Líkindin við Pútín komu Guðmundi næstum í klípu í Kænugarði í maí.

„Þeir áttu ekki til orð þarna úti þegar þeir sáu mig. Þeir þurftu bara nánast ekkert að sminka mig,“ segir Guðmundur, sem fór til Ameríku til þess að leika í auglýsingu Icelandair er íslenska landsliðið var statt vestanhafs í mars. Í auglýsingunni, sem sjá má hér að neðan, er Guðmundur í hlutverki Pútíns, sem færir íslenska landsliðinu gullstyttuna í ljúfum draumi Harðar Björgvins Magnússonar.

Hlutverkið fékk hann óvænt í gegnum tengsl sín í kvikmyndabransanum, en Guðmundur hefur eldað ofan kvikmyndagerðarfólk hér á landi um langt skeið.

Guðmundi hefur verið líkt við Pútín allt frá því að hann tók við stjórninni í Rússlandi laust fyrir aldamót.

„Vinir mínir eru búnir að gera grín að mér í 20 ár. Það er bara þannig. Ég hef ekkert verið að spá í þessu, hef bara alltaf tekið þessu sem gríni,“ segir Guðmundur, eða Gummi kokkur eins og hann er oft kallaður.

Nú er grínið orðið nokkuð áþreifanlegur veruleiki og segir Guðmundur að rætt hafi verið við hann um möguleikann á því að taka að sér fleiri verkefni sem eftirherma Pútíns.

Bæði Guðmundi og Vladimír þykir gaman að veiða.
Bæði Guðmundi og Vladimír þykir gaman að veiða. Mynd/Samsett

„Það er búið að segja við mig alveg helling en ég vil ekki að gefa neitt upp fyrr en að því kemur. Þeir í Ameríku eru alveg brjálaðir í að fá mig aftur,“ segir Guðmundur.

Ekki gott að vera líkur Pútín í Úkraínu

Líkindin við Pútín geta þó verið til vandræða, eins og Guðmundur fékk að reyna í Kænugarði í Úkraínu í vor er hann fór þangað og fylgdist með Real Madrid mæta Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.

„Ég var á veitingastað og þá voru Úkraínumennirnir byrjaðir að líta eitthvað rosalega á mig og byrjaðir að taka myndir af mér. Það var bara allt að fara í gang, af því að þeir héldu bara að Pútín væri mættur á svæðið. Ég setti bara á mig gleraugu og húfu og lét mig hverfa. Þetta var rosalegt alveg,“ segir Guðmundur, sem lenti einnig ítrekað í því að stuðningsmenn Liverpool vildu fá sjálfsmyndir með honum á götum úti í Kænugarði.

„Þá runnu á mig tvær grímur því að hann er náttúrulega nýbúinn að ráðast inn í Úkraínu. Og ekki vildi ég láta skjóta mig þarna. Ég var eiginlega bara hálfhræddur sko. Þetta var mjög skrítin tilfinning,“ segir Guðmundur.

Aðspurður hvort hann ætli ekkert að fara á HM í Rússlandi þar sem líkindin við Pútín myndu eflaust vekja athygli segir Guðmundur að það sé ekki stefnan, en að það væri kannski eina vitið að fara þangað með mönnum sem væru klæddir sem lífverðir og „gera allt brjálað“.

En hvort er það gott eða slæmt að vera svona líkur þessum manni?

„Ég hef bara gaman að þessu. Ég þarf bara að fara vel með þetta,“ segir Guðmundur sem er ánægður með hvernig auglýsing Icelandair kom út. Hann er líka með ánægður með auglýsinguna, sem hann segir að engum öðrum myndi detta í hug að gera en Íslendingum.

„Það er annað að fá þessa hugmynd [að sýna Ísland vinna HM] og svo að hafa þor í að gera hana,“ segir Guðmundur, sem hefur, eins og lesendur ef til vill skynja, gaman af þessu öllu saman.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ógnaði fólki með hnífi

06:47 Rétt eftir klukkan 22 í gærkvöldi var ofurölvi maður handtekinn í Kópavogi grunaður um að hafa ógnað fólki með hníf í hendi. Meira »

Beraði sig við Austurvöll

06:45 Á fjórða tímanum í nótt var ofurölvi maður handtekinn við Austurvöll. Dyraverðir á skemmtistað í bænum höfðu hann þá í tökum  Meira »

Göngukona fannst fljótt

Í gær, 22:17 Björgunarsveitir af Austfjörðum og Norðausturlandi voru kallaðar út í kvöld eftir að tilkynning barst um að konu væri saknað í Kverkfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna þessa, en konan fannst þó skömmu seinna, heil á húfi. Meira »

Verðandi mæður geti andað léttar

Í gær, 21:49 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist glöð með niðurstöðu kvöldsins í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins, en yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í kvöld vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún segir að sú niðurstaða að gerðardómi verði falið mat á launasetningu sé skynsamleg. Meira »

„Við erum sáttar“

Í gær, 20:40 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu sáttar við niðurstöðu dagsins, en yfirvinnubanni ljósmæðra hefur verið aflýst vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Meira »

Banaslys á Þingvallavegi

Í gær, 20:30 Einn er látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slysið um klukkan 16 í dag. Tveir aðrir voru fluttir slasaðir á slysadeild. Meira »

Ljósmæðraverkfalli aflýst

Í gær, 20:18 Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Ljósmæðrafélags Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni. Meira »

Breytt landslag í ferðaþjónustu

Í gær, 19:50 Íslenskir ferðaþjónustuaðilar segjast finna fyrir breyttu landslagi í greininni og segja íslensku krónuna spila þar stórt hlutverk. Erlendum ferðamönnum finnist Ísland orðinn of dýr áfangastaður sem valdi samdrætti á mörgum sviðum, en þó sé jafn stígandi í svokallaðri lúxusferðamennsku. Meira »

Framkvæmdir við Geysi taka á sig mynd

Í gær, 19:40 Framkvæmdir við Geysissvæðið eru farnar að taka á sig mynd, en unnið er að uppbyggingu göngustígakerfis upp á Laugafell fyrir ofan hverasvæðið. Áformað er að ljúka því verki nú í sumar, en í kjölfarið bíða önnur verkefni við að taka svæðið allt í gegn. Meira »

Vill loka íslenskum sendiráðum

Í gær, 18:05 „Sendiráð hafa vafalaust verið nauðsynleg fyrr á öldum og fram eftir 20. öldinni. En nú eru samgöngur á milli landa svo tíðar og auðveldar og fjarfundabúnaðir svo fullkomnir að það er ástæðulaust fyrir örþjóð eins og okkur að hafa slík útibú í öðrum löndum. Þeir sem þar starfa hafa í flestum tilvikum ekkert að gera.“ Meira »

Harmar tilhæfulausar ásakanir ljósmóður

Í gær, 17:30 Samninganefnd ríkisins harmar að fulltrúi ljósmæðra kjósi að setja fram tilhæfulausar aðdróttanir í frétt sem birtist á mbl.is. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Gunnar Björnsson, formaður nefndarinnar, sendir mbl.is. Meira »

Þingvallavegur opnaður á ný eftir slys

Í gær, 16:21 Umferðarslys varð á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, laust fyrir klukkan 16 i dag. Þrír hafa verið fluttir á slysadeild, þar af einn alvarlega slasaður. Meira »

Gjaldið verst fyrir minni fyrirtæki

Í gær, 16:15 „Þetta hefur miklu alvarlegri áhrif á rekstur smárra fyrirtækja, þessi aðgangseyrir. Þetta skekkir mjög alla eðlilega og heiðarlega samkeppni,“ segir eigandi ferðaþjónustunnar Steinferðir ehf. en hann þurfti að hætta ferðum upp á Leifs­stöð eft­ir að Isa­via lagði gjald á af­not af fjarstæðum. Meira »

Slá skjaldborg um fæðingardeildina

Í gær, 14:49 Boðað hefur verið til samstöðufundar með ljósmæðrum við fæðingardeild Landspítalans klukkan tólf á hádegi á morgun. Að fundinum stendur stuðningshópur ljósmæðrasem hefur þegar staðið fyrir á annan tug mótmælafunda. Meira »

Í gæsluvarðhald til mánudags

Í gær, 14:35 Karlmaður sem handtekinn var á Svalbarðseyri í gærmorgun var um hádegi í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til mánudags.  Meira »

Áhrifin vart merkjanleg

Í gær, 13:30 Mælingar Umhverfisstofnunar sýna að áhrif útblásturs af völdum skemmtiferðaskipa í miðbæ Akureyrar voru mjög lítil og vart merkjanleg, utan við örfáa toppa sem voru þó allir vel undir heilsuverndarmörkum. Meira »

Ró yfir fæðingardeildum

Í gær, 12:44 Aðeins hefur ein beiðni um undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra borist síðasta sólarhringinn. Þetta segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, sem situr í undanþágunefndinni fyrir hönd ljósmæðra. Meira »

Lögregluaðgerð í Grafarholti

Í gær, 12:17 Lögregluaðgerð var í gangi við Þórðarsveig í Grafarholti um hádegi í dag. Fjöldi lögreglubíla og sjúkrabíll var á vettvangi. Slökkviliðið getur ekki gefið upplýsingar um málið aðrar en þær að einn hafi verið fluttur á sjúkrahús með minni háttar meiðsl. Meira »

Jafnan veitt án nærveru forseta

Í gær, 11:54 Forseti Íslands veitir hina íslensku fálkaorðu en við opinberar heimsóknir ytra er hún að jafnaði afhent orðuhafa án þess að forseti sé nærri. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá embætti forseta Íslands. Meira »
Húsgangaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
VW Fox ágerð 2007
Til sölu vel með farinn VW Fox árg. 2007 ekinn ca. 110.þús Allur nýyfirfarinn og...