Staðfestir breytingu á aðalskipulagi Árneshrepps

Til stendur að virkja rennsli þriggja áa á Ófeigsfjarðarheiði.
Til stendur að virkja rennsli þriggja áa á Ófeigsfjarðarheiði. mbl.is/RAX

 Skipulagsstofnun hefur staðfest breytingu á aðalskipulagi Árneshrepps 2005-2025 er varða undirbúningsframkvæmdir fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar og samþykkt var í sveitarstjórn 30. janúar. Þetta kemur fram í frétt á vef stofnunarinnar. 

Í aðalskipulagsbreytingunni eru sett ákvæði um að halda vegaframkvæmdum um fyrirhugað virkjanasvæði, sem er á óbyggðu víðerni, í algjöru lágmarki og að vegagerð verði sleppt þar sem það er mögulegt. Sett eru ákvæði um að vinnuvegir skerði ekki vistgerðir eða jarðminjar sem njóta verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd, eða vistgerðir með hátt eða mjög hátt verndargildi. Lagning vinnuvega á svæðum þar sem ekki hafa verið skráðar eða mældar fornminjar verði undir eftirliti fornleifafræðings. 

mbl.is/Kristinn Garðarsson

Skipulagsstofnun sendi sveitarstjórn Árneshrepps erindi í lok apríl þar sem óskað var eft­ir svör­um um atriði er vörðuðu form og af­greiðslu aðal­skipu­lags­breyt­inga vegna fyr­ir­hugaðrar Hvalár­virkj­un­ar. Spurði stofn­un­in m.a. um hæfi full­trúa í sveit­ar­stjórn, til­boð fram­kvæmdaaðila, um sam­fé­lags­verk­efni og innviðaupp­bygg­ingu og hvort skipu­lagstil­lag­an hefði verið unn­in af þeim aðila. 

Hrepps­nefnd Árnes­hrepps brást við þessu er­indi Skipu­lags­stofn­un­ar í byrjun júníÍ bréfi nefndarinnar var það gagnrýnt að Skipu­lags­stofn­un tæki upp „ávirðing­ar“ frá Land­vernd og náttúruverndarsamtökunum Rjúk­anda um til­boð fram­kvæmdaaðilans um sam­fé­lags­verk­efni í sveit­ar­fé­lag­inu.

Einnig var sagt ljóst að ákv­arðana­taka og ábyrgð á breyt­ing­um aðal­skipu­lags væri hjá hrepps­nefnd­inni en ekki hjá fram­kvæmdaaðilan­um Vest­ur­verki, auk þess sem þeim at­huga­semd­um sem sett­ar hafa verið fram um hæfi hrepps­nefnd­ar­full­trúa var vísað á bug. Þá var lögð áhersla á að Skipu­lags­stofn­un staðfesti aðal­skipu­lags­breyt­ing­ar sveit­ar­fé­lags­ins.

Óverulegir annmarkar

Í afgreiðslubréfi Skipulagsstofnunar, sem birt er á vef hennar í dag, segir að stofnunin telji að í svari Árneshrepps hafi í meginatriðum verið upplýst um þau atriði sem spurt var um. Að mati stofnunarinnar séu annmarkar á málsmeðferð skipulagstillögunnar það óverulegir að þeir hindri ekki staðfestingu aðalskipulagsbreytingarinnar. 

Aðal­skipu­lags­breyt­ing vegna fyr­ir­hugaðrar Hvalár­virkj­un­ar var samþykkt í sveit­ar­stjórn Árnes­hrepps 30. janú­arGert hef­ur verið ráð fyr­ir virkj­un í aðal­skipu­lagi hrepps­ins í nokk­ur ár en með breyt­ing­un­um var iðnaðarsvæði fært til, heim­ild fyr­ir starfs­manna­búðum bætt við, íbúðarsvæði inn­an virkj­un­ar­svæðis fellt út og veg­ir um virkj­un­ar­svæðið skil­greind­ir sem og efnis­töku­svæði.

Viðfangsefni aðalskipulagsbreytingarinnar er útfærsla undirbúningsframkvæmda vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Breytingin miðar að því að unnt sé að framkvæma nauðsynlegar rannsóknir vegna hönnunar virkjunarinnar, þ.e. könnun á lausum jarðlögum, bergi og undirstöðum fyrir stíflur, dýptarmælingar á vötnum og ýmsar umhverfisrannsóknir, svo sem fornleifaskráning. Breytingin felur í sér eftirfarandi:

  • Iðnaðarsvæði sem samkvæmt gildandi aðalskipulagi er ætlað fyrir stöðvarhús og    aðstöðuhús virkjunar færist sunnar og og þar er gert ráð fyrir tímabundnum starfsmannabúðum fyrir allt að 30 manns.
  • Íbúðarsvæði við Hvalá er fellt niður.
  • Bætt er við þremur efnistökusvæðum; við Hvalárósa, í Hvalá og við Hvalárvatn. Samtals er heimilt að taka 88.000 m3 af efni á svæðunum. 
  • Útfærðir eru vinnuvegir frá Ófeigsfjarðarvegi sunnan Hvalár að Neðra Hvalárvatni og þaðan að Neðra Eyvindarfjarðarvatni annars vegar og að Rjúkanda hins vegar, samtals 25 km. Um 600 m ofan við Hvalárfoss er gert ráð fyrir brú yfir Hvalá.

Vegir skulu fjarlægðir ef ekki verður af virkjun

Í afgreiðslu Skipulagsstofunar segir að ef fallið verði frá virkjanaáformum skulu vegir og brú fjarlægð og ummerki fjarlægð eins og kostur er. Einnig eru sett ákvæði um vinnulag við efnistöku og frágang efnistökusvæða og að efnistökusvæði við Hvalá verði aðeins nýtt ef ekki fæst nægilegt efni úr efnistökusvæði við Hvalárósa. Að framkvæmdum loknum skulu starfsmannabúðir fjarlægðar og gengið frá svæði þannig að það verði sem líkast því sem var fyrir framkvæmdir. 

mbl.is

Innlent »

Rykmökkur frá Sahara á leiðinni

07:57 „Nú hefur mikill rykmökkur tekið sig upp úr Sahara-eyðimörkinni og leggst yfir Miðjarðarhafið“, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í pistli á bloggsíðu sinni Hungurdiskum. Meira »

Snjókoma á Egilsstöðum

07:10 Í nótt nálguðust hitaskil landið úr austri. Fremst í skilunum er úrkoman ýmist snjókoma eða slydda og sem dæmi má nefna að í veðurathugun nú kl. 6 var snjókoma bæði á Egilsstöðum og Dalatanga. Meira »

Sóttu veikan sjómann

06:49 Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann um borð í erlendu skipi í um 30 sjómílna fjarlægð frá landi seint í gærkvöldi. Meira »

Dópaðir og drukknir ökumenn á ferðinni

06:27 Flest málanna sem rötuðu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt tengjast akstri undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einn ökumaður er vistaður í fangageymslum lögreglunnar en hann var stöðvaður í miðborginni í nótt.   Meira »

Geymsla dekkja í fjölbýli varasöm

05:30 Talið er að eldsvoði í fjölbýli við Sléttuveg 7 hafi átt upptök sín í dekkjum eða rusli. Slökkviliðið segir varasamt að geyma mikið af dekkjum saman þar sem þau séu mikill eldsmatur. Slökkviliðið fær reglulega útköll þar sem kviknað hefur í dekkjum. Meira »

Mikið eftir í kjaraviðræðum

05:30 „Þeir albjartsýnustu segja að við semjum í byrjun júní en ég er hræddur um að við gefum þessu tíma fram í júní. Það er mikið eftir,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður stéttarfélagsins Sameykis. Meira »

Aukningin mest frá Þeistareykjum

05:30 Þeistareykjavirkjun framleiddi 671 GWh af raforku á árinu 2018 en virkjunin komst í fullan rekstur á því ári. Fyrri vélasamstæðan var tekin í notkun í nóvember 2017 og samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar framleiddi virkjunin um 71 GWh á því ári. Meira »

Hætta á árekstrum

05:30 Kauphöllin, Nasdaq Iceland hf., leggst gegn því að eftirlit með hegðun á fjármálamarkaði verði fært undir Seðlabankann.  Meira »

Katrín í 17. sæti þeirra launahæstu

05:30 Katrín Jakobsdóttir er í 17. sæti lista bandaríska dagblaðsins USA Today yfir tuttugu launahæstu þjóðarleiðtoga heimsins.  Meira »

Árásirnar á Srí Lanka ráðgáta

Í gær, 22:31 Jón Óskar Sólnes, sjónvarpsmaður og fyrrverandi yfirmaður norrænu friðargæslunnar á Srí Lanka, segir í samtali við mbl.is að hryðjuverkin í landinu koma sér mjög á óvart, sérstaklega vegna þess hversu mikið skipulag þarf að vera að baki samstilltum árásum eins og á Srí Lanka í gær. Meira »

Tvö ár á leiðinni til Þorbjargar

Í gær, 21:12 „Við fórum í göngutúr í fjörunni á Mýrum í Borgarfirði fyrir neðan Akra. Við vorum þarna í sumarbústað,“ segir Þorbjörg Erla Jensdóttir. Í göngutúrnum fannst flöskupóstur frá sex ára stúlku og var hann ritaður á norsku. Sendandinn er fundinn, en skeytið var sent fyrir tveimur árum. Meira »

Sex vikna leysingar á tíu dögum

Í gær, 21:10 „Þetta er óvenjulega snemmt, það er óhætt að segja það. Yfirleitt er ennþá verið að ganga á snjó,“ segir Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi, í samtali við mbl.is um snöggan leysing í Jökulsárgljúfri nálægt Dettifossi. Meira »

Töluverðar reykskemmdir í sumarhúsi

Í gær, 18:59 Búið er að slökkva eld sem kom upp í sumarhúsi við Tjarn­ar­götu, Grafn­ings­meg­in við Þing­valla­vatn á fimmta tím­an­um. Húsið verður vaktað fram eftir kvöldi til að tryggja að engar glæður lifi þar enn. Meira »

Páskahátíð í afskekktasta bæ Grænlands

Í gær, 17:49 Þrettándu páskahátíð Hróksins í Ittoqqortoormiit, afskekktasta bæ Grænlands, lauk á mánudag með Air Iceland Connect-hátíðinni ,,Dagur vináttu Íslands og Grænlands". Meira »

Eldur í sumarhúsi á Þingvöllum

Í gær, 17:26 Tilkynnt var um eld í sumarhúsi við Tjarnargötu, Grafningsmegin við Þingvallavatn á fimmta tímanum og eru slökkviliðsmenn frá Selfossi og Laugarvatni á vettvangi. Meira »

Sungu af gleði í hádeginu

Í gær, 17:09 Heimilislausum var boðið til hádegisverðar í dag og mættu um 40. „Þetta var algjör páskaveisla og þvílík gleði í mannskapnum,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schmidt, skipuleggjandi viðburðarins. „Þetta var alveg stórkostlegur matur. Þetta var lamb og svínakjöt með öllu tilheyrandi.“ Meira »

Kveðst hafa haft samráð við AFL

Í gær, 17:03 Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða ehf., segist hafa haft gott samráð við stéttarfélagið AFL í öllum þeim breytingum sem voru gerðar á samningum starfsmanna í síðustu viku. Meira »

Umferðin inn í Reykjavík þyngist

Í gær, 16:30 Umferðin ætti að þyngjast inn í Reykjavík núna síðdegis og með kvöldinu. Veður var gott í dag þannig að ætla má að fólk hafi staldrað lengur við en ella í sumarbústöðum til að njóta sólarinnar. Meira »

Dísa farin til dýpkunar

Í gær, 15:47 Dýpkunarskipið Dísa er á leið í Landeyjahöfn til að dýpka höfnina en eins og kom fram fyrr í dag er dýpið í höfninni minnst um 3,7 metr­ar en Herjólf­ur rist­ir 4,2 metra. Meira »