Staðfestir breytingu á aðalskipulagi Árneshrepps

Til stendur að virkja rennsli þriggja áa á Ófeigsfjarðarheiði.
Til stendur að virkja rennsli þriggja áa á Ófeigsfjarðarheiði. mbl.is/RAX

 Skipulagsstofnun hefur staðfest breytingu á aðalskipulagi Árneshrepps 2005-2025 er varða undirbúningsframkvæmdir fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar og samþykkt var í sveitarstjórn 30. janúar. Þetta kemur fram í frétt á vef stofnunarinnar. 

Í aðalskipulagsbreytingunni eru sett ákvæði um að halda vegaframkvæmdum um fyrirhugað virkjanasvæði, sem er á óbyggðu víðerni, í algjöru lágmarki og að vegagerð verði sleppt þar sem það er mögulegt. Sett eru ákvæði um að vinnuvegir skerði ekki vistgerðir eða jarðminjar sem njóta verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd, eða vistgerðir með hátt eða mjög hátt verndargildi. Lagning vinnuvega á svæðum þar sem ekki hafa verið skráðar eða mældar fornminjar verði undir eftirliti fornleifafræðings. 

mbl.is/Kristinn Garðarsson

Skipulagsstofnun sendi sveitarstjórn Árneshrepps erindi í lok apríl 

Hrepps­nefnd Árnes­hrepps brást við þessu er­indi Skipu­lags­stofn­un­ar í byrjun júníÍ bréfi nefndarinnar var það gagnrýnt að Skipu­lags­stofn­un tæki upp „ávirðing­ar“ frá Land­vernd og náttúruverndarsamtökunum Rjúk­anda um til­boð fram­kvæmdaaðilans um sam­fé­lags­verk­efni í sveit­ar­fé­lag­inu.

Einnig var sagt ljóst að ákv­arðana­taka og ábyrgð á breyt­ing­um aðal­skipu­lags væri hjá hrepps­nefnd­inni en ekki hjá fram­kvæmdaaðilan­um Vest­ur­verki, auk þess sem þeim at­huga­semd­um sem sett­ar hafa verið fram um hæfi hrepps­nefnd­ar­full­trúa var vísað á bug. Þá var lögð áhersla á að Skipu­lags­stofn­un staðfesti aðal­skipu­lags­breyt­ing­ar sveit­ar­fé­lags­ins.

Óverulegir annmarkar

Í afgreiðslubréfi Skipulagsstofnunar, sem birt er á vef hennar í dag, segir að stofnunin telji að í svari Árneshrepps hafi í meginatriðum verið upplýst um þau atriði sem spurt var um. Að mati stofnunarinnar séu annmarkar á málsmeðferð skipulagstillögunnar það óverulegir að þeir hindri ekki staðfestingu aðalskipulagsbreytingarinnar. 

Aðal­skipu­lags­breyt­ing vegna fyr­ir­hugaðrar Hvalár­virkj­un­ar var samþykkt í sveit­ar­stjórn Árnes­hrepps 30. janú­arGert hef­ur verið ráð fyr­ir virkj­un í aðal­skipu­lagi hrepps­ins í nokk­ur ár en með breyt­ing­un­um var iðnaðarsvæði fært til, heim­ild fyr­ir starfs­manna­búðum bætt við, íbúðarsvæði inn­an virkj­un­ar­svæðis fellt út og veg­ir um virkj­un­ar­svæðið skil­greind­ir sem og efnis­töku­svæði.

Viðfangsefni aðalskipulagsbreytingarinnar er útfærsla undirbúningsframkvæmda vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Breytingin miðar að því að unnt sé að framkvæma nauðsynlegar rannsóknir vegna hönnunar virkjunarinnar, þ.e. könnun á lausum jarðlögum, bergi og undirstöðum fyrir stíflur, dýptarmælingar á vötnum og ýmsar umhverfisrannsóknir, svo sem fornleifaskráning. Breytingin felur í sér eftirfarandi:

  • Iðnaðarsvæði sem samkvæmt gildandi aðalskipulagi er ætlað fyrir stöðvarhús og    aðstöðuhús virkjunar færist sunnar og og þar er gert ráð fyrir tímabundnum starfsmannabúðum fyrir allt að 30 manns.
  • Íbúðarsvæði við Hvalá er fellt niður.
  • Bætt er við þremur efnistökusvæðum; við Hvalárósa, í Hvalá og við Hvalárvatn. Samtals er heimilt að taka 88.000 m3 af efni á svæðunum. 
  • Útfærðir eru vinnuvegir frá Ófeigsfjarðarvegi sunnan Hvalár að Neðra Hvalárvatni og þaðan að Neðra Eyvindarfjarðarvatni annars vegar og að Rjúkanda hins vegar, samtals 25 km. Um 600 m ofan við Hvalárfoss er gert ráð fyrir brú yfir Hvalá.

Vegir skulu fjarlægðir ef ekki verður af virkjun

Í afgreiðslu Skipulagsstofunar segir að ef fallið verði frá virkjanaáformum skulu vegir og brú fjarlægð og ummerki fjarlægð eins og kostur er. Einnig eru sett ákvæði um vinnulag við efnistöku og frágang efnistökusvæða og að efnistökusvæði við Hvalá verði aðeins nýtt ef ekki fæst nægilegt efni úr efnistökusvæði við Hvalárósa. Að framkvæmdum loknum skulu starfsmannabúðir fjarlægðar og gengið frá svæði þannig að það verði sem líkast því sem var fyrir framkvæmdir. 

mbl.is