Vara við ferðum um Svínafellsjökul

Svínafellsjökull.
Svínafellsjökull. mbl.is/Friðrik

Vegna mögulegra skriðufalla við Svínafellsjökul vara Almannavarnir við  ferðum um jökulinn og er aðilum í ferðaþjónustu ráðlagt að fara ekki með hópa um svæðið.

Gróft mat gerir ráð fyrir að efnið sem er að hreyfast á svæðinu sé um 60 milljónir rúmmetrar. Svæðið sem er á hreyfingu nú er um 0,5 til 1 ferkílómeter að flatarmáli og er ekki ljóst hvort stykkið hlaupi fram í heilu lagi eða í bútum.

Viðvörun Almannavarna:

Almannavarnir vara við ferðum á jökulinn við þessar aðstæður og beina þeim tilmælum  til ferðaþjónustuaðila að þeir fari ekki með hópa ferðamanna á Svínafellsjökul vegna hættu á skriðuföllum á jökulinn. Einnig er þeim tilmælum beint til ferðafólks að menn staldri stutt við á útsýnisstöðum við sporð Svínafellsjökuls til þess draga úr hættu sem felst í ferðalögum í nágrenni við jökulinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert