Listgluggar lagaðir

Oidtmann-bræður kíktu á listglugga Gerðar Helgadóttur.
Oidtmann-bræður kíktu á listglugga Gerðar Helgadóttur. mbl.is/Helgi Bjarnason

Viðgerðir standa yfir á gluggum Gerðar Helgadóttur í Skálholtskirkju.

„Þeir voru festir þannig að það var of lítið loftrúm milli hliðarglers og listglers og út af hitamismuninum döggvaði á milli og þá skemmdust bæði rammarnir og gluggarnir. Núna verða þeir settir í með öðrum hætti og verður öll uppsetningin öðruvísi,“ segir Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti.

Gluggarnir voru fyrst settir upp af þýska fyrirtækinu Oidtmann-bræðrum fyrir tæpum 60 árum og sá það jafnframt um viðgerð á gluggunum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert