Bongóblíða hjá Cyclothon-keppendum

Rúnar Hermannsson frá Símanum ásamt Hörpu Krístínu Einarsdóttur og Jóni …
Rúnar Hermannsson frá Símanum ásamt Hörpu Krístínu Einarsdóttur og Jóni Oddi Guðmundssyni sem hjóla fyrir Airport Associates. mbl.is/Andri Steinn

Fyrstu liðin í WOW Cyclothon-hjólreiðakeppninni renndu í gegnum Akureyri rétt fyrir klukkan sex í morgun en von er massanum á næstu klukkutímum. Á Akureyri er bongóblíða og er spáð góðu veðri á keppendur í allan dag; sól, hlýju og hægum vindi. Von er þó á einhverjum mótvindi við Egilsstaði.

Á Akureyri er öllum keppendum boðið upp á nýgrillaða hamborgara áður en lengra er haldið en búist er við að fyrstu liðin komi í mark og ljúki hringferðinni eftir um það bil sólarhring, að morgni föstudags.

Airport Direct leiðir nú í A-flokki fjögurra manna liða og Team Sensa heldur enn forystu í 10 manna B-flokki. Hér má fylgjast með beinni útsendingu frá komu hjólreiðamannanna til Akureyrar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert