Allt á áætlun en mikil ös í Hvalfirði

Halldór Þrastarson hjólar fyrir Mannvit.
Halldór Þrastarson hjólar fyrir Mannvit. mbl.is/Andri Steinn

Halldór Þrastarson, einn liðsmanna Mannvits í WOW Cyclothon-hjólreiðakeppninni, var brattur þegar mbl.is tók hann tali rétt upp úr miðnætti í Staðarskála í kvöld. Hann segir þreytuna ekki farna að segja til sín hjá sér, en hafði meiri áhyggjur af liðsfélaga sínum sem kom til landsins með flugi í morgun.

Veðrið hefur leikið við keppendurna, mjög bjart er í veðri og alveg úrkomulaust fyrir utan nokkra dropa í byrjun ferðar. Liðin eru mörg að nálgast Staðarskála þar sem húsbílar eða aðrir fylgdarbílar bíða margir eftir liðsfélögunum. Önnur eru komin lengra en Team Sansa leiðir í B-flokki og nálgast Blönduós. Liðin má sjá í beinni hér.

Að sögn Halldórs hefur allt gengið samkvæmt áætlun hjá liði sínu. „Við erum búin að vera að ná meðalhraðanum sem við vildum, 32 til 34 [km/klst],“ sagði Halldór í samtali við mbl.is. „Við náðum mjög góðu starti, það var smá bras í Hvalfirðinum, útaf skiptingunum þar. Full mikið af bílum,“ bætir Halldór við en það lenti á honum að hjóla lengra en til stóð þar sem erfiðlega gekk fyrir liðsbílinn að komast að honum og ná skiptingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert