Flestir bara komnir á flotta tónleika

Hátíðarsvæðið í Laugardal var óðum að fyllast af fólki er ...
Hátíðarsvæðið í Laugardal var óðum að fyllast af fólki er ljósmyndari mætti á svæðið í kvöld. mbl.is/Valli

„Auðvitað eru alltaf einhverjir sem eru að drekka en meginparturinn af öllum unglingum sem eru þarna inni eru bara í þeim tilgangi að hlusta á góða tónlist og fara svo heim,“ segir Þórhildur Rafns Jónsdóttir deildarstjóri unglingastarfs hjá frístundamiðstöðinni Kringlumýri.

Hún er á meðal þeirra starfsmanna Reykjavíkurborgar sem koma að svokallaðri athvarfsvakt á tónlistarhátíðinni Secret Solstice um helgina og segir mörgu ábótavant í gæslunni hjá hátíðinni, en að aðstandendur séu að reyna að bæta sig.

Þórhildur var nýkomin heim af hátíðinni er mbl.is náði af henni tali og hún sagði stemninguna í Laugardalnum hafa verið góða í kvöld.

„Við erum búin að sjá miklar betrumbætur í dag frá því í gær. Þeir eru farnir að taka strangar á því að fólk sýni skílríki og eru að skipta út armböndum ef það voru látin röng armbönd á ungmenni í gær. Við sjáum alveg að þeir eru að reyna að taka sig á og að þetta hafi í raun bara verið mistök hjá þeim í gær að einhverjir hafi farið í gegn án þess að sýna skílríki,“ segir Þórhildur.

„Okkur finnst þau allavega vera að reyna að vinna sína vinnu og við erum bara að vinna okkar vinnu inni á svæðinu við að tryggja öryggi ungmenna og reyna að koma þeim til síns heima ef þau eru ekki með forráðamann á svæðinu,“ segir Þórhildur um starf athvarfsvaktarinnar, sem einnig er starfrækt á stórum viðburðum á borð við Menningarnótt og 17. júní.

Reykjavíkurborg hefur að hennar sögn aldrei verið með fleiri starfsmenn inni á svæðinu til þess að fylgjast með ungmennum og ná til þeirra á meiri jafningjagrundvelli en ef til vill gæslumenn hátíðarinnar geta.

„Okkar aðalverkefni er að þarna sé enginn í vondu ásigkomulagi og geti ekki sjálfur séð um sig,“ segir Þórhildur.

Tryggja þurfi að forráðamenn taki ábyrgð

Þórhildur segir mikið af ungu fólki á hátíðinni og að flestir séu þar í jákvæðum tilgangi.

„Það er fullt af flottum atriðum þarna sem eru í þessari tísku-tónlistarbylgju sem er hjá þessu unga fólki og frábært tækifæri fyrir þau að fá að fara á flotta tónleika,“ segir Þórhildur.

Hún segist þó alltaf setja spurningamerki við viðburði þar sem allir eigi að vera saman, bæði unglingar og fullorðnir sem séu að drekka og djamma. Hins vegar segir hún það skýrt í reglum Secret Solstice að það sé 18 ára aldurstakmark á hátíðina og að forráðamenn eigi að bera ábyrgð á þeim sem yngri eru.

„Það er í reglum Solstice að ef þú ert forráðamaður þá ert þú með þeim sem þú berð ábyrgð á allan tímann,“ segir Þórhildur. Því þýði ekki að forráðamenn ungmenna, sem sagt hafi ætla að taka ábyrgð, séu kannski bara farnir að djamma eða skilji ungmennin eftir strax við innganginn.

Þórhildur segir að foreldrar þurfi að vera vakandi fyrir þessu, þar sem það fylgi því ábyrgð að senda börn sín á tónlistarhátíðir.

mbl.is

Innlent »

Árbæjarskóli vann Skrekk

22:00 Árbæjarskóli bar sigur úr býtum í Skrekki, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, en úrslitin fóru fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Í öðru sæti lenti Langholtsskóli og í því þriðja varð Seljaskóli. Meira »

Ammoníaksleki á Akranesi

21:21 Lögregla og slökkvilið eru nú við eina af byggingum HB Granda á Akranesi vegna ammoníaksleka.   Meira »

Sautján nýjar stöður aðstoðarfólks

20:52 Alls verða 17 nýjar stöður aðstoðarfólks þingflokka til innan þriggja ára. Hver þingflokkur fær aðstoð eftir þingstyrk sínum og mun kostnaðurinn vegna þessa nema hátt í 200 milljónum króna á ári. Meira »

Fóru nýja leið upp fjallshlíðina

20:36 Þeir Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson fóru aðra leið á topp fjallsins Pumori en venjulegt var og vissu ekki til þess að aðrir hefðu farið sömu leið. Þetta staðfestir Jón Geirsson, sem var með þeim Kristni og Þorsteini en þurfti frá að hverfa vegna rifbeinsbrots. Meira »

Margir læra listina að standa á höndum

20:17 Eðlisfræðidoktorinn Helgi Freyr Rúnarsson stóð aldrei á höndum sem barn eða unglingur og hafði ekki einu sinni reynt að standa á höndum fyrr en hann var kominn vel á þrítugsaldurinn. Meira »

„Verið til fyrirmyndar“

20:15 „Verkið var mjög vel skipulagt hjá starfsmönnum Slippsins og allt hefur gengið eins og í sögu. Það hefur verið til fyrirmyndar hvernig að þessu hefur verið staðið.“ Meira »

„Fjallið á það sem fjallið tekur“

19:47 Félagarnir og æskuvinirnir Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson höfðu klifið flesta tinda Íslands áður en þeir héldu út í heim. Þeir klifu meðal annars hæsta fjall Suður-Ameríku og nokkur fjöll í Norður-Ameríku áður en leiðin lá til Nepal árið 1988, en þaðan sneru þeir ekki aftur. Meira »

Fjögurra bíla árekstur á Reykjanesbraut

19:39 Fjögurra bíla árekstur varð á Reykjanesbraut til móts við IKEA um klukkan 17.45. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var slysið minni háttar. Meira »

Banaslys varð á Sæbraut

18:45 Banaslys varð á Sæbraut í dag þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Sæbraut var lokað í vesturátt frá Kringlumýrarbraut vegna slyssins. Meira »

Fólk sem þráir frið og framtíð

18:38 „Þótt við mannfólkið séum ólík að mörgu leyti svipar grunngildunum okkar alltaf saman. Öll viljum við geta búið í friðsömu landi þar sem mannréttindi eru virt og þar séu allar nauðsynjar sem við þurfum til að lifa. Með sögunni minni langar mig að við, Íslendingar, finnum samkennd með flóttafólki og berum virðingu fyrir því hvað þau hafa lagt á sig til að reyna að öðlast betra líf og gefum þeim séns, tökum vel á móti þeim.“ Meira »

Verklagi fylgt í máli sykursjúks drengs

18:16 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að embætti héraðssaksóknara hafi í maí síðastliðnum ákveðið að hætta að rannsaka mál sem varðar meint ófagleg vinnubrögð lögreglu eftir að 17 ára piltur var færður á lögreglustöð eftir skóladansleik. Meira »

Skaðabætur eftir að skápur féll á hana

17:47 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Tryggingamiðstöðina til að greiða konu á fertugsaldri rúmar 18 milljónir króna eftir að hún slasaðist í vinnuslysi árið 2014. Meira »

Reynir Íslandsmeistari í skrafli

17:08 Reynir Hjálmarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmótinu í skrafli sem fór fram í sjötta sinn um helgina. Gísli Ásgeirsson varð í öðru sæti og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir í því þriðja. Meira »

Farið talsvert nærri stjórnarskránni

16:49 „Sífellt fleirum líður eins og að Evrópusambandið beri ekki þá virðingu fyrir tveggja stoða kerfinu og okkur finnst það eiga að gera. Það eru fleiri mál þar sem gengið hefur verið ansi langt gangvart framsalsheimildum okkar miðað við stjórnarskrá okkar.“ Meira »

Hjón fengu 4 milljóna skaðabætur

16:44 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða hjónum samtals fjórar milljónir króna í skaðabætur. Þau voru úrskurðuð fyrir tveimur árum í gæsluvarðahald grunuð um aðild að íkveikju á húðflúrsstofunni Immortal Art í Hafnarfirði. Meira »

Kampi fjárfestir í búnaði Skagans 3X

16:30 Rækjuverksmiðjan Kampi ehf. á Ísafirði hefur skrifað undir samning um kaup á karakerfi frá Skaganum 3X. „Reksturinn hjá Kampa ehf. hefur gengið vel undanfarna mánuði og góður stígandi hefur verið í vinnslunni.“ Meira »

Ekki búið að tilkynna fundinn

16:13 Hvorki utanríkisráðuneytinu né embætti ríkislögreglustjóra hefur borist formlegt erindi varðandi fund á líkum íslensku fjallgöngugarpanna, þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, sem fundust nýlega á fjallinu Pumori í Nepal. Meira »

Katrín fundar með Merkel í Berlín

15:40 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um efnahagsmál á vegum Süddeutsche Zeitung í Berlín á morgun. Forsætisráðherra mun einnig eiga tvíhliða fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands í Berlín. Meira »

Utanvegaakstur alvarlegt mál

15:29 Lögreglan á Suðurlandi tekur utanvegaakstur alvarlega og er að reyna að auka eftirlit og sýnileika í samvinnu við landverði og Umhverfisstofnun. Aðalvarðstjóri lögreglunnar á Höfn segir að mál manns sem spændi upp mosa í september sé væntanlegt á borð lögreglu. Meira »
Sólbaðsstofa Súper sól
Enduropna Sólbaðsstofu Súper sól í Hólmaseli 2, 109 Reykjavík. Nýir sól- og ko...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Snjómokstur og Söltun GÍH
Vetrarþjónusta allan sólarhringinn. Vöktun í boði fyrir fyrirtæki og húsfélög. H...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...