Sprenging í túrbínu skips við Sundahöfn

Flutningaskipið Blikur.
Flutningaskipið Blikur. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Sprenging varð í túrbínu flutningaskipsins Blikur í dag með þeim afleiðingum að mikill reykur myndaðist í vélarrúmi skipsins. Skipið var að sigla inn í Sundahöfn þegar atvikið átti sér stað, segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskipa, í samtali við fréttastofu mbl.is.

Áhöfnin var send á slysadeild Landspítalans í Fossvogi vegna mögulegrar reykeitrunar. Enginn eldur kom upp í skipinu, einungis mikill reykur segir Ólafur.

Eimskip er með skipið á leigu og segir Ólafur að eigendur þess komi til landsins í fyrramálið til að taka ákvörðun um framhaldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert