Staðfestir breytingu á aðalskipulagi Árneshrepps

Til stendur að virkja rennsli þriggja áa á Ófeigsfjarðarheiði.
Til stendur að virkja rennsli þriggja áa á Ófeigsfjarðarheiði. mbl.is/RAX

 Skipulagsstofnun hefur staðfest breytingu á aðalskipulagi Árneshrepps 2005-2025 er varða undirbúningsframkvæmdir fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar og samþykkt var í sveitarstjórn 30. janúar. Þetta kemur fram í frétt á vef stofnunarinnar. 

Í aðalskipulagsbreytingunni eru sett ákvæði um að halda vegaframkvæmdum um fyrirhugað virkjanasvæði, sem er á óbyggðu víðerni, í algjöru lágmarki og að vegagerð verði sleppt þar sem það er mögulegt. Sett eru ákvæði um að vinnuvegir skerði ekki vistgerðir eða jarðminjar sem njóta verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd, eða vistgerðir með hátt eða mjög hátt verndargildi. Lagning vinnuvega á svæðum þar sem ekki hafa verið skráðar eða mældar fornminjar verði undir eftirliti fornleifafræðings. 

mbl.is/Kristinn Garðarsson

Skipulagsstofnun sendi sveitarstjórn Árneshrepps erindi í lok apríl þar sem óskað var eft­ir svör­um um atriði er vörðuðu form og af­greiðslu aðal­skipu­lags­breyt­inga vegna fyr­ir­hugaðrar Hvalár­virkj­un­ar. Spurði stofn­un­in m.a. um hæfi full­trúa í sveit­ar­stjórn, til­boð fram­kvæmdaaðila, um sam­fé­lags­verk­efni og innviðaupp­bygg­ingu og hvort skipu­lagstil­lag­an hefði verið unn­in af þeim aðila. 

Hrepps­nefnd Árnes­hrepps brást við þessu er­indi Skipu­lags­stofn­un­ar í byrjun júníÍ bréfi nefndarinnar var það gagnrýnt að Skipu­lags­stofn­un tæki upp „ávirðing­ar“ frá Land­vernd og náttúruverndarsamtökunum Rjúk­anda um til­boð fram­kvæmdaaðilans um sam­fé­lags­verk­efni í sveit­ar­fé­lag­inu.

Einnig var sagt ljóst að ákv­arðana­taka og ábyrgð á breyt­ing­um aðal­skipu­lags væri hjá hrepps­nefnd­inni en ekki hjá fram­kvæmdaaðilan­um Vest­ur­verki, auk þess sem þeim at­huga­semd­um sem sett­ar hafa verið fram um hæfi hrepps­nefnd­ar­full­trúa var vísað á bug. Þá var lögð áhersla á að Skipu­lags­stofn­un staðfesti aðal­skipu­lags­breyt­ing­ar sveit­ar­fé­lags­ins.

Óverulegir annmarkar

Í afgreiðslubréfi Skipulagsstofnunar, sem birt er á vef hennar í dag, segir að stofnunin telji að í svari Árneshrepps hafi í meginatriðum verið upplýst um þau atriði sem spurt var um. Að mati stofnunarinnar séu annmarkar á málsmeðferð skipulagstillögunnar það óverulegir að þeir hindri ekki staðfestingu aðalskipulagsbreytingarinnar. 

Aðal­skipu­lags­breyt­ing vegna fyr­ir­hugaðrar Hvalár­virkj­un­ar var samþykkt í sveit­ar­stjórn Árnes­hrepps 30. janú­arGert hef­ur verið ráð fyr­ir virkj­un í aðal­skipu­lagi hrepps­ins í nokk­ur ár en með breyt­ing­un­um var iðnaðarsvæði fært til, heim­ild fyr­ir starfs­manna­búðum bætt við, íbúðarsvæði inn­an virkj­un­ar­svæðis fellt út og veg­ir um virkj­un­ar­svæðið skil­greind­ir sem og efnis­töku­svæði.

Viðfangsefni aðalskipulagsbreytingarinnar er útfærsla undirbúningsframkvæmda vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Breytingin miðar að því að unnt sé að framkvæma nauðsynlegar rannsóknir vegna hönnunar virkjunarinnar, þ.e. könnun á lausum jarðlögum, bergi og undirstöðum fyrir stíflur, dýptarmælingar á vötnum og ýmsar umhverfisrannsóknir, svo sem fornleifaskráning. Breytingin felur í sér eftirfarandi:

  • Iðnaðarsvæði sem samkvæmt gildandi aðalskipulagi er ætlað fyrir stöðvarhús og    aðstöðuhús virkjunar færist sunnar og og þar er gert ráð fyrir tímabundnum starfsmannabúðum fyrir allt að 30 manns.
  • Íbúðarsvæði við Hvalá er fellt niður.
  • Bætt er við þremur efnistökusvæðum; við Hvalárósa, í Hvalá og við Hvalárvatn. Samtals er heimilt að taka 88.000 m3 af efni á svæðunum. 
  • Útfærðir eru vinnuvegir frá Ófeigsfjarðarvegi sunnan Hvalár að Neðra Hvalárvatni og þaðan að Neðra Eyvindarfjarðarvatni annars vegar og að Rjúkanda hins vegar, samtals 25 km. Um 600 m ofan við Hvalárfoss er gert ráð fyrir brú yfir Hvalá.

Vegir skulu fjarlægðir ef ekki verður af virkjun

Í afgreiðslu Skipulagsstofunar segir að ef fallið verði frá virkjanaáformum skulu vegir og brú fjarlægð og ummerki fjarlægð eins og kostur er. Einnig eru sett ákvæði um vinnulag við efnistöku og frágang efnistökusvæða og að efnistökusvæði við Hvalá verði aðeins nýtt ef ekki fæst nægilegt efni úr efnistökusvæði við Hvalárósa. Að framkvæmdum loknum skulu starfsmannabúðir fjarlægðar og gengið frá svæði þannig að það verði sem líkast því sem var fyrir framkvæmdir. 

mbl.is

Innlent »

Viðurkenndi að hafa veist að eiginkonunni

15:25 Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa með alvarlegum hætti ógnað lífi, heilsu og velferð eiginkonu sinnar. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða 18. júlí, en brotið átti sér stað 24. maí. Meira »

Engar uppsagnir dregnar tilbaka

15:20 „Það eru allir að hugsa þetta hver í sínu horni,“ seg­ir Edda Guðrún Krist­ins­dótt­ir, ljós­móðir á Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri (SAK). Þær ljósmæður sem hafa sagt upp störfum sínum að undanförnu hafa ekki dregið uppsagnir sínar tilbaka. Meira »

Hraðakstur í meðallagi í Mosfellsdal

15:04 Hraðamælingar lögreglu í Mosfellsdal sl. 2 ár benda ekki til þess að hraðakstur sé áberandi mikill á Þingvallavegi. Nokkrum sinnum á undanförnum árum hefur hraði ökumanna á veginum verið mældur með sérstökum hraðamælingabíl lögreglunnar og samkvæmt mælingunum er svonefnt brotahlutfall í meðallagi. Meira »

Einstaklingar geti aðeins keypt jarðir

14:26 „Ráðaleysið virðist algert meðan landið er selt undan þjóðinni,“ segir Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag vegna frétta af umfangsmiklum kaupum erlendra auðmanna á jörðum hér á landi. Meira »

Nafn konunnar sem lést á Þingvallavegi

14:21 Konan sem lést í banaslysi á Þingvallavegi í Mosfellsdal á laugardaginn hét Guðný Þórðardóttir. Hún var fædd árið 1937 og var búsett í Reykjavík. Meira »

Stöðugleikinn „með ólíkindum“

13:04 Veðrið á Íslandi er oft sagt óútreiknanlegt. Fyrir hádegi skín sól, eftir hádegi haglél og þess á milli eitthvað allt annað. Síðustu vikur hefur veðurfar þó verið óvenjustöðugt, bæði á Íslandi og annars staðar í Evrópu. Meira »

Alvarlega særður eftir hnífstungu

12:16 Karlmaður er alvarlega særður eftir hnífstungu á Akranesi í nótt. Að sögn yfirlögregluþjóns var maðurinn fluttur á Landspítalann í nótt en er kominn úr lífshættu. Meira »

Engar „sáraeinfaldar“ lausnir

11:15 Svæðisstjóri Vegagerðarinnar segir engar „sáraeinfaldar“ lausnir á reiðu sem hægt væri að fara í strax til að draga úr hraðaakstri um Mosfellsdal. Nema þá helst að setja upp hraðamyndavélar. Það sé dýrt og hann viti ekki til þess að slíkt sé á döfinni í dalnum. Meira »

Enn ekki tímabært að meta skaðann

10:50 „Það varð land undir skriðunni og það þarf ekki að meta það neitt nánar, það er bara ónýtt,“ segir Finnbogi Leifsson bóndi í Hítardal. Rúmar tvær vikur eru liðnar síðan geysilega stór grjótskriða féll úr Fagraskógafjalli skammt frá bæ Finnboga. Meira »

Rannsókn í Svalbarðseyrarmálinu á lokastigi

10:10 Rannsókn máls vegna vopnaðs manns á Svalbarðseyri er á lokastigi. Skýrslutaka yfir manninum fer fram síðar í dag og í framhaldinu verður metið hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald. Meira »

Kenna sirkuslistir

09:43 Á laugardögum í sumar hafa nokkrir drengir tekið að sér að kenna sirkuslistir á Klambratúni. Þrír þeirra mættu í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 og reyndu að kenna Loga og Rikku einföldustu atriði. Meira »

Vill úrbætur í Mosfellsdal strax

09:23 „Ég skil áhyggjur íbúa Mosfellsdal fullkomlega. Við erum sannarlega með þeim í liði í því að fá framkvæmdir sem þarna standa til í gegn sem fyrst,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ um umferðaröryggismál í Mosfellsdal. Meira »

Vegaframkvæmdir allan sólarhringinn

08:49 Stefnt er að því að malbika 3,7 km langan kafla á Akrafjallsvegi í dag og á morgun. Veginum verður lokað í báðar áttir og allri umferð beint norðan við Akrafjall og í gegnum Akranes. Meira »

Versta hugmynd í heimi?

08:37 Samkvæmt rannsókn við Harvard háskólann er lítil skynsemi í því að láta starfsfólk vinna í opnu rými. Guðríður Sigurðardóttir, hjá Attendus, ræddi þessi mál í morgunþættinum Ísland vaknar. Hún segir að mikið atriði sé að skipuleggja opin vinnurými rétt. Meira »

Í sundi um miðja nótt

07:26 Fjölmargir ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum áfengis, fíkniefna og lyfja í gærkvöldi og nótt. Jafnframt var fólk rekið upp úr Kópavogslauginni í nótt og eins var einn handtekinn fyrir að sýna af sér ósæmilega hegðun á almannafæri. Meira »

„Þaulsetið lægðardrag“ yfir landinu

07:00 Þaulsetið lægðardrag er yfir landinu og því skýjað að mestu og úrkoma í flestum landshlutum næstu daga, segir veðurfræðingur Veðurstofu Íslands. Meira »

Kolvitlaust að gera hjá lögreglunni

06:55 Kolvitlaust var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og fram á nótt, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra. Alls komu 70 mál inn á borð lögreglunnar frá klukkan 19 til þrjú í nótt. Meðal annars komu nokkrar árásir til kasta lögreglu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Meira »

Komu bát til bjargar á Skjálfanda

06:38 Félagar í björgunarsveitinni Garðari á Húsavík komu bát til bjargar á Skjálfanda í gærkvöldi eftir að báturinn missti stýrið. Einn var um borð í bátnum þegar óhappið átti sér stað. Meira »

Endurveki forkaupsrétt sveitarfélaga

05:30 „Það er ekki nýtt að efnamenn beri víurnar í laxveiðihlunnindi. Það er kannski nýtt að erlendur auðmaður geri það í svona stórum stíl. Ég hef eðlilega áhyggjur eins og margir aðrir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og forseti Alþingis. Meira »
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...