Virkjun gæti raskað minjum

Vísindalegt gildi svæðisins er sagt talsvert eða mikið og að …
Vísindalegt gildi svæðisins er sagt talsvert eða mikið og að óvenjumargir fornir jökulgarðar finnist þar. mbl.is/Golli

Náttúrufræðistofnun hefur lagt til að svæði sem athafnasvæði fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar liggur á verði friðlýst.

Svæðið sem lagt er til að verði friðlýst er við Drangajökul á Vestfjörðum en Landvernd hefur tekið undir þessa tillögu og hvetur umhverfis- og auðlindaráðherra til þess að leggja nýja náttúruminjaskrá fyrir Alþingi þegar þinghald hefst í haust.

Ástæðan fyrir því að Náttúrufræðistofnun leggur til að friða skuli svæðið við Drangajökul er verndun jarðminja. Samkvæmt vefsíðu Náttúrufræðistofnunar eru verndarmarkmið fyrir jarðminjar „að varðveita skipulega heildarmynd af jarðfræðilegum ferlum og fyrirbærum sem gefa samfellt yfirlit um jarðsögu landsins, að vernda jarðmyndanir sem eru sérstakar eða einstakar á lands- eða heimsvísu, að vernda vatnsfarvegi, fossa og stöðuvötn svo sem kostur er, að varðveita landslag sem er sérstætt eða fágætt eða sérlega verðmætt vegna fagurfræðilegs og/eða menningarlegs gildis og að standa vörð um óbyggð víðerni landsins.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert