Munu kæra háhýsabyggð í Borgartúni

Hluti fyrirhugaðrar uppbyggingar í Borgartúni 24 í Reykjavík.
Hluti fyrirhugaðrar uppbyggingar í Borgartúni 24 í Reykjavík. Mynd/Yrki arkitektar.

Einar Páll Svavarsson, fulltrúi íbúa í Mánatúni 7-17, segir íbúa munu leggja fram kæru vegna umdeildrar háhýsabyggðar í Borgartúni. Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við skipulagið í apríl.

„Það verður látið reyna á þetta mál alveg til loka. Við munum nýta okkur þau úrræði sem í boði eru, sem eru þau að kæra málið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Það ræðst af úrskurðinum hvort málaferli séu næsta skref,“ segir hann í Morgunblaðinu í dag.

Fjárfestar áforma að byggja 65 íbúðir og atvinnuhúsnæði á jarðhæð Borgartúns 24. Miðað við verð nýrra íbúða á svæðinu er um milljarða uppbyggingu að ræða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert