Hjörtur segir upp störfum

Hjörtur Hjartarson.
Hjörtur Hjartarson. mbl.is/RAX

Hjörtur Hjartarson hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá vinnuveitanda sínum Sýn í kjölfar þess að hann var sendur heim af HM í Rússlandi vegna óæskilegrar hegðunar. Þetta kemur fram í facebookfærslu Hjartar.

Í færslunni segist Hjörtur skilja vel þau hörðu viðbrögð sem hafa komið fram vegna hegðunar hans í Rússlandi. Hann segir áfengisneyslu ekki afsökun fyrir slíkri hegðun og að það sé sjálfsögð krafa að öruggt vinnuumhverfi sé sett í fyrsta sæti líkt og hópur kvenna í fjölmiðlastétt hefur gert.

Hjörtur hyggst í framhaldinu einbeita sér að því að bæta framkomu sína gagnvart nákomnum og öðrum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert