Yfir landið á ská og langsum á hestbaki

Hermann Árnason er að leggja í langferð á hestbaki. Hann …
Hermann Árnason er að leggja í langferð á hestbaki. Hann á margar ferðir að baki. Ljósmynd/Jens Einarsson

Hermann Árnason, hrossabóndi á Hvolsvelli, ætlar að ríða á ská landshorna á milli og síðan eftir landinu endilöngu. Eftir ferðalagið verður hann búinn að ríða um flest héruð landsins og teikna stjörnu með ferðum sínum.

Hermann sundreið öll vötn frá Höfn í Hornafirði að Selfossi ásamt fleirum vorið 2009. Í þeirri ferð fékk hann þá hugdettu að ríða landið „í stjörnu“ eins og hann orðar það.

„Ég byrjaði á stjörnunni 2016 og reið þá frá Vík í Mýrdal og norður að Hrauni á Skaga. Þaðan reið ég vestur í Bolungarvík og Skálavík. Svo reið ég Vestfjarðakjálkann og endaði austur á Ingólfshöfða. Þar með tók ég helminginn af stjörnunni,“ sagði Hermann. Nú ætlar hann að fullgera myndina og teikna enn stærri stjörnu á Íslandskortið, að því er fram kemur í umfjöllun um fereðalög þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert