Tók við nýju starfi í Noregi sjötug

Elsa Þóðardóttir Lövdal, fyrrverandi starfsstúlka Flugfélags Íslands í Ósló, heimsótti …
Elsa Þóðardóttir Lövdal, fyrrverandi starfsstúlka Flugfélags Íslands í Ósló, heimsótti systur sína á Íslandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það var norskur maður sem ég kynntist í Ósló sem dró mig til Noregs. Ég vann í Landsbankanum og fékk styrk til að dveljast sex mánuði í Skandinavíu og ég valdi Noreg. Ég flutti til Noregs 1966 og er búin að vera þar síðan.“

Þetta segir Elsa Þórðardóttir Lövdal, fyrrverandi starfsmaður Flugfélags Íslands, forvera Icelandair. Elsa fékk starf á skrifstofu Flugfélags Íslands þegar hún flutti til Ósló 29 ára gömul og vann hjá félaginu þar til hún varð 69 ára árið 2006.

„Það hefur mikið breyst á þessum tíma. Þegar ég byrjaði var flogið til Ósló á veturna einu sinni í viku, á laugardögum. Á sumrin bættist svo önnur ferð á sunnudegi við,“ segir Elsa og bætir við að nú fljúgi Icelandair yfir 10 ferðir á viku.

Sjá samtal við Elsu um Noregsdvölina í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert