Svekkt þjóð sleikir sárin á netinu

Gylfi Þór Sigurðsson brenndi af vítaspyrnu á 83. mínútu.
Gylfi Þór Sigurðsson brenndi af vítaspyrnu á 83. mínútu. AFP

Leikurinn gegn Nígeríu á Volgograd Arena fór ekki á þann veg sem Íslendingar hefðu kosið. Margir á Twitter eru daprir vegna úrslitanna, en þó vitum við flest að enn er von og Íslandi gæti enn farið áfram úr D-riðlinum með sigri gegn Króatíu í Rostov á þriðjudaginn.

Þónokkrir minnast þó á að þessi leikur hafi verið eins og eitthvað nígeríusvindl og einhverjir vilja að Íslendingar hætti að selja skreið á Nígeríumarkað.

Einar Ágúst söngvari tekur undir þetta.

Úff, jæja. Orðagrín dagsins er fundið.

Máni Pétursson útvarpsmaður vill að við minnum Króata á það fyrir leikinn að Ísland var með fyrstu ríkjunum til að viðurkenna Króatíu sem sjálfstætt ríki árið 1991.

Liverpool-maðurinn Einar Matthías kennir Everton um að Gylfi Sigurðsson hafi brennt af vítinu sem Alfreð Finnbogason sótti og VAR-mennin færðu okkur á 81. mínútu leiksins. 


Berglind Festival Pétursdóttir segir að gæðum heimsins sé misskipt í dag. 

Brynjólfur spilaði með KFR og er vanur því að tapa en tap Íslands stingur samt fast.

Til hvers að láta tapið koma í veg fyrir góða flugeldasýningu?


Steinþór Helgi virtist sáttur eftir leik í Volgograd, enda kominn í hinn ótrúlega smekklega búning nígerísku ofurarnanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert