Varað við stormi, grjótflugi og sandfoki

Búast má við hviðum upp á 40 til 45 metra …
Búast má við hviðum upp á 40 til 45 metra á sekúndu. mbl.is/RAX

Full ástæða er til að hafa varann á vegna vinds í nótt og framan af morgundeginum, einkum austanlands. Búast má við hviðum upp á 40 til 45 metra á sekúndu við Kvísker og á Breiðamerkursandi frá því um klukkan þrjú í nótt og til um klukkan átta, með tilheyrandi grjótflugi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Segir þar að sandfok verði á Mývatns- og Möðrudalsöræfum í fyrramálið og fram yfir miðjan dag, og sömuleiðis á hálendinu.

Stormur verði þá norðaustan- og austanlands og varasamir byljir, sem líklega nái hámarki á milli klukkan sjö og tíu í fyrramálið. Sérstaklega er varað við streng í vestnorðvestanáttinni á Vatnsskarði eystra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert