Sighvatur GK 57 endurbyggður frá grunni

Sighvatur GK 57 kemur til Grindavíkur.
Sighvatur GK 57 kemur til Grindavíkur.

„Það var allt tekið úr honum nema 2/3 af skrokknum,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis, um Sighvat GK 57, nýtt línuskip fyrirtækisins.

Skipið kom nýverið til landsins að lokinni sjö daga siglingu og eins árs endurbyggingu í Gdansk í Póllandi.

„Við sendum hann til Algor í Gdansk þar sem þeir voru í um eitt ár að endurbyggja hann nánast frá grunni. Ég held að það sé ekki ein einasta spýta eða rör sem er gamalt í honum,“ segir Pétur og bætir við að Sighvati sé ætlað að leysa gamalt línuskip fyrirtækisins af hólmi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert