Samráðshópur metur niðurgreiðslu raforku

Landbúnaðarráðherra segir stjórnvöld hafa staðið við niðurgreiðslu á raforku.
Landbúnaðarráðherra segir stjórnvöld hafa staðið við niðurgreiðslu á raforku. mbl.is/​Hari

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra, segir það vera hlutverk samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga að meta hvernig markmið um allt að 95% niðurgreiðslu vegna flutnings raforku hefur gengið eftir og eftir atvikum að leggja til tillögur til úrbóta.

Þetta segir hann í kjölfar frétta Morgunblaðsins um að garðyrkjustöðin Brúnalaug í Eyjafirði muni hætta ræktun papriku á veturna vegna hás raforkuverðs sem étur upp allan hagnað af ræktuninni.

„Í búvörusamningnum milli garðyrkjubænda og stjórnvalda árið 2016 var samið um ákveðna fjárhæð á ári út samningstímann, alls 278 milljónir króna. Það var sá rammi niðurgreiðslu á flutnings- og dreifingarkostnaði raforku sem samið var um til 2026 og við það hafa stjórnvöld að sjálfsögðu staðið,“ segir Kristján í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert