Verðmætaleitin heldur áfram næstu tvær vikur hið minnsta

Rannsóknarskipið Seabed Worker.
Rannsóknarskipið Seabed Worker.

Starfsleyfi rannsóknarskipsins Seabed Worker hefur verið framlengt til og með 10. júlí nk. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Umhverfisstofnun til Morgunblaðsins.

Seabed Worker kom inn í efnahagslögsögu Íslands í síðustu viku og hefur verið við leit að verðmætum í flaki þýska flutningaskipsins SS Minden sem sökk 24. júní 1939 um 120 sjómílur suðaustur af Kötlutanga.

Skipið er á vegum breska fyrirtækisins Advanced Marine Services, en vonir eru bundnar við að hægt verði að finna gull eða aðra verðmæta málma um borð í skipsflakinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert