Segja flugmönnum ekki upp

Icelandair þarf ekki að segja flugmönnum upp í haust, ólíkt …
Icelandair þarf ekki að segja flugmönnum upp í haust, ólíkt því sem verið hefur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Icelandair mun ekki segja upp flugmönnum fyrir veturinn líkt og gert hefur verið um áratugi. 64 flugmenn voru sérstaklega ráðnir til starfa fyrir sumarið, sem er metfjöldi, en að þeim meðtöldum munu um 500 flugmenn starfa hjá félaginu í vetur.

Ástæðan er umfangsmeiri verkefni t.d. aukið framboð í leiðakerfi flugfélagsins. Þá munu milli 110 og 120 flugmannanna, samhliða öðrum störfum, fá þjálfun á nýjar Boeing 737MAX-flugvélar sem félagið hefur fest kaup á. Sex vélar verða afhentar Icelandair á næsta ári og teknar í notkun frá janúar fram í apríl.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Björgólfur Jóhannesson, forstjóri Icelandair,  það hafa verið keppikefli hjá félaginu að minnka árstíðasveiflu í rekstrinum og markvisst hafi verið unnið að því um árabil.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert