Víða mikil stemning vegna leiksins

Starfsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga voru litríkir, í réttum litum, í …
Starfsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga voru litríkir, í réttum litum, í tilefni dagsins og með alla tilheyrandi fylgihluti þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði. Þar voru grillaðir hamborgarar og skellt verður í lás kl. 14 svo tryggt sé að enginn missi af leik Íslands og Nígeríu. mbl.is/Arnþór

Sannkölluð hátíðarstemning hefur verið víða á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna leiks Íslands og Nígeríu á HM í knattspyrnu sem hefst kl. 15.

Bláar landsliðstreyjur, íslenskir fánar, víkingahorn og sólgleraugu með íslenska fánanum voru ósjaldgæf sjón auk þess sem mikil gleði ríkti hjá flestum. Nokkrir lögðu leið sína í verslanir ÁTVR og nældu sér í fljótandi veigar til þess að njóta með leiknum. Þá hafa mörg fyrirtæki og stofnanir ákveðið að loka snemma í dag og víða hafa verið grillaðir hamborgarar fyrir starfsfólk.

Mbl.is fór á stjá og tók púlsinn á nokkrum vegfarendum og fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu.

Klara Erika Finnbogadóttir, sérfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, tekur HM …
Klara Erika Finnbogadóttir, sérfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, tekur HM stemninguna alla leið. mbl.is/Arnþór
Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann spáir Íslandi sigri …
Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann spáir Íslandi sigri í dag, 2-1, og ætlar að horfa á leikinn heima með fjölskyldunni. mbl.is/Arnþór
Hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga voru grillaðir hamborgarar fyrir starfsfólk í …
Hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga voru grillaðir hamborgarar fyrir starfsfólk í tilefni dagsins. mbl.is/Arnþór
Gleðin réði ríkjum í vel skreyttu útibúi Íslandsbanka á Suðurlandsbraut. …
Gleðin réði ríkjum í vel skreyttu útibúi Íslandsbanka á Suðurlandsbraut. Þar verður bankanum lokað kl. 15 og boðið upp á gleði fyrir starfsmenn þegar leikurinn hefst. mbl.is/Arnþór
Sigurður, Martin og Heimir, starfsmenn Advania, grilluðu hamborgara og drukku …
Sigurður, Martin og Heimir, starfsmenn Advania, grilluðu hamborgara og drukku fljótandi veigar í tilefni dagsins. Þeir ætla að horfa saman á leikinn og spá Íslandi sigri. mbl.is/Arnþór
Bergljót Benónýsdóttir ætlar að horfa á leikinn í Húsafelli með …
Bergljót Benónýsdóttir ætlar að horfa á leikinn í Húsafelli með fjölda fólks. Hún spáir íslenskum sigri, 2-1. mbl.is/Arnþór
Nína Hallgrímsdóttir tók sér frí í tilefni dagsins og ætlar …
Nína Hallgrímsdóttir tók sér frí í tilefni dagsins og ætlar að horfa á leikinn á ættarmóti. Hún skrapp í verslun ÁTVR til þess að grípa með sér fljótandi veigar og spáir Íslandi sigri í leiknum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert