Helsta markmiðið að geta keyrt bílinn

Team Spark afhjúpaði kappakstursbílinn TS18, sem liðið hannaði, í dag.
Team Spark afhjúpaði kappakstursbílinn TS18, sem liðið hannaði, í dag. mbl.is/Arnþór

„Þetta hefur verið mikil vinna, langt fram á kvöld. Það er óhætt að segja það,“ segir Berglind Höskuldsdóttir, liðsmaður í Team Spark, kappakstursliði verkfræðinema við Háskóla Íslands. Liðið afhjúpaði í dag rafknúna kappakstursbílinn TS18, en nemendurnir hafa unnið að hönnun og framleiðslu bílsins í allan vetur. Bíllinn ber nafnið Garún og er um 134 hestöfl. 

Team Spark heldur utan með bílinn til Spánar í lok ágúst til þess að taka þátt í alþjóðlegri kappaksturs- og hönnunarkeppni stúdenta undir merkjum Formula Student í Barcelona. 

Berglind segir að liðið hafi gert miklar breytingar á burðarvirki bílsins frá hönnun fyrri ára. „Það er alltaf markmiðið að gera hann léttari en ég veit ekki hvort það hafi tekist í ár. Þetta er önnur hönnun en hefur verið áður.“

Áhersla lögð á umhverfisvernd

Lið frá Háskóla Íslands hafa tekið þátt í hönnunar- og kappakstursmótum háskólanema undir hatti Formula Student allt frá árinu 2011. Liðsmenn í Team Spark hafa í ár sett stefnuna á Formula Student Spain sem fer fram í Circuit de Barcelona-Catalunya dagana 21.-24. ágúst, en þar mun liðið etja kappi við um 70 lið verkfræðinema frá háskólum víða að úr Evrópu, að því er segir í tilkynningu liðsins.

Um 40 nemendur úr ýmsum deildum Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands hafa tekið þátt í hönnun bílsins og fá vinnu sína metna sem hluta af náminu við Háskóla Íslands.

Líkt og undanfarin ár var lögð áhersla á hönnun rafknúins og umhverfisvæns bíls. „Við erum að keppa í rafmagnsflokki, þannig að bíllinn mengar ekki þar sem enginn útblástur er frá honum,“ útskýrir Berglind.

Háskólakötturinn Rósalind lét sig ekki vanta á afhjúpunina.
Háskólakötturinn Rósalind lét sig ekki vanta á afhjúpunina. mbl.is/Arnþór

Setja stefnuna á aksturshlutann

Berglind segir liðinu hafa gengið vel í keppnum síðustu ár en ekki takist þó alltaf að keyra bílinn. „Í fyrra náðum við ekki að keyra bílinn. Svo það er svona helsta markmiðið í ár, að ná að taka þátt í aksturshluta keppninnar.“   

Vitanlega þurfti því að skera úr um hver væri hæfasti ökuþór liðsins ef til þess kæmi að keyra þyrfti bílinn í kappakstri. Til þess notaðist liðið við rökrétta aðferð. „Við fórum í go kart og kepptum okkar á milli. Þeir sem náðu bestum tíma þar voru valdir sem ökumenn liðsins.“

mbl.is

Innlent »

Fór út að sá og upp kom SÁ

09:04 Ljósmyndari Morgunblaðsins rak upp stór augu þegar hann sá stafina SÁ spretta upp úr berangursmel sunnan við Þórisjökul þegar flogið var þar yfir. Jóhann Kristjánsson landgræðslumaður tók upp á því fyrir ellefu árum að græða þarna upp uppblásið og illa farið svæði. Meira »

Tengja vöxt fataverslunar við opnun H&M

08:59 Kortavelta Íslendinga í innlendri fataverslun jókst um 13,1% í ágúst síðastliðnum og nam tæpum 2,2 milljörðum í ágúst nú samanborið við rúma 1,9 milljarða í ágúst í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum hagtölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Tölurnar byggja á kortanotkun og greiðslumiðlun á Íslandi. Meira »

Kínverjar opnuðu dyr eftir að aðrir lokuðu

08:18 Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti lýðveldisins, og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, leituðu eftir aðstoð hjá leiðtogum Kínverja á vikunum eftir hrun eftir að ljóst var orðið að ríki Evrópu og Bandaríkin hygðust ekki koma Íslandi til bjargar. Meira »

Sala á plastpokum minnkar stöðugt

07:57 Sala á plastburðarpokum hefur minnkað töluvert á undanförnum árum að mati Bjarna Finnssonar, formanns stjórnar Pokasjóðs.  Meira »

Flugfreyjum og -þjónum sett afarkostir

07:40 Flug­freyj­ur og flugþjón­ar í hluta­starfi hjá Icelanda­ir þurfa að gera upp á milli þess að ráða sig í fulla vinnu hjá fyrirtæk­inu frá og með næstu ára­mót­um eða láta af störfum. Meira »

Vátryggingar fyrir stjórnsýslumál

07:37 Einstaklingar sem fara í stjórnsýslumál gætu átt rétt á endurgreiðslu úr tryggingum fyrir málskostnað, samkvæmt niðurstöðu nýrrar fræðigreinar Sindra M. Stephensen, lögmanns og aðstoðarmanns dómara við EFTA-dómstólinn, í Tímariti Lögréttu. Meira »

Köld og hvöss norðanátt

07:03 Snjóþekja er á fjallvegum á norðanverðu landinu, til dæmis á Steingrímsfjarðarheiði, Þverárfjalli, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Búast má við versnandi akstursskilyrðum og er vegfarendum ráðlagt að sýna aðgát. Meira »

Óttast um hana í vetur

06:58 Hún er á þrítugs­aldri og er á göt­unni vegna neyslu og geðrænna veik­inda. Fjöl­skylda henn­ar er ráðalaus og ótt­ast mjög um af­drif henn­ar í vet­ur. Gat­an er ekki heim­ili og ekki ör­ugg­ur staður, ekki síst fyr­ir ung­ar kon­ur þar sem hóp­ur karla leit­ar þær uppi og nýt­ir sér neyð þeirra. Meira »

Kanna áhuga kaupenda á Fréttablaðinu

06:52 365 miðlar hf., eigandi Torgs ehf., útgefanda Fréttablaðsins, hefur fengið Kviku banka til að kanna áhuga mögulegra kaupenda á Torgi, vegna skilyrða sem Samkeppniseftirlitið setti við sölu á eignum 365 til Sýnar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Innbrot í verslun í Breiðholti

06:27 Brotist var inn í verslun í Breiðholti rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Þegar lögreglu bar að garði voru þjófarnir hins vegar farnir af vettvangi. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Meira »

Icelandair boðið að fjárfesta í flugfélagi

06:20 Icelandair hefur fengið boð frá ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja, Cabo Verde Airlines, um að eignast ráðandi hlut í félaginu þegar það verður einkavætt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnvöldum á Grænhöfðaeyjum. Meira »

Ísland í 2. sæti félagslegra framfara

05:30 Ísland er í öðru sæti af 146 þjóðum í mælingu fyrirtækisins Social Progress Imperative á vísitölu félagslegra framfara.   Meira »

Reyna að ná breiðri samstöðu

05:30 Verkalýðsfélög víða um land vinna hörðum höndum þessa dagana að mótun kröfugerðar fyrir viðræðurnar sem framundan eru um endurnýjun kjarasamninga. Meira »

Fái að ávísa getnaðarvörnum

05:30 „Það er stefnt að því að frumvarpið verði lagt fram í haust og gerð verði breyting á lyfjalögum hvað þetta varðar,“ segir Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og fyrrverandi landlæknir. Meira »

Ferðaþjónustan öflug heilsársgrein

05:30 Fjöldi erlendra ferðamanna sem komu í Rangárvallasýslu á síðasta ári var sexfalt meiri en fyrir níu árum. Þeim fjölgaði úr 230 þúsund í 1.381 þúsund á árunum 2008 til 2017. Meira »

Opna fjórar nýjar verslanir

05:30 Nýir eigendur tóku við rekstri Krónuverslananna um síðustu mánaðamót eftir að N1 yfirtók Festi. Stefna þeir að því að opna fjórar nýjar Krónuverslanir á næstu misserum. Meira »

Hagi starfsemi eftir lögum

05:30 Samtök iðnaðarins óska eftir því að stjórn Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) setji allan samkeppnisrekstur sinn í dótturfélög, en kveðið er á um skyldu þess efnis í 4. grein laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu. Meira »

Leita fjármagns úti

05:30 Forsvarsmenn sveitarfélagsins Ölfuss eiga í viðræðum við erlenda fjárfesta um mögulega aðkomu þeirra að uppbyggingu hafnarmannvirkja í Þorlákshöfn. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram að í þeim hópi séu fjársterkir aðilar frá Kína. Meira »

Borgarráð ræðir mál OR á morgun

Í gær, 23:05 Málefni Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar verða tekin fyrir á fundi borgarráðs á morgun. „Hugmyndin er að borgarráð fái upplýsingar um stöðu mála og hvernig stjórnin sér fyrir sér næstu vikur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Meira »
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Sultukrukkur,minibarflöskur og skór..
Til sölu...Ca 100 gler krukkur.til sölu. Frekar litlar. Einnig ca 200 smáflösku...
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...
EZ Detect skimpróf fyrir ristilkrabbameini
Eftir hægðir er Ez Detect prófblað sett í salernið. Ef ósýnilegt blóð er ti...