Ekkert ferðaveður

Veðurstofa Íslands

Búast má við hvassviðri eða stormi um landið austanvert fram yfir hádegi með snörpum vindhviðum við fjöll, víða yfir 30 m/s, en yfir 40 m/s á stöku stað. Ekkert ferðaveður fyrir bifreiðar sem taka á sig mikinn vind. Fólk er beðið um að huga að lausum munum og sýna varkárni, en tjöld, garðhúsgögn og trampólín geta fokið. Einnig má búast við sandfoki.

Um 100 km norður af Melrakkasléttu er kröpp 983 mb lægð á leið norðaustur, en hún gerði sér ferð yfir landið í nótt. Það rigndi og hvessti sökum hennar og hefur vindur mælst víða yfir 20 m/s.

Ennþá á eftir að hvessa um landið norðaustanvert en þá rofar einnig til. Það fer ekki að lægja að ráði fyrr en uppúr hádegi og því eru gular viðvarnir í gildi fyrir austurhelming landsins. 
Hægari vindur er vestantil á landinu, 10-15 m/s en búast má við rigningu eða súld norðvestantil fram eftir morgni, en yfirleitt skýjað og víða skúrir sunnanlands. Heldur hægari vindur og úrkomuminna í kvöld, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurspá fyrir næstu daga

Vestan og suðvestan hvassviðri eða stormur, 15-23 m/s, um landið austanvert, en 10-15 m/s vestantil. Víða skúrir, en yfirleitt þurrt á Austurlandi. Dregur úr vindi fyrir austan eftir hádegi, 10-15 í kvöld. Suðvestan 8-13, skýjað og stöku skúrir á morgun, en bjart með köflum norðan- og austanlands. Hiti 8 til 16 stig að deginum, hlýjast á norðaustantil.

Á þriðjudag

Suðvestan 5-10, skýjað og stöku skúrir, en bjart með köflum norðan- og austanlands. Hiti 8 til 15 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi. 

Á miðvikudag:
Hæg suðvestlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri, einkum austantil, en dálítil rignig um tíma á Vesturlandi. Hiti breytist lítið. 

Á fimmtudag:
Hæg suðlæg átt og bjartviðri, en gengur í suðaustan 8-13 m/s með rigningu sunnan- og vestanlands síðdegis. Hiti 11 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands. 

Á föstudag:
Hæg sunnanátt og víða dálítil væta en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi. 

Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir vestlægar áttir með rigningu eða súld með köflum um land allt. Hiti 10 til 15 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert