Eiríkur Ingi rústaði fyrra meti

Eiríkur rústaði fyrra meti.
Eiríkur rústaði fyrra meti. Mynd/Guðrún Vaka

Eiríkur Ingi Jóhannsson er kominn í mark fyrstur keppenda í einstaklingskeppni WOW Cyclothon. Eiríkur kom í mark á tímanum 56:12:40 og bætti hann fyrra met um tæplega sex klukkutíma en það var Matthías Ebert sem átti fyrra met á tímanum 61:53:10 frá árinu 2015.

Þetta er í annað sinn sem Eiríkur Ingi vinnur keppnina og í fjórða sinn sem hann tekur þátt. Á meðan keppni stóð safnaði hann einnig 62.000 krónum fyrir Slysavarnarfélagið Landsbjörg.

Keppendurnir þrír sem eiga eftir að koma í mark eru Halldór Snorrason, Elín V. Magnúsdóttir og Declan Brassil frá Írlandi en Declan er núna fremstur keppenda sem eiga eftir að koma í mark. Elín stefnir á að vera fyrsta konan til að ljúka keppni í einstaklingsflokki WOW Cyclothon og var hún við Jökulsárlón um klukkan hálf ellefu í kvöld.

Samanlagt hafa keppendur í einstaklingsflokki safnað um hálfri milljón króna í áheitum. Emil Þór Guðmundsson hefur þar af safnað 264.500 krónum þrátt fyrir að hafa hætt keppni á Vesturlandi. Hans yfirlýsta markmið var að safna 1.000 krónum fyrir hver kílómetra hjólaðan og gerði hann gott betur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert