Bóndi í Vallanesi heiðraður á Ítalíu

Eygló og Eymundur á ökrunum í Vallanesi. Saman eiga þau …
Eygló og Eymundur á ökrunum í Vallanesi. Saman eiga þau fyrirtækið Móðir Jörð. Ljósmynd/Áslaug Snorradóttir

„Þetta er fyrir þetta landslag sem ég skapaði í Vallanesi. Þetta var náttúrulega auð jörð, engin tré, engir akrar og ekki neitt þegar ég kom 1979,“ segir Eymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi á Fljótsdalshéraði.

Um helgina vann hann til verðlauna á viðburði á Norður-Ítalíu fyrir störf sín við lífræna ræktun í Vallanesi. Þrenn verðlaun voru veitt á viðburðinum, sem ber nafnið „Bylting matjurtagarðsins“. Viðburðurinn var haldinn í Piemonte á Ítalíu dagana 22.-23. júní. Fyrir honum stóðu Matarvísindaháskólinn Pollenzo í Piemonte, Slow Food-samtökin og Ceretto-víngerðin í Alba á Ítalíu.

Eymundur hlaut verðlaun fyrir ræktun skógar og skjólbelta í landbúnaði auk þess að hafa skapað skilyrði fyrir sjálfbæra matvælaframleiðslu. „Það er nýtt að veita framleiðendum verðlaun og ég verð fyrir valinu sem þessi skrítni bóndi á Íslandi.“

Sjá viðtal við Eymund í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »