Bakkabræður í hverju horni

„Hérna er mjög heimilislegt og fólk kemur hér inn á ...
„Hérna er mjög heimilislegt og fólk kemur hér inn á skíðaskónum. Svo er þetta eins og hálfgert safn og fólk skoðar mikið gömlu hlutina,“ segja þau hjón, Heiða og Bjarni. mbl.is/Ásdís

Á Dalvík er íslenskt sumarveður þegar blaðamann ber að garði; tíu stig og logn. Þegar dyrnar eru opnaðar á kaffihúsinu Gísli, Eiríkur, Helgi opnast nýr heimur. Á fóninum er verið að spila Það er bara þú með þýðri rödd Vilhjálms Vilhjálmssonar og það ilmar allt af nýbökuðu brauði og fiskisúpu. Matseðillinn þarna er nefnilega ekkert flókinn; súpa og brauð og heimabakaðar hnallþórur. Þessu er skolað niður með eðalkaffi eða bjór af krana.

Á Kaffihúsi Bakkabræðra minnir allt á þá Gísla, Eirík og ...
Á Kaffihúsi Bakkabræðra minnir allt á þá Gísla, Eirík og Helga og sögur í hverju horni. mbl.is/Ásdís


Það vekur strax athygli að allt þarna inni tengist þeim miður gáfuðu bræðrum frá Bakka í Svarfaðardal, þeim Gísla, Eiríki og Helga. Hver einasti hlutur er úthugsaður og sögur á bakvið marga þeirra.

Fiskisúpa og brauð bakað úr bjór er afar vinsæll réttur. ...
Fiskisúpa og brauð bakað úr bjór er afar vinsæll réttur. Súpan er borin fram frá morgni til kvölds en uppskriftin er leyndarmál. mbl.is/Ásdís

Forfallnir safnarar

Hjónin Kristín Aðalheiður Símonardóttir, kölluð Heiða, og Bjarni Gunnarsson eiga og reka kaffihúsið, sem minnir helst á byggðasafn. Þau opnuðu kaffihúsið árið 2013 en höfðu lengi gengið með þann draum í maganum að opna slíkt kaffihús og um leið halda á lofti gömlu þjóðsögunum um þá Bakkabræður. 

Gamlar hjólapumpur eru við barinn, til þess að „pumpa loftið ...
Gamlar hjólapumpur eru við barinn, til þess að „pumpa loftið úr Þingeyingum“, eins og Heiða orðar það. mbl.is/Ásdís

 „Við hönnuðum staðinn að miklu leyti sjálf en fengum leikmyndahönnuðinn Þórarin Blöndal í lið með okkur. Við erum forfallnir safnarar og söfnum öllu og varðveitum allt,“ segir Heiða. 

„Þetta er sagan okkar og hér fá allir að snerta og handfjatla. Í okkar augum eru þetta dýrmætir munir og mér þykir vænt um þessa gömlu hluti,“ segir Heiða, sem hefur átt heima á Dalvík nánast allt sitt líf. Bjarni kemur að handan, frá Grenivík, eins og Heiða orðar það.
Spurð út í veitingarnar segir Heiða að staðurinn sé fyrst og fremst kaffihús, með kökum, kaffi og tei. „En svo fórum við að bjóða upp á fiskisúpu og nú er hún í boði frá því í febrúar og fram í október, nóvember. Við berum fram með súpunni salat og heimabakað brauð sem er bakað úr Kalda bjór,“ segir hún.

„Súpan er borðuð hér allan daginn og langt fram á kvöld,“ segir Bjarni og bætir við að þau selji jafnvel hundruð lítra á dag.

Gömul skíði og ullarsokkar prýða kaffihúsið.
Gömul skíði og ullarsokkar prýða kaffihúsið. mbl.is/Ásdís

Félagsmiðstöð skíðafólks

„Við erum þekkt um allan heim meðal fjallaskíðafólks, en hér koma nánast allir sem skíða á Tröllaskaga. Þetta er eins og félagsmiðstöð fjallaskíðafólks,“ segir Heiða.
„Hérna er mjög heimilislegt og fólk kemur hér inn á skíðaskónum. Svo er þetta eins og hálfgert safn og fólk skoðar mikið gömlu hlutina. Við spilum alltaf notalega tónlist hér, oftast íslenska. En svo breytist þetta aðeins í pöbb á kvöldin og um helgar,“ segir Heiða.

Kaffihús Bakkabræðra, Gísli, Eiríkur, Helgi, er á Dalvík og fer ...
Kaffihús Bakkabræðra, Gísli, Eiríkur, Helgi, er á Dalvík og fer ekki framhjá neinum sem þar keyra í gegn. mbl.is/Ásdís

Innlent »

Árbæjarskóli vann Skrekk

22:00 Árbæjarskóli bar sigur úr býtum í Skrekki, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, en úrslitin fóru fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Í öðru sæti lenti Langholtsskóli og í því þriðja varð Seljaskóli. Meira »

Ammoníaksleki á Akranesi

21:21 Lögregla og slökkvilið eru nú við eina af byggingum HB Granda á Akranesi vegna ammoníaksleka.   Meira »

Sautján nýjar stöður aðstoðarfólks

20:52 Alls verða 17 nýjar stöður aðstoðarfólks þingflokka til innan þriggja ára. Hver þingflokkur fær aðstoð eftir þingstyrk sínum og mun kostnaðurinn vegna þessa nema hátt í 200 milljónum króna á ári. Meira »

Fóru nýja leið upp fjallshlíðina

20:36 Þeir Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson fóru aðra leið á topp fjallsins Pumori en venjulegt var og vissu ekki til þess að aðrir hefðu farið sömu leið. Þetta staðfestir Jón Geirsson, sem var með þeim Kristni og Þorsteini en þurfti frá að hverfa vegna rifbeinsbrots. Meira »

Margir læra listina að standa á höndum

20:17 Eðlisfræðidoktorinn Helgi Freyr Rúnarsson stóð aldrei á höndum sem barn eða unglingur og hafði ekki einu sinni reynt að standa á höndum fyrr en hann var kominn vel á þrítugsaldurinn. Meira »

„Verið til fyrirmyndar“

20:15 „Verkið var mjög vel skipulagt hjá starfsmönnum Slippsins og allt hefur gengið eins og í sögu. Það hefur verið til fyrirmyndar hvernig að þessu hefur verið staðið.“ Meira »

„Fjallið á það sem fjallið tekur“

19:47 Félagarnir og æskuvinirnir Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson höfðu klifið flesta tinda Íslands áður en þeir héldu út í heim. Þeir klifu meðal annars hæsta fjall Suður-Ameríku og nokkur fjöll í Norður-Ameríku áður en leiðin lá til Nepal árið 1988, en þaðan sneru þeir ekki aftur. Meira »

Fjögurra bíla árekstur á Reykjanesbraut

19:39 Fjögurra bíla árekstur varð á Reykjanesbraut til móts við IKEA um klukkan 17.45. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var slysið minni háttar. Meira »

Banaslys varð á Sæbraut

18:45 Banaslys varð á Sæbraut í dag þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Sæbraut var lokað í vesturátt frá Kringlumýrarbraut vegna slyssins. Meira »

Fólk sem þráir frið og framtíð

18:38 „Þótt við mannfólkið séum ólík að mörgu leyti svipar grunngildunum okkar alltaf saman. Öll viljum við geta búið í friðsömu landi þar sem mannréttindi eru virt og þar séu allar nauðsynjar sem við þurfum til að lifa. Með sögunni minni langar mig að við, Íslendingar, finnum samkennd með flóttafólki og berum virðingu fyrir því hvað þau hafa lagt á sig til að reyna að öðlast betra líf og gefum þeim séns, tökum vel á móti þeim.“ Meira »

Verklagi fylgt í máli sykursjúks drengs

18:16 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að embætti héraðssaksóknara hafi í maí síðastliðnum ákveðið að hætta að rannsaka mál sem varðar meint ófagleg vinnubrögð lögreglu eftir að 17 ára piltur var færður á lögreglustöð eftir skóladansleik. Meira »

Skaðabætur eftir að skápur féll á hana

17:47 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Tryggingamiðstöðina til að greiða konu á fertugsaldri rúmar 18 milljónir króna eftir að hún slasaðist í vinnuslysi árið 2014. Meira »

Reynir Íslandsmeistari í skrafli

17:08 Reynir Hjálmarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmótinu í skrafli sem fór fram í sjötta sinn um helgina. Gísli Ásgeirsson varð í öðru sæti og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir í því þriðja. Meira »

Farið talsvert nærri stjórnarskránni

16:49 „Sífellt fleirum líður eins og að Evrópusambandið beri ekki þá virðingu fyrir tveggja stoða kerfinu og okkur finnst það eiga að gera. Það eru fleiri mál þar sem gengið hefur verið ansi langt gangvart framsalsheimildum okkar miðað við stjórnarskrá okkar.“ Meira »

Hjón fengu 4 milljóna skaðabætur

16:44 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða hjónum samtals fjórar milljónir króna í skaðabætur. Þau voru úrskurðuð fyrir tveimur árum í gæsluvarðahald grunuð um aðild að íkveikju á húðflúrsstofunni Immortal Art í Hafnarfirði. Meira »

Kampi fjárfestir í búnaði Skagans 3X

16:30 Rækjuverksmiðjan Kampi ehf. á Ísafirði hefur skrifað undir samning um kaup á karakerfi frá Skaganum 3X. „Reksturinn hjá Kampa ehf. hefur gengið vel undanfarna mánuði og góður stígandi hefur verið í vinnslunni.“ Meira »

Ekki búið að tilkynna fundinn

16:13 Hvorki utanríkisráðuneytinu né embætti ríkislögreglustjóra hefur borist formlegt erindi varðandi fund á líkum íslensku fjallgöngugarpanna, þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, sem fundust nýlega á fjallinu Pumori í Nepal. Meira »

Katrín fundar með Merkel í Berlín

15:40 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um efnahagsmál á vegum Süddeutsche Zeitung í Berlín á morgun. Forsætisráðherra mun einnig eiga tvíhliða fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands í Berlín. Meira »

Utanvegaakstur alvarlegt mál

15:29 Lögreglan á Suðurlandi tekur utanvegaakstur alvarlega og er að reyna að auka eftirlit og sýnileika í samvinnu við landverði og Umhverfisstofnun. Aðalvarðstjóri lögreglunnar á Höfn segir að mál manns sem spændi upp mosa í september sé væntanlegt á borð lögreglu. Meira »
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Fullbúin íbúð til leigu til áramóta !
Íbúðin er 3ja herb. í Norðlingaholti á efstu hæð með lyftu. leigist með húsgö...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...
Sólarsella til sölu.
2 sölarsellur til sölu, stór og minni ásamt slatta af ljósum og öryggisboxi. ve...