Grænt ljós á háhýsaröð

Nú er einnar til þriggja hæða atvinnu- og skrifstofuhúsnæði í …
Nú er einnar til þriggja hæða atvinnu- og skrifstofuhúsnæði í Borgartúni 24. Áformað er að reisa allt að sjö hæða byggingu. Teikning/Yrki arkitektar

Reykjavíkurborg mun að óbreyttu geta veitt framkvæmdaleyfi vegna milljarðauppbyggingar í Borgartúni 24. Hagsmunaaðilar hafa þó möguleika á að leggja fram kæru í málinu til úrskurðarnefndar auðlinda- og umhverfismála.

Fjárfestar hyggjast byggja allt að 65 íbúðir og atvinnuhúsnæði á lóðinni Borgartúni 24. Miðað við fasteignaverð á svæðinu yrði söluverðmæti íbúðanna 3-4 milljarðar.

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í febrúar breytt deiliskipulag lóðarinnar Borgartúns 24. Hafði lögmaður húsfélags Mánatúns 7-17 þá komið á framfæri mótmælum til skipulagsfulltrúa. Fyrirhugaðar skipulagsbreytingar væru í andstöðu við lög og brytu gegn lögvörðum hagsmunum íbúa Mánatúns, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert