Ferjuð til byggða með þyrlu

Af Fimmvörðuhálsi.
Af Fimmvörðuhálsi. mbl.is/Haraldur Guðjónsson

Tveir þýskir ferðamenn, sem óskuðu eftir aðstoð björgunasveitar, eftir að hafa lent í sjálfheldu á Fimmvörðuhálsi, eru næstum komnir að sleðum sem bíða þeirra nyrst á hálsinum. Sleðarnir munu ferja þá að þyrlu Landhelgisgæslunnar sem tekur þá niður af fjallinu.

Björgunarsveitinni barst um klukkan fjögur í nótt boð um ferðamenn í sjálfheldu á Fimmvörðuhálsi en þeir voru blautir og hraktir og treystu sér ekki til að ganga lengra.

„Við nutum aðstoðar þyrluveitar Landhelgisgæslunnar,“ segir Jón Hermannsson hjá Landsbjörg en þyrlan komst þó ekki á vettvang vegna veðurskilyrða og varð því að lenda í Básum. Björgunarfólk var sent úr tveimur áttum, sunnan frá og úr Þórsmörk og kom til fólksins á sjöunda tímanum. Eftir að hafa fengið þurr föt og næringu treystu ferðamennirnir sér til áframhaldandi göngu.

Jón á von á að aðgerðinni ljúki um hádegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert