Starfshópur kannar nýjar leiðir

Skoðað verður hvaða leiðir eru færar í gjaldtöku vegna vegaframkvæmda
Skoðað verður hvaða leiðir eru færar í gjaldtöku vegna vegaframkvæmda

„Verkefni starfshópsins er að skoða hvaða leiðir eru færar í gjaldtöku,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um nýskipaðan starfshóp sem koma á með tillögur um hvernig flýta megi uppbyggingu góðra og öruggra samgöngumannvirkja hér á landi.

Ráðgert er að starfshópurinn muni skila af sér niðurstöðum í áföngum, en vænta má síðustu niðurstaðna um næstu áramót.

„Áður en starfshópurinn skilar af sér þurfa að eiga sér stað umræður í samfélaginu og á þingi,“ segir Sigurður og bætir við að hlutverk starfshópsins sé fyrst og fremst að kanna hvort hægt sé að flýta fyrir nauðsynlegum framkvæmdum sem annars yrði farið í síðar. „Það eru mjög margar framkvæmdir sem brýnt er að klára. Með gjaldtöku eða annars konar útfærslu er mögulega hægt að flýta þeim,“ segir Sigurður í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert