Svartaþoka á Öxi

Mikil þoka blasti við hjólreiðamönnunum á leiðinni niður Öxi.
Mikil þoka blasti við hjólreiðamönnunum á leiðinni niður Öxi. mbl.is/Andri Steinn

Hjólreiðamenn í WOW Cyclothon lentu í svartaþoku á leiðinni niður Öxi, milli Egilsstaða og Djúpavogs. Fjöldi liða hafa nýlokið við kaflann en enn eru einhver á leiðinni niður. 

Sensa og Team Skoda eru hnífjöfn í B-flokki karla. Liðin fóru nýlega fram hjá Jökulsárlóni. Team Cannondale, Harðkjarna og Airport Direct eru saman í efstu þremur sætunum í A-flokki karla og voru liðin að fara fram hjá Hornarfjarðarflugvelli um klukkan níu í kvöld.

Lókal Stelpur, eina kvennaliðið í A-flokki, voru að koma út úr Berufirði. Eiríkur Ingi Jóhannsson sem leiðir í einstaklingskeppninni er kominn fram hjá Eyrarbakka og er von á honum í mark upp úr miðnætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert