Bústaður biskups fluttur

Í Skálholti.
Í Skálholti.

Bústaðnum, þar sem vígslubiskup í Skálholti hefur ávallt haft búsetu, verður breytt í þjónustuhús fyrir ferðamenn og gesti Skálholtskirkju. Biskup fær í staðinn aðsetur í svokölluðu rektorshúsi.

Þjónustuhúsið, sem verður fyrir gesti kirkjunnar og ferðamenn, kemur í stað gestastofu. „Það var sett upp gestastofa á hlaðinu sem hefur ekki virkað nægilega vel, þess vegna var farið í þessar breytingar núna,“ segir Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, í Morgunblaðinu í dag.

Hann vonar að hægt verði að byrja framkvæmdir í haust. Þá verði þeim lokið næsta sumar. Önnur þjónusta er enn til taks á svæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert