Ekkert verðmat í kjölfar tilboðs

HB Grandi er eina sjávarútvegsfyrirtækið sem skráð er í kauphöll.
HB Grandi er eina sjávarútvegsfyrirtækið sem skráð er í kauphöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekkert greiningarfyrirtæki í landinu hefur útbúið verðmat eða greiningu á HB Granda síðan Guðmundur Kristjánsson, oftast kenndur við Brim, keypti 34,1% hlut í félaginu á 21,7 milljarða króna í apríl síðastliðnum.

Með kaupunum myndaðist yfirtökuskylda sem um 90% hluthafa hafa sagst ætla að hafna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Morgunblaðið hafði samband við allar helstu greiningardeildir landsins til þess að spyrjast fyrir um af hverju engar greiningar hefðu verið gerðar og hvort búast mætti við verðmati frá þeim á næstunni. Allir greiningaraðilar sögðu að ekkert nýlegt verðmat á HB Granda lægi fyrir og ekki væri forgangsatriði að gefa út greiningu á fyrirtækinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert