Íslenska liðið er komið til Rostov

Íslenska liðið etur kappi við Króatíu í Rostov á morgun.
Íslenska liðið etur kappi við Króatíu í Rostov á morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu kom til rússnesku borgarinnar Rostov-na-Donu síðdegis í gær eftir 50 mínútna flugferð frá Gelendzhik við Svartahaf. Í Rostov mætir íslenska liðið Króatíu í lokaumferð D-riðils heimsmeistarakeppninnar annað kvöld.

Liðið æfir á glænýjum leikvangi, Rostov Arena, í dag en hann er jafnframt nýr heimavöllur þriggja af íslensku landsliðsmönnunum sem leika með liði borgarinnar.

Gríðarleg spenna er fyrir lokaumferðina en þar berjast Ísland, Argentína og Nígería um hvert liðanna fylgir Króötum áfram í sextán liða úrslitin. Króatar ætla að hvíla leikmenn gegn Íslandi en það veit ekki endilega á gott.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert