Landið klofið með tilliti til veðurs

Það skiptast á skin og skúrir. Það er að segja …
Það skiptast á skin og skúrir. Það er að segja landið skiptist í tvennt hvað þetta varðar. Spákort föstudagsins lítur svona út. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Það verður að segjast eins og er að langtímaspáin fyrir höfuðborgarsvæðið næstu daga er allt annað en björt. Sé rýnt í spákort Veðurstofu Íslands fyrir svæðið sést að hitinn verður á bilinu 5-12 gráður næstu dagana enda mun sólin lítið láta á sér kræla. Þá er töluverð væta í kortunum.

Allt aðra sögu er að segja af Norðausturlandi. Þar má búast við allt að 20 stiga hita í sólinni. Og rigningarskýin virðast forðast það svæði eins og heitan eldinn.

Það sama er uppi á teningnum á Austurlandi. Sólríkt og bjart fram undan.

Á meðfylgjandi myndskeiði má hvernig Veðurstofan spáir því að veðrið á landinu þróist fram á laugardag. Segja má að landið sé klofið hvað veður varðar miðað við þá spá sem við blasir. Það er þó huggun harmi gegn fyrir höfuðborgarbúa og nærsveitamenn að þó að daginn sé tekið að stytta þá er nóg eftir af sumrinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert