Sveinspróf ekki talið sambærilegt stúdentsprófi

Háskólinn á Akureyri.
Háskólinn á Akureyri. mbl.is/Auðunn Níelsson

Sveinn Rúnar Gunnarsson, sem hefur starfað sem héraðslögreglumaður í fjögur ár og verið fastráðinn lögreglumaður síðan í vor hjá lögreglunni á Sauðárkróki, fékk nýverið synjun þegar hann sótti um að komast í lögreglunámið hjá Háskólanum á Akureyri (HA).

Skólinn telur sveinspróf hans í húsasmíði ekki jafnast á við stúdentspróf eða „sambærilega“ menntun eins og segir í inntökuskilyrðum námsins.

Sveinn Rúnar, sem vakti athygli á málinu á Facebook, segir í samtali við Morgunblaðið að stjórnendur HA hafi sett sig í samband við hann eftir færsluna og tilkynnt að ástæðan fyrir kröfunni um stúdenstpróf væri fjöldi umsækjenda. „Þetta er rosalega sérstakt því þau sögðu að ef ég hefði sótt um í fyrra þá hefði ég komist inn en vegna fjöldans í ár fóru þau eftir stúdentsprófi,“ segir Sveinn Rúnar í umfjöllun um mál hans í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert