Framúrskarandi námsmenn hlutu styrk

Dómnefndin leitaðist við að velja metnaðarfulla, framúrskarandi námsmenn með athyglisverða …
Dómnefndin leitaðist við að velja metnaðarfulla, framúrskarandi námsmenn með athyglisverða framtíðarsýn sem nefndin taldi líklega til að auðga íslenskt samfélag í framtíðinni. Ljósmynd/Landsbankinn

Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til fimmtán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 14. júní. Styrkirnir voru nú veittir í 29. sinn. Heildarupphæð námsstyrkja nemur sex milljónum króna, sem er hæsta styrkveiting banka af þessu tagi á Íslandi. Alls bárust tæplega 500 umsóknir.

Veittir eru styrkir í fimm flokkum til framhaldsskólanema, iðn- og verknema, háskólanema, til háskólanema í framhaldsnámi og listnema. Landsbankinn er eini bankinn sem veitir sérstaka listnámsstyrki.

Sjá nánar á vef bankans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert