„Kjöraðstæður fyrir unglingadrykkju“

Frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum í kvöld.
Frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum í kvöld. mbl.is/Valli

Sigrún Theódórsdóttir varaformaður foreldrafélags Laugalækjarskóla segir að aðstandendum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafi mistekist að standa við gefin loforð þess efnis að sporna við unglingadrykkju á hátíðinni.

Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi hátíðarinnar segir gesti hafa verið fyrirmyndar í gærkvöldi og að athugasemdir hafi ekki borist til skipuleggjenda hátíðarinnar vegna unglingadrykkju, en að þeir vilji þó hlusta á áhyggjufulla foreldra.

Sigrún var ásamt fleiri foreldrum á foreldrarölti um svæðið í gærkvöldi og sagði ljóst að armbandakerfi hátíðarinnar, sem eigi að tryggja að fólk yngra en 20 ára geti ekki keypt áfengi inni á svæðinu, gangi ekki upp. 

„Það náttúrlega fauk út um gluggann við það að það er ekki beðið um skilríki þegar þú sækir þér miðann, þannig að það brást hjá þeim,“ segir Sigrún sem segist hafa heyrt „fjöldamörg“ dæmi af því að fólk undir 20 ára aldri hafi fengið armbönd sem ætluð eru þeim sem komnir eru á áfengiskaupaaldur.

Leitað á hátíðargestum við innganginn í kvöld.
Leitað á hátíðargestum við innganginn í kvöld. mbl.is/Valli

Armböndin á Secret Solstice eru rafræn og fara allar peningagreiðslur innan hátíðarsvæðisins fram með þeim. Sigrún staðhæfir að hægt hafi verið að nota armböndin sem ætluð eru þeim sem eru yngri en 20 ára til áfengiskaupa.

„Það ræddi ég við lögreglu í gærkvöldi og lögregla varð vitni að því. Það er náttúrlega bara kolólöglegt,“ segir Sigrún og bætir við að unglingar allt niður í 15 ára hafi verið ölvuð inni á svæðinu.

Þetta segir Björn að geti ekki staðist, þar sem skrá þurfi hvert einasta armband á kennitölu við innganginn, nema reyndar sérstaka boðsmiða, en þeir sem séu undir 18 ára aldri þurfi að vera í fylgd með forráðamönnum til þess að nýta þá til að komast inn á svæðið. Séu þeir miðar nýttir til áfengiskaupa hljóti það því að vera með samþykki forráðamanna.

Þá segir Björn það alveg á hreinu að armböndin fyrir þá sem eru yngri en 20 ára gildi ekki til áfengiskaupa.

Kjöraðstæður fyrir unglingadrykkju

Sigrún segir einnig ekkert eftirlit með vímuefnaneyslu inni á hátíðarsvæðinu, en reyndar hafi verið fíkniefnahundur við innganginn. „Fólk var stoppað þar, en þegar þú ert kominn inn á svæðið reykir fólk bara kannabis alveg óáreitt,“ segir Sigrún.

Þess ber að geta að í fyrra voru fjórir til fimm óeinkennisklæddir lögreglumenn við fíkniefnaeftirlit á hátíðinni og nutu þeir liðsinnis tveggja lögregluhunda.

Sigrún segir að foreldrar barna og unglinga í hverfinu séu uggandi vegna hátíðarinnar.

„Það sem okkur hryllir við er að það er verið að festa í sessi, að okkur finnst, svona „ídeal“ útihátíð þar sem eru allar kjöraðstæður fyrir unglingadrykkju og eiturlyfjaneyslu. Það er verið að „normalisera“ neyslu fyrir ungu krakkana hérna í hverfinu. Þau eru að tipla hérna í kring og þetta er allt mjög spennandi,“ segir Sigrún, sem ætlar aftur á foreldraröltið í kvöld.

Fólk á öllum aldri hefur verið á hátíðarsvæðinu í dag.
Fólk á öllum aldri hefur verið á hátíðarsvæðinu í dag. mbl.is/Valli

Tvískinnungur Þróttara

Sigrún gagnrýnir einnig að Knattspyrnufélagið Þróttur leigi hluta félagssvæðis síns undir hátíðina í fjáröflunarskyni.

„Það er sorglegur tvískinnungur, þegar þau sem standa fyrir forvarnarmálum í hverfinu eru farin að afla fjár með því að stuðla að svona hátíðum. Það er ekki þannig að þarna sé bara tvítugt fólk og eldra að skemmta sér undir áhrifum. Manni finnst verið að festa í sessi þarna útihátíð þar sem eru bara allar aðstæður fyrir unglingadrykkju og grasreykingar. Og við bara spyrjum okkur, viljum við hafa þetta svona?“ segir Sigrún.

Gestirnir til fyrirmyndar

„Hvert einasta ár er reynt að finna eitthvað að, en það eina sem ég sé er bara eitthvað fólk að skemmta sér mjög fallega,“ segir Björn, sem segist vilja líta á það jákvæða við hátíðina.

„Það eina sem ég hef tekið eftir er að það er fullt af ungu fólki hérna og það er til fyrirmyndar, hefur hegðað sér rosalega vel. Það er ekki yfir neinu að kvarta, sem ég hef tekið eftir allavega.“

Hann segir að ábendingar á borð við þær sem Sigrún hefur hafi ekki borist beint til aðstandenda hátíðarinnar.

„Væri um eitthvað þannig að ræða viljum við hlusta á fólk og hlusta á áhyggjufulla foreldra,“ segir Björn.

mbl.is

Innlent »

Árbæjarskóli vann Skrekk

22:00 Árbæjarskóli bar sigur úr býtum í Skrekki, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, en úrslitin fóru fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Í öðru sæti lenti Langholtsskóli og í því þriðja varð Seljaskóli. Meira »

Ammoníaksleki á Akranesi

21:21 Lögregla og slökkvilið eru nú við eina af byggingum HB Granda á Akranesi vegna ammoníaksleka.   Meira »

Sautján nýjar stöður aðstoðarfólks

20:52 Alls verða 17 nýjar stöður aðstoðarfólks þingflokka til innan þriggja ára. Hver þingflokkur fær aðstoð eftir þingstyrk sínum og mun kostnaðurinn vegna þessa nema hátt í 200 milljónum króna á ári. Meira »

Fóru nýja leið upp fjallshlíðina

20:36 Þeir Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson fóru aðra leið á topp fjallsins Pumori en venjulegt var og vissu ekki til þess að aðrir hefðu farið sömu leið. Þetta staðfestir Jón Geirsson, sem var með þeim Kristni og Þorsteini en þurfti frá að hverfa vegna rifbeinsbrots. Meira »

Margir læra listina að standa á höndum

20:17 Eðlisfræðidoktorinn Helgi Freyr Rúnarsson stóð aldrei á höndum sem barn eða unglingur og hafði ekki einu sinni reynt að standa á höndum fyrr en hann var kominn vel á þrítugsaldurinn. Meira »

„Verið til fyrirmyndar“

20:15 „Verkið var mjög vel skipulagt hjá starfsmönnum Slippsins og allt hefur gengið eins og í sögu. Það hefur verið til fyrirmyndar hvernig að þessu hefur verið staðið.“ Meira »

„Fjallið á það sem fjallið tekur“

19:47 Félagarnir og æskuvinirnir Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson höfðu klifið flesta tinda Íslands áður en þeir héldu út í heim. Þeir klifu meðal annars hæsta fjall Suður-Ameríku og nokkur fjöll í Norður-Ameríku áður en leiðin lá til Nepal árið 1988, en þaðan sneru þeir ekki aftur. Meira »

Fjögurra bíla árekstur á Reykjanesbraut

19:39 Fjögurra bíla árekstur varð á Reykjanesbraut til móts við IKEA um klukkan 17.45. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var slysið minni háttar. Meira »

Banaslys varð á Sæbraut

18:45 Banaslys varð á Sæbraut í dag þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Sæbraut var lokað í vesturátt frá Kringlumýrarbraut vegna slyssins. Meira »

Fólk sem þráir frið og framtíð

18:38 „Þótt við mannfólkið séum ólík að mörgu leyti svipar grunngildunum okkar alltaf saman. Öll viljum við geta búið í friðsömu landi þar sem mannréttindi eru virt og þar séu allar nauðsynjar sem við þurfum til að lifa. Með sögunni minni langar mig að við, Íslendingar, finnum samkennd með flóttafólki og berum virðingu fyrir því hvað þau hafa lagt á sig til að reyna að öðlast betra líf og gefum þeim séns, tökum vel á móti þeim.“ Meira »

Verklagi fylgt í máli sykursjúks drengs

18:16 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að embætti héraðssaksóknara hafi í maí síðastliðnum ákveðið að hætta að rannsaka mál sem varðar meint ófagleg vinnubrögð lögreglu eftir að 17 ára piltur var færður á lögreglustöð eftir skóladansleik. Meira »

Skaðabætur eftir að skápur féll á hana

17:47 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Tryggingamiðstöðina til að greiða konu á fertugsaldri rúmar 18 milljónir króna eftir að hún slasaðist í vinnuslysi árið 2014. Meira »

Reynir Íslandsmeistari í skrafli

17:08 Reynir Hjálmarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmótinu í skrafli sem fór fram í sjötta sinn um helgina. Gísli Ásgeirsson varð í öðru sæti og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir í því þriðja. Meira »

Farið talsvert nærri stjórnarskránni

16:49 „Sífellt fleirum líður eins og að Evrópusambandið beri ekki þá virðingu fyrir tveggja stoða kerfinu og okkur finnst það eiga að gera. Það eru fleiri mál þar sem gengið hefur verið ansi langt gangvart framsalsheimildum okkar miðað við stjórnarskrá okkar.“ Meira »

Hjón fengu 4 milljóna skaðabætur

16:44 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða hjónum samtals fjórar milljónir króna í skaðabætur. Þau voru úrskurðuð fyrir tveimur árum í gæsluvarðahald grunuð um aðild að íkveikju á húðflúrsstofunni Immortal Art í Hafnarfirði. Meira »

Kampi fjárfestir í búnaði Skagans 3X

16:30 Rækjuverksmiðjan Kampi ehf. á Ísafirði hefur skrifað undir samning um kaup á karakerfi frá Skaganum 3X. „Reksturinn hjá Kampa ehf. hefur gengið vel undanfarna mánuði og góður stígandi hefur verið í vinnslunni.“ Meira »

Ekki búið að tilkynna fundinn

16:13 Hvorki utanríkisráðuneytinu né embætti ríkislögreglustjóra hefur borist formlegt erindi varðandi fund á líkum íslensku fjallgöngugarpanna, þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, sem fundust nýlega á fjallinu Pumori í Nepal. Meira »

Katrín fundar með Merkel í Berlín

15:40 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um efnahagsmál á vegum Süddeutsche Zeitung í Berlín á morgun. Forsætisráðherra mun einnig eiga tvíhliða fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands í Berlín. Meira »

Utanvegaakstur alvarlegt mál

15:29 Lögreglan á Suðurlandi tekur utanvegaakstur alvarlega og er að reyna að auka eftirlit og sýnileika í samvinnu við landverði og Umhverfisstofnun. Aðalvarðstjóri lögreglunnar á Höfn segir að mál manns sem spændi upp mosa í september sé væntanlegt á borð lögreglu. Meira »
Til leigu
Íbúð til leigu Ca. 100 m2 íbúð á jarðhæð í fjórbýlishúsi í suðurhlíðum Kópavogs,...
Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
Honda CRV Executive árg. 2015 - einn eig
Til sölu flott eintak af Hondu CRV Executive disel árgerð 2015. Bíllinn er sjálf...
Sumarhús/Gesthús
Mjög vandað sumarhús/Gesthús til sölu, algjörlega viðhaldsfrítt, klætt með lerki...