Vanmat íslenska grjótið

Ekki eitt dekk sprungið, heldur tvö. Og keppnin varla byrjuð.
Ekki eitt dekk sprungið, heldur tvö. Og keppnin varla byrjuð. mbl.is/Andri Steinn

Hann var furðu hress miðað við aðstæður, einn liðsmanna Expedia-hjólreiðaliðsins sem tekur þátt í WOW Cyclothoninu þegar blaðamaður mbl.is ók fram hjá honum undir botni Hvalfjarðar en sá hafði þá sprengt dekkið á reiðhjóli sínu tvisvar á malarkafla Kjósarskarðsvegar, og keppnin rétt að byrja.

Blaðamanni láðist að taka niður nafn keppandans enda var hann önnum kafinn við að standsetja reiðhjóladekkið öðru sinni og hafði hann dregist aftur úr lestinni. „Ég vanmat íslenska grjótið,“ sagði hann þó við blaðamann, en hann var á götuhjóli ólíkt mörgum sem skiptu yfir í önnur hjól fyrir kaflann.

Mikið stuð var við Laxárbakka þar sem mörg liðin stoppuðu á meðan þau biðu eftir sínum hjólreiðamönnum. Þegar fréttin er skrifuð upp úr hálf ellfu í kvöld leiðir Harðkjarna í flokki fjögurra manna liða og Sensa í flokki tíu manna liða. Hér má sjá liðin í beinni.

mbl.is/Andri Steinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert