„Kjöraðstæður fyrir unglingadrykkju“

Frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum í kvöld.
Frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum í kvöld. mbl.is/Valli

Sigrún Theódórsdóttir varaformaður foreldrafélags Laugalækjarskóla segir að aðstandendum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafi mistekist að standa við gefin loforð þess efnis að sporna við unglingadrykkju á hátíðinni.

Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi hátíðarinnar segir gesti hafa verið fyrirmyndar í gærkvöldi og að athugasemdir hafi ekki borist til skipuleggjenda hátíðarinnar vegna unglingadrykkju, en að þeir vilji þó hlusta á áhyggjufulla foreldra.

Sigrún var ásamt fleiri foreldrum á foreldrarölti um svæðið í gærkvöldi og sagði ljóst að armbandakerfi hátíðarinnar, sem eigi að tryggja að fólk yngra en 20 ára geti ekki keypt áfengi inni á svæðinu, gangi ekki upp. 

„Það náttúrlega fauk út um gluggann við það að það er ekki beðið um skilríki þegar þú sækir þér miðann, þannig að það brást hjá þeim,“ segir Sigrún sem segist hafa heyrt „fjöldamörg“ dæmi af því að fólk undir 20 ára aldri hafi fengið armbönd sem ætluð eru þeim sem komnir eru á áfengiskaupaaldur.

Leitað á hátíðargestum við innganginn í kvöld.
Leitað á hátíðargestum við innganginn í kvöld. mbl.is/Valli

Armböndin á Secret Solstice eru rafræn og fara allar peningagreiðslur innan hátíðarsvæðisins fram með þeim. Sigrún staðhæfir að hægt hafi verið að nota armböndin sem ætluð eru þeim sem eru yngri en 20 ára til áfengiskaupa.

„Það ræddi ég við lögreglu í gærkvöldi og lögregla varð vitni að því. Það er náttúrlega bara kolólöglegt,“ segir Sigrún og bætir við að unglingar allt niður í 15 ára hafi verið ölvuð inni á svæðinu.

Þetta segir Björn að geti ekki staðist, þar sem skrá þurfi hvert einasta armband á kennitölu við innganginn, nema reyndar sérstaka boðsmiða, en þeir sem séu undir 18 ára aldri þurfi að vera í fylgd með forráðamönnum til þess að nýta þá til að komast inn á svæðið. Séu þeir miðar nýttir til áfengiskaupa hljóti það því að vera með samþykki forráðamanna.

Þá segir Björn það alveg á hreinu að armböndin fyrir þá sem eru yngri en 20 ára gildi ekki til áfengiskaupa.

Kjöraðstæður fyrir unglingadrykkju

Sigrún segir einnig ekkert eftirlit með vímuefnaneyslu inni á hátíðarsvæðinu, en reyndar hafi verið fíkniefnahundur við innganginn. „Fólk var stoppað þar, en þegar þú ert kominn inn á svæðið reykir fólk bara kannabis alveg óáreitt,“ segir Sigrún.

Þess ber að geta að í fyrra voru fjórir til fimm óeinkennisklæddir lögreglumenn við fíkniefnaeftirlit á hátíðinni og nutu þeir liðsinnis tveggja lögregluhunda.

Sigrún segir að foreldrar barna og unglinga í hverfinu séu uggandi vegna hátíðarinnar.

„Það sem okkur hryllir við er að það er verið að festa í sessi, að okkur finnst, svona „ídeal“ útihátíð þar sem eru allar kjöraðstæður fyrir unglingadrykkju og eiturlyfjaneyslu. Það er verið að „normalisera“ neyslu fyrir ungu krakkana hérna í hverfinu. Þau eru að tipla hérna í kring og þetta er allt mjög spennandi,“ segir Sigrún, sem ætlar aftur á foreldraröltið í kvöld.

Fólk á öllum aldri hefur verið á hátíðarsvæðinu í dag.
Fólk á öllum aldri hefur verið á hátíðarsvæðinu í dag. mbl.is/Valli

Tvískinnungur Þróttara

Sigrún gagnrýnir einnig að Knattspyrnufélagið Þróttur leigi hluta félagssvæðis síns undir hátíðina í fjáröflunarskyni.

„Það er sorglegur tvískinnungur, þegar þau sem standa fyrir forvarnarmálum í hverfinu eru farin að afla fjár með því að stuðla að svona hátíðum. Það er ekki þannig að þarna sé bara tvítugt fólk og eldra að skemmta sér undir áhrifum. Manni finnst verið að festa í sessi þarna útihátíð þar sem eru bara allar aðstæður fyrir unglingadrykkju og grasreykingar. Og við bara spyrjum okkur, viljum við hafa þetta svona?“ segir Sigrún.

Gestirnir til fyrirmyndar

„Hvert einasta ár er reynt að finna eitthvað að, en það eina sem ég sé er bara eitthvað fólk að skemmta sér mjög fallega,“ segir Björn, sem segist vilja líta á það jákvæða við hátíðina.

„Það eina sem ég hef tekið eftir er að það er fullt af ungu fólki hérna og það er til fyrirmyndar, hefur hegðað sér rosalega vel. Það er ekki yfir neinu að kvarta, sem ég hef tekið eftir allavega.“

Hann segir að ábendingar á borð við þær sem Sigrún hefur hafi ekki borist beint til aðstandenda hátíðarinnar.

„Væri um eitthvað þannig að ræða viljum við hlusta á fólk og hlusta á áhyggjufulla foreldra,“ segir Björn.

mbl.is

Innlent »

Eiginlega bara eins og það gerist verst

19:15 Í júní síðastliðnum lagði íslensk fjölskylda upp í ferð til Kenía og Tansaníu. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að heimsækja skólann Little Bees sem er í miðju fátækrahverfi í Kenía en hópurinn skellti sér líka í ógleymanlega safaríferð. Meira »

ESB versti óvinur Trumps

19:00 Versti óvinur Donalds Trump Bandaríkjaforseta á heimsvísu er Evrópusambandið, en á eftir koma klassískir keppinautar Bandaríkjanna, Rússland og Kína. Meira »

Frakkar á Ingólfstorgi sáttir við sína

18:17 „Ég hélt að leikurinn yrði auðveldari því við höfum reynslu af úrslitaleikjum,“ sagði George sem staddur var á Ingólfstorgi og fylgdist með Frökkum landa heimsmeistaratitli í knattspyrnu. Meira »

Tilkynnt um flík í sjónum

18:08 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er nú að störfum við Bryggjuhverfi í Grafarvogi, eftir að tilkynning barst um að þar væri flík í sjónum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu virðist vera sem um blautgalla sé að ræða. Meira »

„Sum hjólför hverfa ekki“

17:35 Erlendir ferðamenn óskuðu í dag eftir aðstoð rekstraraðila í Kerlingarfjöllum, eftir að hafa fest tvær bifreiðar sínar í grennd við fjallið Loðmund, sem er á milli Kerlingarfjalla og Setursins, hálendisskála ferðaklúbbsins 4x4. Akstur er bannaður á svæðinu og lögregla var kölluð til. Meira »

Hnúfubakar komnir lengst inn að Polli

16:50 „Það eru allir skælbrosandi hér um borð,“ segir Örn Stefánsson, skipstjóri á hvalaskoðunarbátnum Konsúl sem gerður er út frá Akureyri, en þrír hnúfubakar eru núna staddir lengst inni við Poll, sunnan við Akureyrarhöfn. Meira »

Úrvalsstemning á Ingólfstorgi

15:55 Stuðningsmenn Frakka, Króata og aðrir áhugamenn um fótbolta eru samankomnir á HM-torginu á Ingólfstorgi og þar var stemningin mikil, enda úrslitaleikur HM í Rússlandi í fullum gangi og leikurinn líflegur framan af. Meira »

Rannsókn lokið á vettvangi

13:34 Lögreglan á Suðurlandi hefur lokið við rannsókn á vettvangi sumarbústaðarins í Grímsnesi þar sem eldur kom upp í nótt. Rannsókninni er þó ekki lokið og er lögregla ekki tilbúin að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Meira »

Aftur í örmum skírnarvottsins

11:06 Þegar George Valdimar Tiedemann, sem er íslenskur í móðurættina, mætti í aldarafmæli gamals hermanns, Vincents Hermansons, á dögunum bjóst hann ekki við að enda í fanginu á afmælisbarninu. En það gerðist samt. Meira »

Eldur í sumarbústað á Suðurlandi

10:28 Fjórir voru fluttir á sjúkrahús í nótt eftir að upp kom eldur í sumarbústað á Suðurlandi. Í tilkynningu frá Brunavörnum Árnessýslu segir að útkallið hafi borist slökkviliði rétt fyrir klukkan fimm í nótt. Meira »

Hæsti hiti ársins í Reykjavík

09:19 Hitinn í Reykjavík mældist klukkan átta í morgun 14,2 gráður. Um er að ræða hæsta hita ársins í höfuðborginni, en áður hafði hann hæstur orðið 13,4 stig. Meira »

Mun loks fara að sjást til sólar

08:16 Búast má við vindi úr austan- og norðaustanátt í dag, allt að 8-15 metrum á sekúndu, en hvassast verður syðst. Víða verður dálítil væta framan af morgni, en stytta mun fljótlega upp sunnan- og austanlands. Meira »

Handteknir grunaðir um þjófnað

07:08 Tveir menn í annarlegu ástandi voru handteknir í miðborg Reykjavíkur upp úr klukkan 19 í gærkvöldi. Eru mennirnir grunaðir um þjófnað úr verslunum og hafa verið vistaðir í fangageymslu lögreglu, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. Meira »

Kvíði fylgir samfélagsmiðlum

Í gær, 21:30 „Þetta er samt enginn dans á rósum, við erum oft að vinna í 12 tíma á dag, sofum lítið, alltaf með kvíða því við verðum að klára auglýsingar en við þurfum samt að muna að vlogga. Það fylgir þessu mikill kvíði. Ég held að fólk vanmeti kvíðann sem fylgir samfélagsmiðlum.“ Meira »

BBC fjallar um íslenskar kirkjur

Í gær, 20:56 Hönnunarvefur breska ríkisútvarpsins, BBC Designed, birti í gær grein sem fjallar um íslenskar kirkjur og hönnun þeirra. Greinarhöfundi þykja margar íslenskar kirkjur óvenjulegar og segir sumar þeirra helst minna á bústaði huldufólks. Meira »

„Þarna sérðu, guð er Sandari“

í gær Um helgina fer bæjarhátíðin Sandara- og Rifsaragleði fram í Snæfellsbæ. Fréttaritari mbl.is, Alfons Finnsson, var á svæðinu og segir hann sólina hafa leikið við hátíðargesti í dag. Meira »

Atti kappi við son Assads

í gær „Ég hafði alltaf mjög gaman af stærðfræði í grunnskóla en það er helst að áhuginn hafi kviknað þegar ég byrjaði í Menntaskólanum í Reykjavík. Þá fékk ég að kynnast raunverulegri stærðfræði ef svo mætti að orði komast,“ segir Elvar Wang Atlason sem hlaut bronsverðlaun á ólympíuleikunum í stærðfræði. Meira »

Stelpurnar kalla mig mömmu

í gær „Stelpurnar kalla mig mömmu og nú kalla börnin þeirra mig ömmu. Þegar ég segi við vini mína að ég sé að fara til Íslands að heimsækja dætur mínar skilja þeir ekkert hvað ég er að meina. Fólk skilur ekki hvað maður getur orðið náinn skiptinemunum sínum.“ Meira »

Vildi senda RÚV á Þjóðminjasafnið

í gær „Hvað var það sem olli þessum ólíkindaviðbrögðum Sjónvarpsins? Um það hafa engin svör fengist önnur en þau, að forráðamennirnir viti ekki hvað sé að gerast í kringum þá. Þetta er vissulega ekki uppörvandi til afspurnar. Meira »
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: START/BYRJA: 2018: SUMAR: 23/7...
Husqvarna 401 Vitpilen árg. 2018
Eigum á lagert til afgreiðslu strax Husqvarna 401 Vitpilen. A2 réttindi, 45hp. 6...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: START/BYRJA: 2018: SUMAR: 23/7...