„Þurftu bara nánast ekkert að sminka mig“

Guðmundur í hlutverki Pútíns í HM-auglýsingu Icelandair.
Guðmundur í hlutverki Pútíns í HM-auglýsingu Icelandair. Ljósmynd/Aðsend

Guðmundur Kr. Ragnarsson, matreiðslumaður í Reykjavík, þykir keimlíkur Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann lék Pútín í HM-auglýsingu Icelandair og var valinn í það verkefni fram yfir mann sem hefur það að aðalstarfi að bregða sér í gervi Pútíns. Líkindin við Pútín komu Guðmundi næstum í klípu í Kænugarði í maí.

„Þeir áttu ekki til orð þarna úti þegar þeir sáu mig. Þeir þurftu bara nánast ekkert að sminka mig,“ segir Guðmundur, sem fór til Ameríku til þess að leika í auglýsingu Icelandair er íslenska landsliðið var statt vestanhafs í mars. Í auglýsingunni, sem sjá má hér að neðan, er Guðmundur í hlutverki Pútíns, sem færir íslenska landsliðinu gullstyttuna í ljúfum draumi Harðar Björgvins Magnússonar.

Hlutverkið fékk hann óvænt í gegnum tengsl sín í kvikmyndabransanum, en Guðmundur hefur eldað ofan kvikmyndagerðarfólk hér á landi um langt skeið.

Guðmundi hefur verið líkt við Pútín allt frá því að hann tók við stjórninni í Rússlandi laust fyrir aldamót.

„Vinir mínir eru búnir að gera grín að mér í 20 ár. Það er bara þannig. Ég hef ekkert verið að spá í þessu, hef bara alltaf tekið þessu sem gríni,“ segir Guðmundur, eða Gummi kokkur eins og hann er oft kallaður.

Nú er grínið orðið nokkuð áþreifanlegur veruleiki og segir Guðmundur að rætt hafi verið við hann um möguleikann á því að taka að sér fleiri verkefni sem eftirherma Pútíns.

Bæði Guðmundi og Vladimír þykir gaman að veiða.
Bæði Guðmundi og Vladimír þykir gaman að veiða. Mynd/Samsett

„Það er búið að segja við mig alveg helling en ég vil ekki að gefa neitt upp fyrr en að því kemur. Þeir í Ameríku eru alveg brjálaðir í að fá mig aftur,“ segir Guðmundur.

Ekki gott að vera líkur Pútín í Úkraínu

Líkindin við Pútín geta þó verið til vandræða, eins og Guðmundur fékk að reyna í Kænugarði í Úkraínu í vor er hann fór þangað og fylgdist með Real Madrid mæta Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.

„Ég var á veitingastað og þá voru Úkraínumennirnir byrjaðir að líta eitthvað rosalega á mig og byrjaðir að taka myndir af mér. Það var bara allt að fara í gang, af því að þeir héldu bara að Pútín væri mættur á svæðið. Ég setti bara á mig gleraugu og húfu og lét mig hverfa. Þetta var rosalegt alveg,“ segir Guðmundur, sem lenti einnig ítrekað í því að stuðningsmenn Liverpool vildu fá sjálfsmyndir með honum á götum úti í Kænugarði.

„Þá runnu á mig tvær grímur því að hann er náttúrulega nýbúinn að ráðast inn í Úkraínu. Og ekki vildi ég láta skjóta mig þarna. Ég var eiginlega bara hálfhræddur sko. Þetta var mjög skrítin tilfinning,“ segir Guðmundur.

Aðspurður hvort hann ætli ekkert að fara á HM í Rússlandi þar sem líkindin við Pútín myndu eflaust vekja athygli segir Guðmundur að það sé ekki stefnan, en að það væri kannski eina vitið að fara þangað með mönnum sem væru klæddir sem lífverðir og „gera allt brjálað“.

En hvort er það gott eða slæmt að vera svona líkur þessum manni?

„Ég hef bara gaman að þessu. Ég þarf bara að fara vel með þetta,“ segir Guðmundur sem er ánægður með hvernig auglýsing Icelandair kom út. Hann er líka með ánægður með auglýsinguna, sem hann segir að engum öðrum myndi detta í hug að gera en Íslendingum.

„Það er annað að fá þessa hugmynd [að sýna Ísland vinna HM] og svo að hafa þor í að gera hana,“ segir Guðmundur, sem hefur, eins og lesendur ef til vill skynja, gaman af þessu öllu saman.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Eyðum ekki jólunum á klósettinu“

11:56 Matvælastofnun hvetur landsmenn til að tileinka sér hreinlæti, rétta meðhöndlun og kælingu matvæla í eldhúsinu svo koma megi í veg fyrir að matarbornir sjúkdómar spilli jólagleðinni. Meira »

„Stríðsyfirlýsing“ hjá Bjarna

11:50 „Þetta er ekkert annað en stríðsyfirlýsing við kröfur hreyfingarinnar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um ummæli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í Morgunblaðinu í dag. Sagði Bjarni að skattar yrðu ekki lækkaðir ofan á „óábyrgar“ launahækkanir í kjarasamningum. Meira »

Segir „sóunarmenningu“ viðgangast

11:27 Leikstjórinn Benedikt Erlingsson segir margt mjög merkilegt koma fram í jólaerindi Guðna Á. Jóhannessonar orkumálastjóra þar sem hann segir ofbeldið í kvikmyndinni Kona fer í stríð jafn úrelt og bogi og örvar sem stríðstól. Meira »

Segir upp vegna áreitni yfirmanns

11:22 „Hafi fólk einlægan áhuga á að vita hvers vegna konur flýja HÍ er skýringin ekki svo flókin.“ Þetta segir Sigrún Helga Lund, prófessor í líftölfræði við HÍ, í færslu á Facebook, þar sem hún lýsir erfiðum samskiptum og kynferðislegri áreitni sem hún hefur mátt þola frá yfirmanni sínum. Meira »

Mestur munur á kjöti og konfekti

11:11 Mikill verðmunur var á jólamat milli verslana í verðkönnun ASÍ sem framkvæmd var á mánudaginn. Mestur var verðmunurinn á algengum jólamat eins og kjöti, gosi, jólaöli og konfekti og er því ljóst að neytendur geta sparað sér töluverðar fjárhæðir þegar keypt er í jólamatinn. Meira »

12 milljónir í 31 styrk

10:39 Tæpum 12 milljónum króna var úthlutað í 31 styrk til þýðinga á íslensku, í seinni úthlutun ársins. Alls bárust 56 umsóknir og sótt var um rúmar 47 milljónir króna. Fjölgun umsókna var jafnt í flokki skáldverka og myndríkra barna- og ungmennabóka. Meira »

Ungur háskólanemi vann 40 milljónir

10:13 Háskólanemi um tvítugt vann 41,4 milljónir króna í Lottóinu á laugardaginn. Hann er með þeim yngri sem komið hefur í heimsókn til Íslenskrar getspár til að sækja vinning. Meira »

Dettur í hug Kúba norðursins

10:13 „Ég batt vonir við að eftir fund með bankaráði þann 27. nóvember sl. myndi málinu ljúka en ekki þyrfti að fara með það inn í sjöundu jól og áramót,“ skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í bréfi til bankaráðs Seðlabanka Íslands. Meira »

Mætti meta menntun betur

10:02 Drífa Snædal, fyrrverandi framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir nýja rannsókn á högum erlendra kvenna á íslenskum vinnumarkaði sýna að ýmislegt megi gera betur. Svo sem mat á menntun þeirra sem koma erlendis frá til að vinna hér á landi. Meira »

BDSM-hneigður transmaður

09:54 Mjög miklir fordómar eru ríkjandi gagnvart BDSM-hneigðum. Þetta kom fram í máli Sólhrafns Elí Gunnars sem er BDSM-hneigður transmaður. Hann heimsótti Ísland vaknar og opnaði græjutöskuna og sýndi áhorfendum tæki eins og svipur, bönd og skæri. Meira »

Nýtt meðferðarheimili verði í Garðabæ

09:50 Stefnt er að því að framkvæmdir við nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga hefjist á næsta ári í Garðabæ.  Meira »

Kynjabilið minnst hér á landi

08:31 Hundrað og átta ár eru þar til kynjajafnrétti verður náð í heiminum, en Ísland trónir á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir lönd í heiminum þar sem kynjajafnrétti er mest. Meira »

Fleiri fóru til sýslumanns heldur en prests

08:18 Nærri lætur að annað hvert par sem gifti sig í síðasta mánuði hafi fengið sýslumann til að annast athöfnina. Í nóvember stofnuðu 242 einstaklingar til hjúskapar og af þeim gengu 122 í hjúskap hjá sýslumanni eða 50,4%. Meira »

Lungnasjúklingar haldi sig innan dyra

07:59 „Við höfum engin önnur úrræði en að halda okkur innandyra og loka gluggum,“ segir Kjartan Mogensen, formaður Samtaka lungnasjúklinga, um mengun frá flugeldum um hver áramót. Meira »

Bensínverð hækkar um 3,30 krónur

07:57 Bensínverð á Íslandi mun hækka um 3,30 krónur á lítra um áramót vegna skattahækkana. Þetta kemur fram í útreikningum Félag Íslenskra bifreiðareiganda (FÍB). Verð á dísilolíu mun hækka um 3,1 krónur á hvern lítra. Meira »

Nýtt skip Eimskips næsta sumar

07:37 Fyrra skipið af tveimur, sem eru í smíðum fyrir Eimskipafélagið í Kína, var sjósett föstudaginn 14. desember síðastliðinn. Vinna við skipið heldur áfram og má búast við því að það komi til Íslands eftir mitt ár 2019, samkvæmt upplýsingum Ólafs William Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips. Meira »

Ný veðurstöð í Víðidal

07:19 Ný veðurstöð Veðurstofunnar í Víðidal hefur verið tekin í gagnið. Veðurstöðin verður það sem er kallað „fjölþáttaveðurstöð“ en það þýðir að hún mælir hita, úrkomu, raka, skyggni og skýjafar. Ekki er farið að mæla allar breytur en sem stendur mælir stöðin hita, vind, rakastig og loftþrýsting. Meira »

Rigning og slydda um jólin

06:55 Spáð er rigningu á aðfangadag á landinu fyrir utan Norðaustur- og Austurland, þar verður að mestu þurrt. Á jóladag er von á slyddu og snjókomu. Meira »

Alvarleg líkamsárás á bar

06:03 Tilkynnt var til lögreglunnar um alvarlega líkamsárás á bar í Mosfellsbæ á tíunda tímanum í gærkvöldi. Þar hafði maður verið kýldur og misst meðvitund og eins var hann með skurð við eyra. Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Gullsmári Kópavogi
Til leigu er mjög góð 2 herb.reyklaus þjónustuíbúð fyrir 60 ára og eldri á 7. hæ...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
Kommóða
Til sölu 3ja skúffu kommoða,ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000..S...